Opið bréf til heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis Jón Þór Þorvaldsson skrifar 5. nóvember 2021 11:32 Nú hefur íslenska þjóðin búið við gríðarlegar samkomutakmarkanir og á tíðum þurft að sæta frelsisskerðingum og óþarfa inngripum af hálfu ríkisvaldssins í vel á annað ár. Ástæðan er öllum kunn - það mun vera kórónuveiran. Í upphafi átti þetta ástand að vara stutt og stefnt var að því að „fletja út kúrvuna”. Annað hefur komið á daginn og 18 mánuðum síðar eru hér enn höft og inngrip orðin hluti af daglegu lífi einkennalausra og ósmitaðra. Grímulaus áróður hefur verið rekinn af yfirvöldum gagnvart „landamærunum”. Þar er átt við alla sem ferðast um þau, bæði íslenska ríkisborgara sem og erlenda gesti. Við landamærin eru allir sem þar fara um skimaðir og þannig er öllum borgurum gert að gefa lífssýni, ellegar sæta farbanni og / eða frelsissviptingu í formi stofufangelsis. Réttlætingin fyrir því sem líkja má við ofbeldi er að það sé verið að vernda borgarana og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Slík réttlæting stenst auðvitað enga skoðun. Komið hefur fram í fjölmiðlum að undirliggjandi vandi Landspítalans sé starfsumhverfi og launamál. Slíkan vanda þarf að leysa þar sem lausna er að leita en ekki með frelsisskerðingum og inngripum í líf almennra borgara. Við erum ekki öll í þessu saman, þó að öðru hafi verið haldið fram. Ekki enn sem komið er að minnsta kosti. Um 30% þjóðarinnar hafa goldið dýrum dómi með atvinnumissi og tekjuskerðingum. Fjöldi fyrirtækja er og hefur allan þennan tíma verið í meiri rekstrarvandræðum en þörf var á. Það er ekki fyrr en heildarmyndin mun birtast, stjórnlaus hallarekstur ríkissjóðs, vaxandi verðbólga, hækkandi vöruverð osfrv. að við verðum öll í þeirri súpu saman. Ráðherrar og ríkisstjórnin hafa fallið á prófinu um lögmætisregluna, sem í grunninn er sú að ríkið sé bundið en borgarinn frjáls. Það er hægt að hugsa sér dæmi sem skýra fáránleika þessara ákvarðana. Væri t.a.m. réttlætanlegt að setja hér á útgöngubann til að koma í veg fyrir of mikið álag á lögregluna ? Hvað með að banna akstur til að koma í veg fyrir umferðarslys ? Auðvitað ekki, þetta eru fáránlegar vangaveltur og um þær yrði engin samstaða. Ef heilbrigðiðskerfið getur ekki höndlað 5-50 auka tilfelli af innlögnum er þá svarið frelsisskerðingar hjá heilbrigðu fólki ? Getur verið að ákveðnir aðilar séu bara úr hófi fram stjórnlindir og kannski vanhæfir í starfi þar sem þeim hefur mistekist í vel á annað ár að sjá heildarsamhengi hlutanna. Þegar hinum sömu verður ljóst að þeir eru orðnir margsaga og framsett rök halda ekki vatni þá er línan færð og markmiðin sögð önnur en í fyrstu var og ítrekað að við séum öll í þessu saman ! Möguleg tilfelli af Inflúensu og RS vírus eru nú sögð ástæða þess að ekki sé hægt að aflétta höftum á landamærum. Þetta hefur m.ö.o ekkert með kórónuveiruna að gera. Hvað ætla sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra að gera þegar það kemur hálka og fólk fer að renna til og slasast ? Fjöldi fólks gæti þurft að leita aðhlynningar og þurft á sjúkrahúsvist að halda vegna beinbrota. Það ástand gæti varað í marga mánuði. Hvað ætla þessir aðilar að gera ef 70 manna rúta með erlendum ferðamönnum lendir í alvarlegu umferðarslysi ? Eða ef flugvél hlekkist á í lendingu eða flugtaki. Er svarið að loka landamærum til að verja heilbrigðiskerfið ? Þessar aðgerðir hafa kostað okkur skattborgara hundruð milljarða sem hefði verið betur varið í innviði og betra heilbrigðiskefi. Það væri þó fjárfesting til framtíðar. Nú er kominn tími til að aflétta höftum ekki bara innanlands heldur líka á landamærunum og koma lífinu þannig í réttara horf. Staðreyndin er sú að veikindi af völdum kórónuveirunnar eru sem betur fer sjaldgæf og flestir sem smitast finna ekki fyrir teljandi einkennum eða eftirköstum. Afleiðingar langvarandi aðgerða á venjulegt fólk og fyrirtæki eru hinsvegar víðtækar og verða þegar fram líður gríðarlega kostnaðarsamar. Fólk er orðið langþreytt á ómarkvissum og misvísandi skilboðum um meintar ,, bylgjur” sem eru í raun ekki annað en skimunarfaraldur. Sóttvarnayfirvöld og ráðherra eru með aðgerðum sínum orðin ómarktæk til langframa litið ef ekki verður látið af núverandi viðhorfi sem einkennist af afturhaldi og stjórnlyndi. Það er kominn tími til að horfa á samhengi hlutanna með víðsýni, heildarhagsmuni og vísindalega nálgun að leiðarljósi. Hér með er skorað á ráðherra og sóttvarnayfirvöld að gangast við mistökunum sem felast í of þungum og langvarandi takmörkunum á frelsi. Breyta um stefnu, treysta fólki og leyfa íbúum þessa lands að lifa eðlilegu lífi. Ef ekki er vilji til þess, væri réttast að stíga til hliðar og afhenda öðrum keflið. Höfundur er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú hefur íslenska þjóðin búið við gríðarlegar samkomutakmarkanir og á tíðum þurft að sæta frelsisskerðingum og óþarfa inngripum af hálfu ríkisvaldssins í vel á annað ár. Ástæðan er öllum kunn - það mun vera kórónuveiran. Í upphafi átti þetta ástand að vara stutt og stefnt var að því að „fletja út kúrvuna”. Annað hefur komið á daginn og 18 mánuðum síðar eru hér enn höft og inngrip orðin hluti af daglegu lífi einkennalausra og ósmitaðra. Grímulaus áróður hefur verið rekinn af yfirvöldum gagnvart „landamærunum”. Þar er átt við alla sem ferðast um þau, bæði íslenska ríkisborgara sem og erlenda gesti. Við landamærin eru allir sem þar fara um skimaðir og þannig er öllum borgurum gert að gefa lífssýni, ellegar sæta farbanni og / eða frelsissviptingu í formi stofufangelsis. Réttlætingin fyrir því sem líkja má við ofbeldi er að það sé verið að vernda borgarana og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Slík réttlæting stenst auðvitað enga skoðun. Komið hefur fram í fjölmiðlum að undirliggjandi vandi Landspítalans sé starfsumhverfi og launamál. Slíkan vanda þarf að leysa þar sem lausna er að leita en ekki með frelsisskerðingum og inngripum í líf almennra borgara. Við erum ekki öll í þessu saman, þó að öðru hafi verið haldið fram. Ekki enn sem komið er að minnsta kosti. Um 30% þjóðarinnar hafa goldið dýrum dómi með atvinnumissi og tekjuskerðingum. Fjöldi fyrirtækja er og hefur allan þennan tíma verið í meiri rekstrarvandræðum en þörf var á. Það er ekki fyrr en heildarmyndin mun birtast, stjórnlaus hallarekstur ríkissjóðs, vaxandi verðbólga, hækkandi vöruverð osfrv. að við verðum öll í þeirri súpu saman. Ráðherrar og ríkisstjórnin hafa fallið á prófinu um lögmætisregluna, sem í grunninn er sú að ríkið sé bundið en borgarinn frjáls. Það er hægt að hugsa sér dæmi sem skýra fáránleika þessara ákvarðana. Væri t.a.m. réttlætanlegt að setja hér á útgöngubann til að koma í veg fyrir of mikið álag á lögregluna ? Hvað með að banna akstur til að koma í veg fyrir umferðarslys ? Auðvitað ekki, þetta eru fáránlegar vangaveltur og um þær yrði engin samstaða. Ef heilbrigðiðskerfið getur ekki höndlað 5-50 auka tilfelli af innlögnum er þá svarið frelsisskerðingar hjá heilbrigðu fólki ? Getur verið að ákveðnir aðilar séu bara úr hófi fram stjórnlindir og kannski vanhæfir í starfi þar sem þeim hefur mistekist í vel á annað ár að sjá heildarsamhengi hlutanna. Þegar hinum sömu verður ljóst að þeir eru orðnir margsaga og framsett rök halda ekki vatni þá er línan færð og markmiðin sögð önnur en í fyrstu var og ítrekað að við séum öll í þessu saman ! Möguleg tilfelli af Inflúensu og RS vírus eru nú sögð ástæða þess að ekki sé hægt að aflétta höftum á landamærum. Þetta hefur m.ö.o ekkert með kórónuveiruna að gera. Hvað ætla sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra að gera þegar það kemur hálka og fólk fer að renna til og slasast ? Fjöldi fólks gæti þurft að leita aðhlynningar og þurft á sjúkrahúsvist að halda vegna beinbrota. Það ástand gæti varað í marga mánuði. Hvað ætla þessir aðilar að gera ef 70 manna rúta með erlendum ferðamönnum lendir í alvarlegu umferðarslysi ? Eða ef flugvél hlekkist á í lendingu eða flugtaki. Er svarið að loka landamærum til að verja heilbrigðiskerfið ? Þessar aðgerðir hafa kostað okkur skattborgara hundruð milljarða sem hefði verið betur varið í innviði og betra heilbrigðiskefi. Það væri þó fjárfesting til framtíðar. Nú er kominn tími til að aflétta höftum ekki bara innanlands heldur líka á landamærunum og koma lífinu þannig í réttara horf. Staðreyndin er sú að veikindi af völdum kórónuveirunnar eru sem betur fer sjaldgæf og flestir sem smitast finna ekki fyrir teljandi einkennum eða eftirköstum. Afleiðingar langvarandi aðgerða á venjulegt fólk og fyrirtæki eru hinsvegar víðtækar og verða þegar fram líður gríðarlega kostnaðarsamar. Fólk er orðið langþreytt á ómarkvissum og misvísandi skilboðum um meintar ,, bylgjur” sem eru í raun ekki annað en skimunarfaraldur. Sóttvarnayfirvöld og ráðherra eru með aðgerðum sínum orðin ómarktæk til langframa litið ef ekki verður látið af núverandi viðhorfi sem einkennist af afturhaldi og stjórnlyndi. Það er kominn tími til að horfa á samhengi hlutanna með víðsýni, heildarhagsmuni og vísindalega nálgun að leiðarljósi. Hér með er skorað á ráðherra og sóttvarnayfirvöld að gangast við mistökunum sem felast í of þungum og langvarandi takmörkunum á frelsi. Breyta um stefnu, treysta fólki og leyfa íbúum þessa lands að lifa eðlilegu lífi. Ef ekki er vilji til þess, væri réttast að stíga til hliðar og afhenda öðrum keflið. Höfundur er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun