Hinir tveir voru 3,3 og 2,8 að stærð. Að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands sjást reglulega myndarlegir skjálftar á þessu svæði og til að mynda hafi skjálfti að stærð 3,9 mælst þann 6. nóvember síðastliðinn. Bárðarbunga er ein af sjö megineldstöðvum sem leynast undir Vatnajökli.

Auk skjálftanna við Bárðarbungu var skjálfti að stærð 3,2 um 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 05:06 í morgun. Skjálftinn fannst meðal annars upp í Borgarfjörð.