Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 15:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fyrsta upplýsingafundi sem haldinn hefur verið í um þrjá mánuði. Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira