„Er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Arnar fékk yfir sig mjög alvarlegar hótanir fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Síðustu vikur og mánuði hefur borið á aukinni haturorðræðu og hótunum í garð hinsegin fólks hér á landi og hefur ótti um ákveðið bakslag kviknað innan hinsegin samfélagsins að undanförnu. Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hinsegin Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hinsegin Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira