Leicester missti af mikilvægum stigum 4. nóvember 2021 22:02 Jamie Vardy misnotaði vítaspyrnu í kvöld. Laurence Griffiths/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Leicester missti af mikilvægum stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 er gengið var til búningsherbergja. Victor Moses kom gestunum frá Moskvu yfir á 51. mínútu, áður en Daniel Amartey jafnaði metin sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Ayoze Perez. Jamie Vardy fékk tækifæri til að tryggja Leicester sigurinn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en hann misnotaði vítaspyrnu sína. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Leicester situr í þriðja sæti riðilsins með fimm stig, einu stigi meira en Spartak Moskvu sem situr í fjórða og neðsta sæti. Evrópudeild UEFA
Enska knattspyrnufélagið Leicester missti af mikilvægum stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 er gengið var til búningsherbergja. Victor Moses kom gestunum frá Moskvu yfir á 51. mínútu, áður en Daniel Amartey jafnaði metin sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Ayoze Perez. Jamie Vardy fékk tækifæri til að tryggja Leicester sigurinn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en hann misnotaði vítaspyrnu sína. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Leicester situr í þriðja sæti riðilsins með fimm stig, einu stigi meira en Spartak Moskvu sem situr í fjórða og neðsta sæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti