Lífið

Vandræðaleg þögn vekur athygli í spænskum fjölmiðlum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Forseti Madrídarhéraðs, Isabel Díaz Ayuso.
Forseti Madrídarhéraðs, Isabel Díaz Ayuso. Getty/Infantes

Fréttamenn héldu forseta Madrídarhéraðs, Isabel Díaz Ayuso, í gíslingu í ellefu mínútur í gær. Tilfinningaþrungnum blaðamannafundi forsetans var að ljúka og biðu fréttamenn spenntir eftir viðtali.

Þegar forsetinn hugðist veita fréttamönnum viðtal hófu kirkjuklukkur dómkirkjunnar Almudena skyndilega að hringja. Fréttamenn, ásamt forsetanum, þurftu því að bíða í ellefu mínútur þar til klukkur dómkirkjunnar hættu að hringja. La Sexta greinir frá.

Þögnin er sögð hafa verið sérstaklega löng og vandræðaleg en myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×