Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 12. nóvember 2021 09:06 Báðir bankar spá áframhaldandi hækkunum. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55