„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Vésteinn Örn Pétursson og Frosti Logason skrifa 7. nóvember 2021 19:58 Svavar Pétur Eysteinsson listamaður hefur komið víða við og á sér meðal annars hliðarsjálfið Prins Póló, sem ætti að vera flestum landsmönnum kunnur. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. Svavar greindist með ólæknandi krabbamein fyrir nokkru síðan en hann kaus að tjá sig ekkert um það opinberlega þar til nýverið þegar hann fann sjálfur að hann hefði loksins frá einhverju að segja. Ísland í dag settist niður með Svavari í vikunni til að ræða við hann um mörg af hans frægustu verkum til þessa og auðvitað stóra verkefnið, krabbameinið sem hann kýs að láta ekki stjórna lífi sínu og tekst á við af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. „Ég var þarna, 2018 í lok árs. Þá finn ég fyrir einhverjum óþægindum við kyngingu og fer og læt athuga mig hjá heimilislækni og fer svo í speglun. Það kemur í ljós mein í vélindanu, fjórða stigs mein sem var eitthvað farið að dreifa sér. Þá er mér í raun strax kippt inn í þessa hefðbundnu heilbrigðisrútínu, lyfjameðferð og geislameðferðir og svona. Síðan þá hef ég bara verið í því með hléum, þessum ýmsu meðferðum,“ segir Svavar Pétur. Hvað þýðir það, fjórða stigs mein? „Fjórða stigs mein er í rauninni lokastig af krabbameini. Eins og sumir hafa sagt, það er ekki til neitt fimmta stig. Það er lokastigið,“ segir Svavar sem segist hafa farið í gegnum allskyns tilfinningar eftir að þessi nýi veruleiki bankaði upp á. Rannsóknir á Svavari leiddu í ljós að meinvörp hafi hreiðrað um sig bæði í lungum og lifur og því miður hafi þau ekki reynst skurðtæk þannig að lyfja og geislameðferðir voru eini kosturinn í meðferð Svavars. Meinin hafa síðan þá minnkað og stækkað til skiptis en Svavar segist sem minnst vilja leiða hugann að því að hann sé eitthvað meira dauðvona heldur en hver annar. „Já, við erum það náttúrulega öll. Við erum öll á grafarbakkanum. Mismunandi langt frá honum en við vitum svo sem ekkert nákvæmlega hvað við erum langt frá honum hverju sinni. Þú gætir verið nær honum en ég og í rauninni þýðir ekkert að fást við svona sjúkdóm eða hversdagsleikann öðruvísi en bara, þú ert einhverstaðar nær grafarbakkanum og það verður bara að koma í ljós hvenær þú ert kominn þangað.“ Tónlist, plaggöt, peysur og kápur Svavar hefur meðfram tónlistinni brallað ótrúlegt margt í gegnum tíðina og verið í ýmiskonar rekstri. Hann lærði grafíska hönnun í Listaháskólanum og hefur hann sem slíkur hannað mikið af bókakápum og plötuumslögum. Á undanförnum árum hefur Svavar einnig getið sér gott orð fyrir plaggöt sem hann framleiðir með textabrotum úr lögum Prinsins en ein nýjasta afurð Svavars er sérstök Prins Póló peysa sem framleidd er úr íslenskri lambsull og er seld á vefversluninni havarí.is ásamt ýmsum öðrum Prins Póló varningi. Þá vakti það einnig athygli þegar Svavar og eiginkona hans Berglind Hasler, fluttust búferlum austur á land og gerðu þar upp sveitabýlið Karlsstaði í Berufirði. Þar fór fjölskyldan á fullt í ferðaþjónustu ásamt ýmiskonar matvælaframleiðslu en tónlistin fékk á sama tíma alltaf að blómstra hjá Svavari sem segja má að hafi búið til hliðarsjálfið, Prins póló á þessum árum fyrir austan. „Þetta verður þannig til að þarna er ég, eins og ég segi, búinn að vera að spila og semja nýbylgju indí-rokk og mikið skrifað á ensku. Þarna er ég kominn austur á firði og það bara heltekur mig einhver löngun til að gera bara ekta íslenska poppmúsík. Og áhrifin kannski bara sótt þangað, músíkin sem þú heyrðir í útvarpinu þegar þú varst krakki. Bara Mannakorn og eitthvað svona. Ég bara hefst handa við að prófa þetta og úr verður bara á mjög skömmum tíma þessi Prins.“ Tekst á við hversdagsleikann með poppinu Svavar segir löngunina til að eiga við hversdagsleikann hafa brotist fram í popptónlistinni. Lög sem fjalli einfaldlega um hversdagsleikann, og vísar til lagsins Á rauðu ljósi með Mannakorni. „Þetta er í rauninni kannski bara sótt í þennan brunn.“ Sem fyrr segir hefur Prins Póló í gegnum tíðina sent frá sér lög sem hafa orðið ótrúlega vinsæl hjá íslensku þjóðinni og mátti ég til með að spyrja Svavar út í nokkur af þeim vinsælustu, eins og til dæmis Tipp Topp sem að einhverju leiti fjallar um mikilvægi þess að vera hress og góður í bólinu, í tipp topp standi í tólinu. „Þarna náttúrulega er augljóslega manneskja, í þessu tiltekna lagi, að díla við spurninguna um að standa sig, vera í tipp topp standi og vera hress. Það er alltaf þessi krafa um að vera hress: „Ertu ekki hress?“ og að vera í tipp topp standi í tólinu og standa sig vel í bólinu. Þarna er verið að tala um þessar kröfur sem eru settar á manneskjuna.“ Svavar Pétur segir tilvistarkrísur á borð við þá sem fjallað er um í Tipp Topp oft hafa dúkkað upp í textum Prins Póló. „Augljóslega á hann í einhverskonar krísuástandi, eins og við flest held ég.“ París Norðursins er síðan annað lag sem vert er að nefna en það má segja að það hafi verið vinsælasta lag ársins þegar það kom út með samnefndri kvikmynd árið 2014. Svavar segir að viðbrögðin við því lagi hafi komið honum gríðarlega á óvart enda hafið það fyrst og fremst verið samið fyrir leikstjóra kvikmyndarinnar París Norðursins og þá aðalega til að skapa stemmningu á setti við tökur kvikmyndarinnar. „Ég held að það sé líka ágætt fyrir listamann að reyna ekki að búa til smelli. Ég hef alveg reynt að búa til smelli og þeir verða ekki að smellum. Þetta lag átti ekki að verða neitt annað en bara eitthvað til að hrista liðið saman,“ segir Svavar. Síðan er það lagið Læda Slæda sem Svavar segir að hafa verið frasi sem hafi komið frá vini sínum þegar Svavar var sjálfur að láta allskyns hluti fara í taugarnar á sér en vinur hans var þá duglegur að minna hann á æðruleysið sem svo gott er að temja sér í hinum ýmsu áskorunum hversdagsins. „Þannig varð lagið til, sem svona mantra um það að það væri mikilvægt í amstri hversdagsins að reyna að láta hlutina slæda. Sama hvort það er náunginn sem er að stela af þér bílastæðinu eða tekur stæðið þitt í röðinni í Hagkaup eða kláraði klósettpappírinn. Þú verður bara að teygja þig eftir annarri rúlli,“ segir Svavar. Þá hefur eitt af lögum Svavars nýverið hlotið endurnýjun lífdaga en á hörmungaárinu mikla 2020 þegar á okkur dundu veðurfarshamfarir og kórónaveira fóru margir að tengja sterkt við frasann Líf ertu að grínast úr samnefndu lagi „Það er líka bara svo gaman að ég sem listamaðurinn set bara fram þennan frasa. Jú, þetta er texti um einstakling sem er að ganga í gegnum einhverja krísu, eins og flest lög Prinsins eru. Það er einhver krísa í gangi, það er eitthvað áfall og það gerist eitthvað glatað og eitthvað yfirdrifið hversdagslegt. Svo er bara svo skemmtilegt að þegar það kemur út getur hver sem er sett sinn stimpil á það. Svo lendir þú í einhverju allt öðru rugli, en frasinn á enn þá við. Hann lifir bara í gegnum alls konar vitleysu.“ Og það má með sanni segja að frasinn, Líf ertu að grínast, hafi bankað all hressilega upp á hjá Svavari sjálfum þegar hann fékk tíðindin um ólæknanlega krabbameinið sem hann glímir nú við en Svavar segir að það hafi tekið hann alveg heilt ár að melta þann veruleika. Hann hafi í raun bara dregið sig inn í skel og starað á vegginn heima hjá sér í langan tíma þangað til að hann áttaði sig á því að lífið héldi nú samt áfram og hann þyrfti bara að gera það sem hann væri vanur að gera, að skapa tónlist og myndlist, ef hann ætlaði sér ekki að tapa líka geðheilsunni í þessu ferli. „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga. Þetta er auðvitað hluti af þér, en þetta yfirtekur ekki lífið. Það er mjög oft sem þetta tekur bara ekkert pláss í okkar lífi sem fjölskyldu. Svo inn á milli tekur þetta stærra pláss. Þá eru einhverjir ákveðnir hlutir sem þarf að ræða og fara yfir. Svo er maður kannski mishress líka. En yfir það heila þá malla dagarnir bara áfram eins og hjá flestum,“ segir Svavar. Hann segist ekki vera í því að mála upp hina svörtustu mögulegu mynd. „Því að þegar að henni kemur þá bara kemur að henni. Þangað til er bara þessi mynd í gangi og við erum að horfa á hana.“ Búinn með listann Svavar segir það hafa hvarflað að sér að gera eins konar lista yfir það sem hann vildi gera áður en yfir lyki. „En ég áttaði mig á því að ég er löngu búinn með hann. Þannig að ég er alveg tilbúinn að fara. Því það má kannski segja að ég sé kannski frekar ójarðbundinn draumóramaður og hef haft gaman af því að henda alls konar vitleysu í framkvæmd í gegnum tíðina. Ég áttaði mig á því að ég er búinn að gera það sem ég ætlaði mér að gera. Þannig að núna er ég bara að slappa af og gera það sem mér finnst skemmtilegt […] Ég vinn við það sem ég hef áhuga á og mér finnst gaman að fást við það. Mér finnst gaman að hanga með fjölskyldunni og góðu fólki.“ „Það er bara það sem lífið er.“ Aðspurður hvort hann hafi leitt hugann að því hvernig fólk muni minnast sín og hvort hann hugsi stundum um það að tónlist Prinsins muni lifa áfram um ókomna tíð eftir að hann sjálfur verður farinn segir Svavar þetta: „Ég efast ekki um það, vegna þess að þetta eru svona hversdagsleg anthem. Ég vona bara að fólk haldi áfram að láta þessi lög hjálpa sér í gegnum amstur hversdagsins. Auðvitað hugsar maður um það sem maður skilur eftir sig en það sem þú ert búinn að gera er það sem þú ert búinn að gera. Það verður ekki aftur tekið. Ég held að ég sé kannski algjörlega heltekinn af því að vera í augnablikinu, þannig að mér er í rauninni alveg sama hvað gerðist og hvað mun gerast, þannig séð. Því í stóra samhenginu þá má maður sín mjög lítils sem mannvera, ef þú bara horfir í kringum þig, hvað er búið að gerast áður en þú komst. Þannig að hvað ég skil eftir mig skiptir óskaplega litlu máli í stóra samhenginu,“ segir Svavar. Tónlist Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Svavar greindist með ólæknandi krabbamein fyrir nokkru síðan en hann kaus að tjá sig ekkert um það opinberlega þar til nýverið þegar hann fann sjálfur að hann hefði loksins frá einhverju að segja. Ísland í dag settist niður með Svavari í vikunni til að ræða við hann um mörg af hans frægustu verkum til þessa og auðvitað stóra verkefnið, krabbameinið sem hann kýs að láta ekki stjórna lífi sínu og tekst á við af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. „Ég var þarna, 2018 í lok árs. Þá finn ég fyrir einhverjum óþægindum við kyngingu og fer og læt athuga mig hjá heimilislækni og fer svo í speglun. Það kemur í ljós mein í vélindanu, fjórða stigs mein sem var eitthvað farið að dreifa sér. Þá er mér í raun strax kippt inn í þessa hefðbundnu heilbrigðisrútínu, lyfjameðferð og geislameðferðir og svona. Síðan þá hef ég bara verið í því með hléum, þessum ýmsu meðferðum,“ segir Svavar Pétur. Hvað þýðir það, fjórða stigs mein? „Fjórða stigs mein er í rauninni lokastig af krabbameini. Eins og sumir hafa sagt, það er ekki til neitt fimmta stig. Það er lokastigið,“ segir Svavar sem segist hafa farið í gegnum allskyns tilfinningar eftir að þessi nýi veruleiki bankaði upp á. Rannsóknir á Svavari leiddu í ljós að meinvörp hafi hreiðrað um sig bæði í lungum og lifur og því miður hafi þau ekki reynst skurðtæk þannig að lyfja og geislameðferðir voru eini kosturinn í meðferð Svavars. Meinin hafa síðan þá minnkað og stækkað til skiptis en Svavar segist sem minnst vilja leiða hugann að því að hann sé eitthvað meira dauðvona heldur en hver annar. „Já, við erum það náttúrulega öll. Við erum öll á grafarbakkanum. Mismunandi langt frá honum en við vitum svo sem ekkert nákvæmlega hvað við erum langt frá honum hverju sinni. Þú gætir verið nær honum en ég og í rauninni þýðir ekkert að fást við svona sjúkdóm eða hversdagsleikann öðruvísi en bara, þú ert einhverstaðar nær grafarbakkanum og það verður bara að koma í ljós hvenær þú ert kominn þangað.“ Tónlist, plaggöt, peysur og kápur Svavar hefur meðfram tónlistinni brallað ótrúlegt margt í gegnum tíðina og verið í ýmiskonar rekstri. Hann lærði grafíska hönnun í Listaháskólanum og hefur hann sem slíkur hannað mikið af bókakápum og plötuumslögum. Á undanförnum árum hefur Svavar einnig getið sér gott orð fyrir plaggöt sem hann framleiðir með textabrotum úr lögum Prinsins en ein nýjasta afurð Svavars er sérstök Prins Póló peysa sem framleidd er úr íslenskri lambsull og er seld á vefversluninni havarí.is ásamt ýmsum öðrum Prins Póló varningi. Þá vakti það einnig athygli þegar Svavar og eiginkona hans Berglind Hasler, fluttust búferlum austur á land og gerðu þar upp sveitabýlið Karlsstaði í Berufirði. Þar fór fjölskyldan á fullt í ferðaþjónustu ásamt ýmiskonar matvælaframleiðslu en tónlistin fékk á sama tíma alltaf að blómstra hjá Svavari sem segja má að hafi búið til hliðarsjálfið, Prins póló á þessum árum fyrir austan. „Þetta verður þannig til að þarna er ég, eins og ég segi, búinn að vera að spila og semja nýbylgju indí-rokk og mikið skrifað á ensku. Þarna er ég kominn austur á firði og það bara heltekur mig einhver löngun til að gera bara ekta íslenska poppmúsík. Og áhrifin kannski bara sótt þangað, músíkin sem þú heyrðir í útvarpinu þegar þú varst krakki. Bara Mannakorn og eitthvað svona. Ég bara hefst handa við að prófa þetta og úr verður bara á mjög skömmum tíma þessi Prins.“ Tekst á við hversdagsleikann með poppinu Svavar segir löngunina til að eiga við hversdagsleikann hafa brotist fram í popptónlistinni. Lög sem fjalli einfaldlega um hversdagsleikann, og vísar til lagsins Á rauðu ljósi með Mannakorni. „Þetta er í rauninni kannski bara sótt í þennan brunn.“ Sem fyrr segir hefur Prins Póló í gegnum tíðina sent frá sér lög sem hafa orðið ótrúlega vinsæl hjá íslensku þjóðinni og mátti ég til með að spyrja Svavar út í nokkur af þeim vinsælustu, eins og til dæmis Tipp Topp sem að einhverju leiti fjallar um mikilvægi þess að vera hress og góður í bólinu, í tipp topp standi í tólinu. „Þarna náttúrulega er augljóslega manneskja, í þessu tiltekna lagi, að díla við spurninguna um að standa sig, vera í tipp topp standi og vera hress. Það er alltaf þessi krafa um að vera hress: „Ertu ekki hress?“ og að vera í tipp topp standi í tólinu og standa sig vel í bólinu. Þarna er verið að tala um þessar kröfur sem eru settar á manneskjuna.“ Svavar Pétur segir tilvistarkrísur á borð við þá sem fjallað er um í Tipp Topp oft hafa dúkkað upp í textum Prins Póló. „Augljóslega á hann í einhverskonar krísuástandi, eins og við flest held ég.“ París Norðursins er síðan annað lag sem vert er að nefna en það má segja að það hafi verið vinsælasta lag ársins þegar það kom út með samnefndri kvikmynd árið 2014. Svavar segir að viðbrögðin við því lagi hafi komið honum gríðarlega á óvart enda hafið það fyrst og fremst verið samið fyrir leikstjóra kvikmyndarinnar París Norðursins og þá aðalega til að skapa stemmningu á setti við tökur kvikmyndarinnar. „Ég held að það sé líka ágætt fyrir listamann að reyna ekki að búa til smelli. Ég hef alveg reynt að búa til smelli og þeir verða ekki að smellum. Þetta lag átti ekki að verða neitt annað en bara eitthvað til að hrista liðið saman,“ segir Svavar. Síðan er það lagið Læda Slæda sem Svavar segir að hafa verið frasi sem hafi komið frá vini sínum þegar Svavar var sjálfur að láta allskyns hluti fara í taugarnar á sér en vinur hans var þá duglegur að minna hann á æðruleysið sem svo gott er að temja sér í hinum ýmsu áskorunum hversdagsins. „Þannig varð lagið til, sem svona mantra um það að það væri mikilvægt í amstri hversdagsins að reyna að láta hlutina slæda. Sama hvort það er náunginn sem er að stela af þér bílastæðinu eða tekur stæðið þitt í röðinni í Hagkaup eða kláraði klósettpappírinn. Þú verður bara að teygja þig eftir annarri rúlli,“ segir Svavar. Þá hefur eitt af lögum Svavars nýverið hlotið endurnýjun lífdaga en á hörmungaárinu mikla 2020 þegar á okkur dundu veðurfarshamfarir og kórónaveira fóru margir að tengja sterkt við frasann Líf ertu að grínast úr samnefndu lagi „Það er líka bara svo gaman að ég sem listamaðurinn set bara fram þennan frasa. Jú, þetta er texti um einstakling sem er að ganga í gegnum einhverja krísu, eins og flest lög Prinsins eru. Það er einhver krísa í gangi, það er eitthvað áfall og það gerist eitthvað glatað og eitthvað yfirdrifið hversdagslegt. Svo er bara svo skemmtilegt að þegar það kemur út getur hver sem er sett sinn stimpil á það. Svo lendir þú í einhverju allt öðru rugli, en frasinn á enn þá við. Hann lifir bara í gegnum alls konar vitleysu.“ Og það má með sanni segja að frasinn, Líf ertu að grínast, hafi bankað all hressilega upp á hjá Svavari sjálfum þegar hann fékk tíðindin um ólæknanlega krabbameinið sem hann glímir nú við en Svavar segir að það hafi tekið hann alveg heilt ár að melta þann veruleika. Hann hafi í raun bara dregið sig inn í skel og starað á vegginn heima hjá sér í langan tíma þangað til að hann áttaði sig á því að lífið héldi nú samt áfram og hann þyrfti bara að gera það sem hann væri vanur að gera, að skapa tónlist og myndlist, ef hann ætlaði sér ekki að tapa líka geðheilsunni í þessu ferli. „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga. Þetta er auðvitað hluti af þér, en þetta yfirtekur ekki lífið. Það er mjög oft sem þetta tekur bara ekkert pláss í okkar lífi sem fjölskyldu. Svo inn á milli tekur þetta stærra pláss. Þá eru einhverjir ákveðnir hlutir sem þarf að ræða og fara yfir. Svo er maður kannski mishress líka. En yfir það heila þá malla dagarnir bara áfram eins og hjá flestum,“ segir Svavar. Hann segist ekki vera í því að mála upp hina svörtustu mögulegu mynd. „Því að þegar að henni kemur þá bara kemur að henni. Þangað til er bara þessi mynd í gangi og við erum að horfa á hana.“ Búinn með listann Svavar segir það hafa hvarflað að sér að gera eins konar lista yfir það sem hann vildi gera áður en yfir lyki. „En ég áttaði mig á því að ég er löngu búinn með hann. Þannig að ég er alveg tilbúinn að fara. Því það má kannski segja að ég sé kannski frekar ójarðbundinn draumóramaður og hef haft gaman af því að henda alls konar vitleysu í framkvæmd í gegnum tíðina. Ég áttaði mig á því að ég er búinn að gera það sem ég ætlaði mér að gera. Þannig að núna er ég bara að slappa af og gera það sem mér finnst skemmtilegt […] Ég vinn við það sem ég hef áhuga á og mér finnst gaman að fást við það. Mér finnst gaman að hanga með fjölskyldunni og góðu fólki.“ „Það er bara það sem lífið er.“ Aðspurður hvort hann hafi leitt hugann að því hvernig fólk muni minnast sín og hvort hann hugsi stundum um það að tónlist Prinsins muni lifa áfram um ókomna tíð eftir að hann sjálfur verður farinn segir Svavar þetta: „Ég efast ekki um það, vegna þess að þetta eru svona hversdagsleg anthem. Ég vona bara að fólk haldi áfram að láta þessi lög hjálpa sér í gegnum amstur hversdagsins. Auðvitað hugsar maður um það sem maður skilur eftir sig en það sem þú ert búinn að gera er það sem þú ert búinn að gera. Það verður ekki aftur tekið. Ég held að ég sé kannski algjörlega heltekinn af því að vera í augnablikinu, þannig að mér er í rauninni alveg sama hvað gerðist og hvað mun gerast, þannig séð. Því í stóra samhenginu þá má maður sín mjög lítils sem mannvera, ef þú bara horfir í kringum þig, hvað er búið að gerast áður en þú komst. Þannig að hvað ég skil eftir mig skiptir óskaplega litlu máli í stóra samhenginu,“ segir Svavar.
Tónlist Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira