Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 08:10 Mörgum þótti farið mjúkum höndum um hertogahjónin í Finding Freedom. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar. Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira