Evrópa, hreyfingin og endurreisnin Drífa Snædal skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun