Conte tekur til hjá Tottenham: Langir myndbandsfundir, engar sósur og æfingar sem keyra menn út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Conte er líflegur á hliðarlínunni. EPA-EFE/NEIL HALL Antonio Conte hefur heldur betur látið til sín taka á fyrstu dögunum sem þjálfari Tottenham Hotspur. Tekið hefur verið til í mataræði leikmanna og þá var föstudagsæfingin svo erfið að menn voru örmagna. Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira