Á jólabasarnum verður hægt að kaupa kökur, jólakort og íslenskt handverk. Má þar nefna fallega handgerða muni og handprjónaðar vörur. Hnallþórurnar eru með þeim flottari sem seldar eru hér á landi og málstaðurinn mikilvægur. Safnað er fyrir Barnaspítala Hringsins.
Jólakort Hringsins árið 2021 hannaði þjóðargersemin Brian Pilkington en kortið sýnir jólasveinana þrettán að annast lítil börn og auðvitað fær jólakötturinn að vera með. Sala jólakortanna hefst á Jólabasarnum í dag. Allur ágóði rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins

Grímuskylda verður viðhöfð og sprittbrúsar verða á staðnum. Gestir eru hvattir til að huga vel að persónulegum sóttvörnum.