Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Teikning af því hvernig svarhol og sólstjarna í NGC 1850-stjörnuþyrpingunni gæti litið út. Stjörnurnar í kringum svartholið fyrir miðri myndinni virðast bjagaðar vegna þyngdaráhrifa þess. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06
Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40