Við segjum frá niðurstöðu þess fundar að því gefnu að fundi ljúki fyrir hádegið. Einnig veðrur rætt við gjörgæslulækni á Landspítalanum sem segir gríðarlegt álag á gjörgæslunni vegna umgangspesta sem leggist alvarlega á börn. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum.
Ennfremur tökum við stöðuna á skjálftavirkni á Suðurlandi en rúmlega þrjúhundruð eftirskjálftar hafa komið eftir stóra skjálftann í gær.
Einnig heyrum við í Íslandsstofu, en ný auglýsing frá Inspired by Iceland þar sem gert er góðlátlegt grín að Mark Zuckerberg eiganda Facebook hefur vakið athygli og hefur Zuckerberg sjálfur meðal annars tjáð sig um málið.