Hægriöfgamaður grunaður um að skipuleggja voðaverk í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 14:49 Frá Falköping í Svíþjóð þar sem maðurinn er grunaður um að hafa lagt á ráðin um einhvers konar voðaverk. Vísir/Getty Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður að hafa ætlað að valda eyðileggingu sem ógnaði almenningi. Maðurinn er talinn hafa tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, hreyfingu norrænna nýnasista sem teygir anga sína meðal annars til Íslands. Maðurinn er 25 ára gamall frá Vestri-Gautalandi. Hann var handtekinn í gær og húsleit gerð á heimili hans. Sænska ríkisútvarpið SVT segir að lögregla hafi lagt hald á fjölgmarga hluti en ekki kemur fram hvaða hlutir það voru. Grunur leikur á um að maðurinn hafi undirbúið verknað sem fellur undir skilgreiningu sænskra hegningarlaga um „almenna eyðileggingu“ í bænum Falköping í meira en ár. Sænska öryggislögreglan Säpo hafi unnið með leyniþjónustunni að rannsókn á ofbeldisfullum hægriöfgamönnum. Lögreglan vildi ekki svara því hvort að hún teldi sig hafa afstýrt einhvers konar árás með því að taka manninn fastan. Þá vildi hún ekki gefa skýr svör um hvort von gæti verið á frekari handtökum eða aðgerðum vegna rannsóknarinnar. Sá grunaði hefur áður hlotið refsidóm fyrir líkamsárás en hann var bundinn skilorði. Þá hafði umsókn hans um skotvopnaleyfi vegna veiða verið hafnað vegna tengsla hans við Norrænu mótstöðuhreyfinguna. Aftonbladet segir að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir líkamsárás þegar hann sló konu á mótmælum öfgasamtakanna í miðborg Gautaborgar í febrúar árið 2017. Konan, sem mótmælti nýnasistunum, er sögð hafa hrækt í andlitið á honum en hann brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Fylgjendur norrænu nýnasistasamtakanna hafa maðurinn er sagður tengjast hafa haft sig frammi á Íslandi á undanförnum árum, þar á meðal dreift áróðri í Háskóla Íslands. Svíþjóð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Maðurinn er 25 ára gamall frá Vestri-Gautalandi. Hann var handtekinn í gær og húsleit gerð á heimili hans. Sænska ríkisútvarpið SVT segir að lögregla hafi lagt hald á fjölgmarga hluti en ekki kemur fram hvaða hlutir það voru. Grunur leikur á um að maðurinn hafi undirbúið verknað sem fellur undir skilgreiningu sænskra hegningarlaga um „almenna eyðileggingu“ í bænum Falköping í meira en ár. Sænska öryggislögreglan Säpo hafi unnið með leyniþjónustunni að rannsókn á ofbeldisfullum hægriöfgamönnum. Lögreglan vildi ekki svara því hvort að hún teldi sig hafa afstýrt einhvers konar árás með því að taka manninn fastan. Þá vildi hún ekki gefa skýr svör um hvort von gæti verið á frekari handtökum eða aðgerðum vegna rannsóknarinnar. Sá grunaði hefur áður hlotið refsidóm fyrir líkamsárás en hann var bundinn skilorði. Þá hafði umsókn hans um skotvopnaleyfi vegna veiða verið hafnað vegna tengsla hans við Norrænu mótstöðuhreyfinguna. Aftonbladet segir að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir líkamsárás þegar hann sló konu á mótmælum öfgasamtakanna í miðborg Gautaborgar í febrúar árið 2017. Konan, sem mótmælti nýnasistunum, er sögð hafa hrækt í andlitið á honum en hann brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Fylgjendur norrænu nýnasistasamtakanna hafa maðurinn er sagður tengjast hafa haft sig frammi á Íslandi á undanförnum árum, þar á meðal dreift áróðri í Háskóla Íslands.
Svíþjóð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira