Tónlist

Idol-ævin­týri Birkis heldur á­fram

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hinn 21 ára gamli Birkir Blær er að slá í gegn í Svíþjóð en hann er kominn í átta manna úrslit í Idol söngvakeppninni þar í landi.
Hinn 21 ára gamli Birkir Blær er að slá í gegn í Svíþjóð en hann er kominn í átta manna úrslit í Idol söngvakeppninni þar í landi. Instagram/Birkir Blær

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Eins og fram hefur komið er fyrirkomulag þáttanna ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti.

„Þetta er bara gert vegna þess að fólk horfir ekki beint á sjónvarp lengur. Það eru ekkert endilega allir að setjast fyrir framan sjónvarpið klukkan átta á föstudegi til þess að horfa á eitthvað sérstakt. Þannig þá geturðu horft á þetta hvenær sem þú vilt og kosið þinn uppáhalds,“ útskýrði Birkir Blær í viðtali á Bylgjunni.

Flutningur Birkis á ABBA-laginu fræga er sá næst vinsælasti á heimasíðu sænska Idolsins og því óhætt að segja að hann njóti vinsælda í Svíþjóð.

Á föstudaginn kemur í ljós hvort flutningur Birkis á ABBA-laginu dugi til þess að hann haldi áfram í sjö manna úrslit keppninnar.

Hægt er að fylgjast með Birki á Instagram þar sem hann er duglegur að sýna frá ferlinu.

Hér að neðan má hlusta á flutning Birkis Blær á laginu Lay All Your Love On Me.


Tengdar fréttir

Birkir Blær áfram í sænska Idolinu

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, komst áfram í tíu manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol í kvöld. Hann flutti lagið Yellow með Coldplay. 

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×