Vinnan heldur áfram Drífa Snædal skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar