Innlent

Hættir í vor eftir um fimm­tán ár í stóli bæjar­stjóra Mos­fells­bæjar

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldur Sverrisson hefur átt sæti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá árinu 2002. Hann tók við starfi bæjarstjóra árið 2007.
Haraldur Sverrisson hefur átt sæti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá árinu 2002. Hann tók við starfi bæjarstjóra árið 2007. Vísir/Vilhelm

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári.

Mosfellingur greinir frá þessu og vísar í orð Haraldar á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ í gærkvöldi. 

Haraldur hefur verið oddviti Sjálfstæðismanna í bænum, setið í bæjarstjórn frá árinu 2002 og gegnt embætti bæjarstjóra frá árinu 2007.

Haft er eftir Haraldi að hann hafi verið búinn að hugsa það með sjálfum sér fyrir fjórum árum að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Þetta hafi verið afskaplega skemmtilegur og gefandi tími.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×