Sóttvarnaríki í 9 ár í viðbót? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 4. nóvember 2021 11:01 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. nóvember síðastliðinn var fjallað um framtíð faraldursins á Íslandi og leiðina að hjarðónæmi. Þar var því haldið fram að Ísland væri langt frá langþráðu hjarðónæmi gegn kórónaveirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19. Greint var frá því að einungis 13.739 landsmanna eða 3,8% hefðu greinst með veiruna hingað til, en það þyrfti 60-70% ónæmi í samfélaginu til þess að hjarðónæmi yrði náð. Því var haldið fram að bóluefnin sem væru í notkun veittu aðeins um 50% vörn gegn smiti, svo það væri ekki hægt að ná hjarðónæmi með þessum bóluefnum eins og vonast var eftir. Það þarf að leyfa landsmönnum að smitast. Sóttvarnalæknir telur að þetta muni taka 9 ár með stöðugum 70 smitum á dag eins og greinst hafa undanfarið. Eftir 9 ár verða rúmlega 60% þjóðarinnar búin að smitast og vonandi verðum við komin með hjarðónæmi. Við þurfum því að búa í sóttvarnaríki næstu 9 árin. Börn munu alast upp í sóttvarnaríki og munu ekki þekkja neitt annað en sýklafælni og ótta. Ferðamannaiðnaðurinn verður knúinn áfram í brotnum gír og ríkissjóður heldur áfram að skuldsetja sig á kostnað komandi kynslóða. Fólki verður áfram mismunað eftir því hvort það sé búið að þiggja nýjasta örvunarskammtinn eða ekki, en Morgunblaðið hafði það eftir Sóttvarnasviði Landlæknisembættisins þann 28. október að bóluefnapassar hafi fengið 12 mánaða gildistíma frá fullnaðarbólusetningu eða örvunarskammti. Þetta er framtíðin sem sóttvarnalæknir boðar. Sem betur fer eru forsendur sóttvarnalæknis rangar og framtíðin ekki svona myrk. Það er til betri leið. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu Í fréttinni er fjallað um greind smit eins og það séu öll smit. Það er fjarri lagi. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu. Rannsókn ÍE á mótefnum Íslendinga leiddi í ljós að vorið 2020 hafi 50-100% fleiri smitast en hlutu greiningu hér á landi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna telur að þar smitist rúmlega fjórir fyrir hvern einn sem greinist. Þetta er sennilega vegna þess að 80% óbólusettra sem smitast fá væg eða engin einkenni, skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Nú eftir bólusetningu þjóðarinnar hefur okkur verið talin trú um að þessi tala sé 97% eða hærri. Langflestir sem smitast hafa því ekki grænan grun það og eru því ólíklegir til að fara í skimun. Þetta gæti átt hlut í að skýra hvers vegna helmingur þeirra sem greinast eru ekki í sóttkví. Einkennalausir smitberar ráfa um götur bæjarins og þrátt fyrir öfluga smitrakningu veit enginn hver er að smita allt þetta fólk. Þótt það greinist 70 smit á dag er raunverulegur fjöldi smita sennilega mun hærri, og gæti verið margfalt hærri. Ef tvöfalt fleiri smitast en greinast næst hjarðónæmi helmingi hraðar eða á 4 ½ ári. Bóluefnin hafa komið okkur langa leið að hjarðónæmi Ef marka má að bóluefnin veiti 50% vörn gegn smiti erum við komin langleiðina að hjarðónæmi. Þórólfur gleymir bóluefnunum þegar hann reiknar með því að 60-70% landsmanna verði að smitast svo hjarðónæmi verði náð. Nú eru 76% landsmanna fullbólusettir með 50% vörn samkvæmt Þórólfi, svo við erum með 38% ónæmi í samfélaginu, auk nokkurra prósenta vegna þeirra sem eru með náttúrulegt ónæmi. Það vantar því ekki 60-70%, heldur einungis 20-30% til viðbótar. Deilum með 2,5 og við erum komin úr níu árum niður fyrir 2 ár miðað við raunsæ 140 smit á dag. Hjarðónæmi fyrir næsta sumar Sóttvarnalæknir og fleiri sérfræðingar hafa gefið það út að margir muni þurfa að smitast til þess að hjarðónæmi verði náð. Það er því einungis tímaspursmál. Við getum dregið þetta á langinn og reynt að halda smitum í skefjum í tæplega tvö ár, eða við getum leyft fleirum að smitast og látið þetta ganga yfir á nokkrum mánuðum. En hvernig þá? Aðgerðirnar sem nú eru í gildi eru gríðarlega kostnaðarsamar þótt mörg okkar finni lítið fyrir þeim kostnaði (ennþá). Tjón þeirra eykst dag frá degi. Í stað þess að halda áfram hallarekstri ríkissjóðs næstkomandi ár má setja brot af þessu fjármagni í tvö mikilvæg atriði. Síðarnefnda atriðið miðast við að við hættum að eyða fjármagni og mannafla í skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun heilbrigðis fólks sem þarf að fá að smitast. Fólk með einkenni heldur sig þá heima eins og veikt fólk er vant að gera. Allir fara varlega í kringum viðkvæma hópa meðan pestin gengur yfir. Efla heilbrigðiskerfið svo það geti sinnt fleiri sjúklingum. Það þarf að laga spítalann að samfélaginu frekar en samfélagið lagi sig að spítalanum. Það vill enginn veikjast og lenda á spítala, en eins og sóttvarnalæknir hefur sagt þá er það bara tímaspursmál. Það er betra að ljúka því af á styttri tíma. Vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Það þarf að setja mikinn kraft í markvissa vernd í skamma stund meðan veiran gengur yfir. Beita hraðprófum og skimun óspart á þá sem umgangast viðkvæma hópa. Borga framlínustarfsfólki meira fyrir aukið álag í starfi. Tryggja góð loftgæði á elliheimilum og spítölum. Leyfa starfsfólki með undirliggjandi sjúkdóma að vinna heima. Bjóða langveikum börnum upp á fjarnám eða heimakennslu. Bjóða upp á ókeypis heimsendingu af nauðsynjavörum fyrir viðkvæma hópa. Hvetja fólk til að hreyfa sig og taka D-vítamín. Gera einfaldlega allt sem okkur dettur í hug til að vernda viðkvæma í nokkra mánuði. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir er hverfandi lítill í samanburði við 9 ára hallarekstur vegna óbreyttrar stefnu. Nauðsynlegt að byggja upp náttúrulegt hjarðónæmi sem fyrst Rannsóknir að utan sýna að ónæmi gegn COVID-19 dvínar með tímanum. Vörn bóluefnanna gegn smiti og vægum veikindum er sögð dvína hraðar en vörn gegn alvarlegum veikindum, sem dvínar þó. Þetta er vel þekkt vandamál með sum bóluefni og ein ástæða þess að farið var út í örvunarskammta. Það munu ekki allir vilja örvunarskammta á sex til tólf mánaða fresti. Ef ónæmið dvínar hraðar en við byggjum upp náttúrulegt ónæmi í samfélaginu mun ástandið bara versna. Það er því mikilvægt að byggja upp meira hjarðónæmi sem fyrst meðan flestir eru með góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Eflum heilbrigðiskerfið, verndum viðkvæma og leyfum ungu og hraustu fólki að smitast sem fyrst svo það geti öðlast kraftmeira og varanlegra ónæmi. Þannig verður veiran landlæg. Hættum að lifa í ótta við veiruna – náum stjórn á henni í stað þess að láta hana stjórna okkur. Heimildir og meira efni er að finna á kofid.is . Höfundur er B.S. í verkfræði, forritari og vefstjóri kofid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. nóvember síðastliðinn var fjallað um framtíð faraldursins á Íslandi og leiðina að hjarðónæmi. Þar var því haldið fram að Ísland væri langt frá langþráðu hjarðónæmi gegn kórónaveirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19. Greint var frá því að einungis 13.739 landsmanna eða 3,8% hefðu greinst með veiruna hingað til, en það þyrfti 60-70% ónæmi í samfélaginu til þess að hjarðónæmi yrði náð. Því var haldið fram að bóluefnin sem væru í notkun veittu aðeins um 50% vörn gegn smiti, svo það væri ekki hægt að ná hjarðónæmi með þessum bóluefnum eins og vonast var eftir. Það þarf að leyfa landsmönnum að smitast. Sóttvarnalæknir telur að þetta muni taka 9 ár með stöðugum 70 smitum á dag eins og greinst hafa undanfarið. Eftir 9 ár verða rúmlega 60% þjóðarinnar búin að smitast og vonandi verðum við komin með hjarðónæmi. Við þurfum því að búa í sóttvarnaríki næstu 9 árin. Börn munu alast upp í sóttvarnaríki og munu ekki þekkja neitt annað en sýklafælni og ótta. Ferðamannaiðnaðurinn verður knúinn áfram í brotnum gír og ríkissjóður heldur áfram að skuldsetja sig á kostnað komandi kynslóða. Fólki verður áfram mismunað eftir því hvort það sé búið að þiggja nýjasta örvunarskammtinn eða ekki, en Morgunblaðið hafði það eftir Sóttvarnasviði Landlæknisembættisins þann 28. október að bóluefnapassar hafi fengið 12 mánaða gildistíma frá fullnaðarbólusetningu eða örvunarskammti. Þetta er framtíðin sem sóttvarnalæknir boðar. Sem betur fer eru forsendur sóttvarnalæknis rangar og framtíðin ekki svona myrk. Það er til betri leið. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu Í fréttinni er fjallað um greind smit eins og það séu öll smit. Það er fjarri lagi. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu. Rannsókn ÍE á mótefnum Íslendinga leiddi í ljós að vorið 2020 hafi 50-100% fleiri smitast en hlutu greiningu hér á landi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna telur að þar smitist rúmlega fjórir fyrir hvern einn sem greinist. Þetta er sennilega vegna þess að 80% óbólusettra sem smitast fá væg eða engin einkenni, skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Nú eftir bólusetningu þjóðarinnar hefur okkur verið talin trú um að þessi tala sé 97% eða hærri. Langflestir sem smitast hafa því ekki grænan grun það og eru því ólíklegir til að fara í skimun. Þetta gæti átt hlut í að skýra hvers vegna helmingur þeirra sem greinast eru ekki í sóttkví. Einkennalausir smitberar ráfa um götur bæjarins og þrátt fyrir öfluga smitrakningu veit enginn hver er að smita allt þetta fólk. Þótt það greinist 70 smit á dag er raunverulegur fjöldi smita sennilega mun hærri, og gæti verið margfalt hærri. Ef tvöfalt fleiri smitast en greinast næst hjarðónæmi helmingi hraðar eða á 4 ½ ári. Bóluefnin hafa komið okkur langa leið að hjarðónæmi Ef marka má að bóluefnin veiti 50% vörn gegn smiti erum við komin langleiðina að hjarðónæmi. Þórólfur gleymir bóluefnunum þegar hann reiknar með því að 60-70% landsmanna verði að smitast svo hjarðónæmi verði náð. Nú eru 76% landsmanna fullbólusettir með 50% vörn samkvæmt Þórólfi, svo við erum með 38% ónæmi í samfélaginu, auk nokkurra prósenta vegna þeirra sem eru með náttúrulegt ónæmi. Það vantar því ekki 60-70%, heldur einungis 20-30% til viðbótar. Deilum með 2,5 og við erum komin úr níu árum niður fyrir 2 ár miðað við raunsæ 140 smit á dag. Hjarðónæmi fyrir næsta sumar Sóttvarnalæknir og fleiri sérfræðingar hafa gefið það út að margir muni þurfa að smitast til þess að hjarðónæmi verði náð. Það er því einungis tímaspursmál. Við getum dregið þetta á langinn og reynt að halda smitum í skefjum í tæplega tvö ár, eða við getum leyft fleirum að smitast og látið þetta ganga yfir á nokkrum mánuðum. En hvernig þá? Aðgerðirnar sem nú eru í gildi eru gríðarlega kostnaðarsamar þótt mörg okkar finni lítið fyrir þeim kostnaði (ennþá). Tjón þeirra eykst dag frá degi. Í stað þess að halda áfram hallarekstri ríkissjóðs næstkomandi ár má setja brot af þessu fjármagni í tvö mikilvæg atriði. Síðarnefnda atriðið miðast við að við hættum að eyða fjármagni og mannafla í skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun heilbrigðis fólks sem þarf að fá að smitast. Fólk með einkenni heldur sig þá heima eins og veikt fólk er vant að gera. Allir fara varlega í kringum viðkvæma hópa meðan pestin gengur yfir. Efla heilbrigðiskerfið svo það geti sinnt fleiri sjúklingum. Það þarf að laga spítalann að samfélaginu frekar en samfélagið lagi sig að spítalanum. Það vill enginn veikjast og lenda á spítala, en eins og sóttvarnalæknir hefur sagt þá er það bara tímaspursmál. Það er betra að ljúka því af á styttri tíma. Vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Það þarf að setja mikinn kraft í markvissa vernd í skamma stund meðan veiran gengur yfir. Beita hraðprófum og skimun óspart á þá sem umgangast viðkvæma hópa. Borga framlínustarfsfólki meira fyrir aukið álag í starfi. Tryggja góð loftgæði á elliheimilum og spítölum. Leyfa starfsfólki með undirliggjandi sjúkdóma að vinna heima. Bjóða langveikum börnum upp á fjarnám eða heimakennslu. Bjóða upp á ókeypis heimsendingu af nauðsynjavörum fyrir viðkvæma hópa. Hvetja fólk til að hreyfa sig og taka D-vítamín. Gera einfaldlega allt sem okkur dettur í hug til að vernda viðkvæma í nokkra mánuði. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir er hverfandi lítill í samanburði við 9 ára hallarekstur vegna óbreyttrar stefnu. Nauðsynlegt að byggja upp náttúrulegt hjarðónæmi sem fyrst Rannsóknir að utan sýna að ónæmi gegn COVID-19 dvínar með tímanum. Vörn bóluefnanna gegn smiti og vægum veikindum er sögð dvína hraðar en vörn gegn alvarlegum veikindum, sem dvínar þó. Þetta er vel þekkt vandamál með sum bóluefni og ein ástæða þess að farið var út í örvunarskammta. Það munu ekki allir vilja örvunarskammta á sex til tólf mánaða fresti. Ef ónæmið dvínar hraðar en við byggjum upp náttúrulegt ónæmi í samfélaginu mun ástandið bara versna. Það er því mikilvægt að byggja upp meira hjarðónæmi sem fyrst meðan flestir eru með góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Eflum heilbrigðiskerfið, verndum viðkvæma og leyfum ungu og hraustu fólki að smitast sem fyrst svo það geti öðlast kraftmeira og varanlegra ónæmi. Þannig verður veiran landlæg. Hættum að lifa í ótta við veiruna – náum stjórn á henni í stað þess að láta hana stjórna okkur. Heimildir og meira efni er að finna á kofid.is . Höfundur er B.S. í verkfræði, forritari og vefstjóri kofid.is
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar