„Geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 09:01 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir með dóttur sína, Sylvíu Líf, sem er að sjálfsögðu í sparifötunum. vísir/vilhelm Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór fyrir HK þegar liðið vann góðan sigur á Stjörnunni, 34-28, í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Hún eignaðist barn í júní en var fljót að koma til baka og hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og síðustu leikjum. Valgerður skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í sigrinum á Stjörnunni í Kórnum og gaf þrjár stoðsendingar. HK hefur náð í fimm stig í síðustu þremur leikjum og er í 5. sæti Olís-deildarinnar. „Þetta byrjaði að malla eftir 10-15 mínútur og endaði nokkuð örugglega þótt þær hafi minnkað muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og sigldum þessu heim,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi í gær. „Vörnin og markvarslan voru lykilþátturinn í þessum leik eins og í flestum okkar leikjum. Vörnin hefur verið okkar sterka vopn á tímabilinu og núna höfum við náð að tengja sóknina við. Magga [Margrét Ýr Björnsdóttir] var svo frábær í markinu og vörnin var mjög góð.“ Unnu vel úr aðstæðum HK skoraði 34 mörk í leiknum og var með rétt tæplega sjötíu prósent skotnýtingu. Góður sóknarleikur HK-inga er eftirtektarverður í ljósi þess að hornamennirnir Sigríður Hauksdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir voru fjarverandi og HK er ekki með örvhenta skyttu innan sinna raða. „Við þurftum að vinna út frá því að missa Tinnu í vikunni og Siggu í upphafi tímabils. Þetta var nokkuð sterkt án þeirra tveggja. Það kemur maður í manns stað inn í þær stöður,“ sagði Valgerður. Valgerður er næstmarkahæsti leikmaður HK á tímabilinu með 26 mörk.vísir/vilhelm Sem fyrr sagði átti hún stórleik og fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. „Það er aldrei leiðinlegt að eiga svona toppleiki í Kórnum,“ sagði Valgerður sem lék einnig stórvel í jafnteflinu gegn Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs í síðustu umferð, 26-26. Þar skoraði hún sjö mörk úr tíu skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Í síðustu tveimur leikjum hefur Valgerður því skorað samtals sautján mörk í 21 skoti og gefið sjö stoðsendingar. „Það er geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang. Þetta er allt að koma,“ sagði Valgerður. Á undan áætlun Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní og var mætt aftur á völlinn þegar tímabilið hófst í september. Valgerður segist ekki hafa búist við að koma jafn fljótt til baka og raunin var. Foreldrar Sylvíu Lífar eru bæði handboltafólk.vísir/vilhelm „Í hreinskilni sagt ekki. Ég ákvað í samráði við Harra [Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara HK] að ég fengi minn tíma. Maður veit aldrei hvernig maður kemur til baka eftir meðgöngu og fæðingu. Við stefndum á að ég kæmi til baka eftir landsleikjahléið í byrjun október. Það var markmiðið. Þetta er allt að smella og þol og styrkur að aukast,“ sagði Valgerður sem spilaði óvenju mikla vörn í leiknum gegn Stjörnunni. Bað þjálfarann að kanna lífsmarkið „Ég hef aðallega spilað sóknina en þegar við misstum Tinnu þurftum við að leysa vörnina einhvern veginn. Fyrir leik sagði ég við að Harra að hnippa í mig inn á milli til að athuga hvort ég væri enn með lífsmarki fyrst ég átti líka að spila vörn. En það gekk ljómandi vel og svo fær maður alltaf aukakraft í svona hörkuleik.“ HK-ingar ætla að vera meðal sex efstu liða Olís-deildarinnar.vísir/bára HK endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og þurfti að fara í umspil um að halda sér í deildinni. HK-ingar stefna ofar í vetur og ætla sér í úrslitakeppnina. „Markmiðið er að komast í sex liða úrslitakeppnina og það er stefnan. Við erum á góðu róli og að fá stig úr leikjum sem við bjuggumst kannski við, eins og gegn KA/Þór. Það gefur alltaf aukakraft,“ sagði Valgerður. Deildin sterkari HK átti mjög gott tímabil 2019-20 og var í 4. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á síðasta tímabili gekk ekki jafn vel þótt lið HK hafi ekki verið verr mannað en tímabilið á undan. Valgerður og stöllur hennar í HK mæta botnliði Aftureldingar í næstu umferð Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm „Það komu fullt af leikmönnum heim úr atvinnumennsku og deildin styrkist mikið við það og svo féllu hlutirnir ekki með okkur eins og tímabilið á undan,“ sagði Valgerður. Ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka Hún er uppalin HK-ingur og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hún tók sér þó tveggja ára hlé frá handbolta þegar hún stundaði meistaranám í verkfræði í Danmörku. Valgerður bjó þá í Malmö ásamt sambýlismanni sínum Leó Snæ Péturssyni sem spilaði með handboltaliði borgarinnar. „Ég lék mér með einhverju þriðju deildarliði seinna árið mitt úti en annars spilaði ég ekki neitt. Þetta var fín pása, gera eitthvað annað, og svo fannst manni þetta ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka,“ sagði Valgerður sem sneri aftur heim 2017. Hún fór þá aftur í HK en Leó, sem er einnig uppalinn HK-ingur, til Stjörnunnar. Valgerður hóf störf hjá Landsvirkjun eftir heimkomuna sem sérfræðingur í eignastýringu og snýr aftur þangað í febrúar eftir fæðingarorlof. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Valgerður skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í sigrinum á Stjörnunni í Kórnum og gaf þrjár stoðsendingar. HK hefur náð í fimm stig í síðustu þremur leikjum og er í 5. sæti Olís-deildarinnar. „Þetta byrjaði að malla eftir 10-15 mínútur og endaði nokkuð örugglega þótt þær hafi minnkað muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og sigldum þessu heim,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi í gær. „Vörnin og markvarslan voru lykilþátturinn í þessum leik eins og í flestum okkar leikjum. Vörnin hefur verið okkar sterka vopn á tímabilinu og núna höfum við náð að tengja sóknina við. Magga [Margrét Ýr Björnsdóttir] var svo frábær í markinu og vörnin var mjög góð.“ Unnu vel úr aðstæðum HK skoraði 34 mörk í leiknum og var með rétt tæplega sjötíu prósent skotnýtingu. Góður sóknarleikur HK-inga er eftirtektarverður í ljósi þess að hornamennirnir Sigríður Hauksdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir voru fjarverandi og HK er ekki með örvhenta skyttu innan sinna raða. „Við þurftum að vinna út frá því að missa Tinnu í vikunni og Siggu í upphafi tímabils. Þetta var nokkuð sterkt án þeirra tveggja. Það kemur maður í manns stað inn í þær stöður,“ sagði Valgerður. Valgerður er næstmarkahæsti leikmaður HK á tímabilinu með 26 mörk.vísir/vilhelm Sem fyrr sagði átti hún stórleik og fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. „Það er aldrei leiðinlegt að eiga svona toppleiki í Kórnum,“ sagði Valgerður sem lék einnig stórvel í jafnteflinu gegn Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs í síðustu umferð, 26-26. Þar skoraði hún sjö mörk úr tíu skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Í síðustu tveimur leikjum hefur Valgerður því skorað samtals sautján mörk í 21 skoti og gefið sjö stoðsendingar. „Það er geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang. Þetta er allt að koma,“ sagði Valgerður. Á undan áætlun Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní og var mætt aftur á völlinn þegar tímabilið hófst í september. Valgerður segist ekki hafa búist við að koma jafn fljótt til baka og raunin var. Foreldrar Sylvíu Lífar eru bæði handboltafólk.vísir/vilhelm „Í hreinskilni sagt ekki. Ég ákvað í samráði við Harra [Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara HK] að ég fengi minn tíma. Maður veit aldrei hvernig maður kemur til baka eftir meðgöngu og fæðingu. Við stefndum á að ég kæmi til baka eftir landsleikjahléið í byrjun október. Það var markmiðið. Þetta er allt að smella og þol og styrkur að aukast,“ sagði Valgerður sem spilaði óvenju mikla vörn í leiknum gegn Stjörnunni. Bað þjálfarann að kanna lífsmarkið „Ég hef aðallega spilað sóknina en þegar við misstum Tinnu þurftum við að leysa vörnina einhvern veginn. Fyrir leik sagði ég við að Harra að hnippa í mig inn á milli til að athuga hvort ég væri enn með lífsmarki fyrst ég átti líka að spila vörn. En það gekk ljómandi vel og svo fær maður alltaf aukakraft í svona hörkuleik.“ HK-ingar ætla að vera meðal sex efstu liða Olís-deildarinnar.vísir/bára HK endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og þurfti að fara í umspil um að halda sér í deildinni. HK-ingar stefna ofar í vetur og ætla sér í úrslitakeppnina. „Markmiðið er að komast í sex liða úrslitakeppnina og það er stefnan. Við erum á góðu róli og að fá stig úr leikjum sem við bjuggumst kannski við, eins og gegn KA/Þór. Það gefur alltaf aukakraft,“ sagði Valgerður. Deildin sterkari HK átti mjög gott tímabil 2019-20 og var í 4. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á síðasta tímabili gekk ekki jafn vel þótt lið HK hafi ekki verið verr mannað en tímabilið á undan. Valgerður og stöllur hennar í HK mæta botnliði Aftureldingar í næstu umferð Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm „Það komu fullt af leikmönnum heim úr atvinnumennsku og deildin styrkist mikið við það og svo féllu hlutirnir ekki með okkur eins og tímabilið á undan,“ sagði Valgerður. Ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka Hún er uppalin HK-ingur og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hún tók sér þó tveggja ára hlé frá handbolta þegar hún stundaði meistaranám í verkfræði í Danmörku. Valgerður bjó þá í Malmö ásamt sambýlismanni sínum Leó Snæ Péturssyni sem spilaði með handboltaliði borgarinnar. „Ég lék mér með einhverju þriðju deildarliði seinna árið mitt úti en annars spilaði ég ekki neitt. Þetta var fín pása, gera eitthvað annað, og svo fannst manni þetta ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka,“ sagði Valgerður sem sneri aftur heim 2017. Hún fór þá aftur í HK en Leó, sem er einnig uppalinn HK-ingur, til Stjörnunnar. Valgerður hóf störf hjá Landsvirkjun eftir heimkomuna sem sérfræðingur í eignastýringu og snýr aftur þangað í febrúar eftir fæðingarorlof. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti