Allir leikir í efstu deildum í beinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2021 12:17 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, og Orri Hlöðversson, formaður ÍTF, undirrita hér samninginn. Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, og Sýn hafa skrifað undir tímamótasamning sem gildir til næstu fimm ára. Næsta sumar munu allir 252 leikirnir í efstu deildum karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í gegnum miðla Sýnar. Einnig er í fyrsta skipti greitt sérstaklega fyrir útsendingarrétt frá efstu deild kvenna. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍTF og Sýnar: TÍMAMÓTASAMNINGUR UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla og kvenna, og fjölmiðlafyrirtækið SÝN hafa gert með sér samning um upptökur, útsendingar og almenna umfjöllun varðandi eftstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu fimm (5) árin, frá 2022 til ársins 2026. Samningurinn markar tímamót í nánu samstarfi aðilanna sem hefur staðið óslitið frá árinu 1997. Í kjölfarið á nýju mótafyrirkomulagi efstu deildar karla (fjölgun leikja úr 132 í 162 með úrslitakeppni sex efstu og sex neðstu liða deildarinnar) og lengingu keppnistímabilsins (frá apríl til október ár hvert) hefur ÍTF sett af stað fjölmörg verkefni sem eiga að auka áhuga á og ýta undir umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Nægir að nefna nýgerðan samning við stærstu íþróttastreymisveitur heims um útsendingar utan Íslands og í farvatninu eru ýmis önnur verkefni sem munu gjörbreyta ásýnd boltans. Ta.m. stendur til að breyta nafni og merki efstu deildar og gefa í varðandi allt markaðsstarf. Þá verður samstarfsaðilum gert hátt undir höfði með samræmdu útliti og þannig í öllu færa boltann nær því sem þekkist í nágrannalöndunum. SÝN og allir miðlar samasteypunnar taka höndum saman um að lyfta íslenskri knattspyrnu á þann sess sem hún verðskuldar. Í fyrsta skipti er greitt sérstaklega fyrir útsendingarétt frá efstu deild kvenna, allir 252 leikir karla og kvenna verða gerðir aðgengilegir í beinum útsendingum miðla SÝNAR. Þá verður það tryggt að íslenskir áskrifendur SÝNAR geta horft á leiki hvar sem þeir eru staddir í heiminum. „Við erum afskaplega ánægð með þann óbilandi áhuga og metnað sem SÝN hefur varðandi íslenskan fótbolta og þessi samningur færir okkur nær þeim stalli sem við teljum okkur eiga að vera á. Hér er sameiginlegt átak framundan og fjölmörg spennandi tækifæri til að taka enn fleiri risaskref fram á við,” sagði Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. við undirritunina. „Við erum stolt af samstarfinu. Við gerum okkar besta til að svala þorsta áhugamanna um íslenskar íþróttir. Þær eru langskemmtilegastar,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Næsta sumar munu allir 252 leikirnir í efstu deildum karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í gegnum miðla Sýnar. Einnig er í fyrsta skipti greitt sérstaklega fyrir útsendingarrétt frá efstu deild kvenna. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍTF og Sýnar: TÍMAMÓTASAMNINGUR UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla og kvenna, og fjölmiðlafyrirtækið SÝN hafa gert með sér samning um upptökur, útsendingar og almenna umfjöllun varðandi eftstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu fimm (5) árin, frá 2022 til ársins 2026. Samningurinn markar tímamót í nánu samstarfi aðilanna sem hefur staðið óslitið frá árinu 1997. Í kjölfarið á nýju mótafyrirkomulagi efstu deildar karla (fjölgun leikja úr 132 í 162 með úrslitakeppni sex efstu og sex neðstu liða deildarinnar) og lengingu keppnistímabilsins (frá apríl til október ár hvert) hefur ÍTF sett af stað fjölmörg verkefni sem eiga að auka áhuga á og ýta undir umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Nægir að nefna nýgerðan samning við stærstu íþróttastreymisveitur heims um útsendingar utan Íslands og í farvatninu eru ýmis önnur verkefni sem munu gjörbreyta ásýnd boltans. Ta.m. stendur til að breyta nafni og merki efstu deildar og gefa í varðandi allt markaðsstarf. Þá verður samstarfsaðilum gert hátt undir höfði með samræmdu útliti og þannig í öllu færa boltann nær því sem þekkist í nágrannalöndunum. SÝN og allir miðlar samasteypunnar taka höndum saman um að lyfta íslenskri knattspyrnu á þann sess sem hún verðskuldar. Í fyrsta skipti er greitt sérstaklega fyrir útsendingarétt frá efstu deild kvenna, allir 252 leikir karla og kvenna verða gerðir aðgengilegir í beinum útsendingum miðla SÝNAR. Þá verður það tryggt að íslenskir áskrifendur SÝNAR geta horft á leiki hvar sem þeir eru staddir í heiminum. „Við erum afskaplega ánægð með þann óbilandi áhuga og metnað sem SÝN hefur varðandi íslenskan fótbolta og þessi samningur færir okkur nær þeim stalli sem við teljum okkur eiga að vera á. Hér er sameiginlegt átak framundan og fjölmörg spennandi tækifæri til að taka enn fleiri risaskref fram á við,” sagði Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. við undirritunina. „Við erum stolt af samstarfinu. Við gerum okkar besta til að svala þorsta áhugamanna um íslenskar íþróttir. Þær eru langskemmtilegastar,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira