Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 07:30 Travis Scott spilaði á hátíðinni í gærkvöldi. AP/AMY HARRIS Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir. „Mannmergðin fór að þrýsta sér í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston. Uppselt er á hátíðina og var mannmergðin rosaleg í gær.Getty/Omar Vega Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið. Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter. As we were arriving to the Astroworld Festival at NRG Park right at 2:00, a stampede burst through the gates. Hundreds of people destroyed the VIP security entrance, bypassing the checkpoint. People were trampled. Some were detained. (Excuse any language you may hear) pic.twitter.com/d0m2rjqAAk— Mycah Hatfield (@MycahABC13) November 5, 2021 Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum. Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire. Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir. „Mannmergðin fór að þrýsta sér í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston. Uppselt er á hátíðina og var mannmergðin rosaleg í gær.Getty/Omar Vega Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið. Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter. As we were arriving to the Astroworld Festival at NRG Park right at 2:00, a stampede burst through the gates. Hundreds of people destroyed the VIP security entrance, bypassing the checkpoint. People were trampled. Some were detained. (Excuse any language you may hear) pic.twitter.com/d0m2rjqAAk— Mycah Hatfield (@MycahABC13) November 5, 2021 Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum. Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire.
Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira