Lúkasjenka óskar eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:33 Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir. Mikhail Svetlov/Getty Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur óskað eftir því að fá lánaðar sprengjuflugvélar, sem geti borið kjarnorkuvopn, frá Rússum. Samkvæmt talsmanni Kreml er Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stöðugu sambandi við Lúkasjenka vegna ástandsins á landamærunum. Spennan vegna ástandsins á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi hefur farið vaxandi síðustu daga og vikur. Svo virðist sem Hvítrússar séu að vígbúast á landamærunum en samkvæmt uppfærslum Liveuamap á Twitter hefur Lúkasjenka kallað eftir því að landamæraverðir vígbúist. Undanfarnar vikur hafa flóttamenn og farendur safnast saman við landamærin Hvíta-Rússlands megin en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að stefna fólkinu þangað í pólitískum tilgangi. Flestir flóttamannanna eru ungir karlmenn frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum en í hópnum, sem telur þúsundir manna, eru einnig konur og börn. Haft er eftir Lúkasjenka að verið sé að flytja vopn og skotfæri að landamærunum við Donbas. Þar séu hópar Kúrda, sem að sögn Lúkasjenka eru miklir stríðsmenn. Leiða má að því líkum að Lúkasjenka vilji nýta sér stöðu þessara flóttamanna í þeim tilgangi að vígbúa þá og beita þeim gegn landamæravörðum Póllands. Belarusian state media BELTA now quoting Lukashenka. He said that ammunition and weapons coming to camp on the border from Donbas. "And there are Kurds. And Kurds are warriors. Any provocation - we will have military conflict" pic.twitter.com/RaHZCGXwSe— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 „Ef okkur verður ógnað mun koma til átaka,“ er haft eftir Lúkasjenka úr beinni útsendingu ríkissjónvarps Hvíta-Rússlands. Lukashenka said that he asked Russia for help to secure the borders of the Union State https://t.co/zGDbdxi6VK #Belarus— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 Hundruð flóttamanna gerðu tilraun til að komast yfir landamærin að Póllandi í gær og eru þeir sagðir hafa veist að landamæravörðum. Ástandið er því mjög eldfimt. Þá er Lúkasjenka sagður hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússum, en þeir Pútín séu í stöðugu sambandi. Intelligence-gathering plane? https://t.co/Z4R2NzX0mu— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 „Já, við viljum sprengjuflugvélar. Sem geta flutt kjarnorkuvopn. En við höfum ekki annarra kosta völ. Við verðum að fylgjast með því hvað þeir eru að gera hinum megin við landamærin.“ Þá greindi Liveuamap frá því fyrir stuttu að Varnarmálaráðuneyti Hvíta-Rússlands hafi birt ljósmynd af rússneskri Blackjack sprengjuflugvél á sveimi yfir landinu. Myndin var sögð hafa verið tekin í dag en Liveuamap hefur nú greint frá því að myndin hafi líklega verið tekin við hernaðaræfingu í september í fyrra. Picture is likely from a drill in September 2020https://t.co/Fw5tttYfn9— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 Ryhor Azaronak, einn helsti áróðursmeistari Hvíta-Rússlands, kom þá fram í ríkissjónvarpinu í morgun og ógnaði Póllandi og Litháen. Sagði hann mannúðarkrísuna sem hafi myndast á landamærunum á ábyrgð Pólverja. Hótaði hann því jafnframt að stríð væri yfirvofandi og sagði hvítrússneska herinn ætla að drekkja flóttamönnum frá Eystrasaltsríkjunum í Eystrasaltinu. Top Belarusian propagandist Ryhor Azaronak in prime time show with multiple racial slurs threatens Poland and Lithuania with war, destroy Warsaw and push people from Baltic countries as refugees into Baltic Sea https://t.co/Qus57ftL9V pic.twitter.com/hEfQcS8upd via @nexta_tv— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. 10. nóvember 2021 11:03 Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Spennan vegna ástandsins á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi hefur farið vaxandi síðustu daga og vikur. Svo virðist sem Hvítrússar séu að vígbúast á landamærunum en samkvæmt uppfærslum Liveuamap á Twitter hefur Lúkasjenka kallað eftir því að landamæraverðir vígbúist. Undanfarnar vikur hafa flóttamenn og farendur safnast saman við landamærin Hvíta-Rússlands megin en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að stefna fólkinu þangað í pólitískum tilgangi. Flestir flóttamannanna eru ungir karlmenn frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum en í hópnum, sem telur þúsundir manna, eru einnig konur og börn. Haft er eftir Lúkasjenka að verið sé að flytja vopn og skotfæri að landamærunum við Donbas. Þar séu hópar Kúrda, sem að sögn Lúkasjenka eru miklir stríðsmenn. Leiða má að því líkum að Lúkasjenka vilji nýta sér stöðu þessara flóttamanna í þeim tilgangi að vígbúa þá og beita þeim gegn landamæravörðum Póllands. Belarusian state media BELTA now quoting Lukashenka. He said that ammunition and weapons coming to camp on the border from Donbas. "And there are Kurds. And Kurds are warriors. Any provocation - we will have military conflict" pic.twitter.com/RaHZCGXwSe— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 „Ef okkur verður ógnað mun koma til átaka,“ er haft eftir Lúkasjenka úr beinni útsendingu ríkissjónvarps Hvíta-Rússlands. Lukashenka said that he asked Russia for help to secure the borders of the Union State https://t.co/zGDbdxi6VK #Belarus— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 Hundruð flóttamanna gerðu tilraun til að komast yfir landamærin að Póllandi í gær og eru þeir sagðir hafa veist að landamæravörðum. Ástandið er því mjög eldfimt. Þá er Lúkasjenka sagður hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússum, en þeir Pútín séu í stöðugu sambandi. Intelligence-gathering plane? https://t.co/Z4R2NzX0mu— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 „Já, við viljum sprengjuflugvélar. Sem geta flutt kjarnorkuvopn. En við höfum ekki annarra kosta völ. Við verðum að fylgjast með því hvað þeir eru að gera hinum megin við landamærin.“ Þá greindi Liveuamap frá því fyrir stuttu að Varnarmálaráðuneyti Hvíta-Rússlands hafi birt ljósmynd af rússneskri Blackjack sprengjuflugvél á sveimi yfir landinu. Myndin var sögð hafa verið tekin í dag en Liveuamap hefur nú greint frá því að myndin hafi líklega verið tekin við hernaðaræfingu í september í fyrra. Picture is likely from a drill in September 2020https://t.co/Fw5tttYfn9— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021 Ryhor Azaronak, einn helsti áróðursmeistari Hvíta-Rússlands, kom þá fram í ríkissjónvarpinu í morgun og ógnaði Póllandi og Litháen. Sagði hann mannúðarkrísuna sem hafi myndast á landamærunum á ábyrgð Pólverja. Hótaði hann því jafnframt að stríð væri yfirvofandi og sagði hvítrússneska herinn ætla að drekkja flóttamönnum frá Eystrasaltsríkjunum í Eystrasaltinu. Top Belarusian propagandist Ryhor Azaronak in prime time show with multiple racial slurs threatens Poland and Lithuania with war, destroy Warsaw and push people from Baltic countries as refugees into Baltic Sea https://t.co/Qus57ftL9V pic.twitter.com/hEfQcS8upd via @nexta_tv— Liveuamap (@Liveuamap) November 11, 2021
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. 10. nóvember 2021 11:03 Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. 10. nóvember 2021 11:03
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15
ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45