Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 17:16 Bryndís Arna í leik með Fylki síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis. Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira