Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2021 22:10 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Já.is Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. „Eins og sakir standa lítum við svo á að börnin séu í hættu hvern dag,“ segir í bréfi til yfirvalda sem fimmtán fyrrverandi starfsmenn og aðstandendur skrifa undir. Þeirra á meðal er fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots. Gagnrýnir hópurinn Reykjavíkurborg harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum leikskólans. Gagnrýnir hópurinn meðal annars hvernig stjórnendur leikskólans brugðust við þegar starfsmaður var sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna. „Þrátt fyrir ásakanirnar var hann oft látinn vera einn með börnunum, meðal annars til þess að skipta á þeim.“ Þá hafi aðrir starfsmenn ekki verið upplýstir um málið fyrr en það birtist í fjölmiðlum löngu síðar. Börn sögð eftirlitslaus og brotið á starfsmönnum Slysatíðni barna er sögð óvenjuhá á Sælukoti „vegna vangetu starfsmanna til að sinna þeim“ þar sem of mörg börn séu á hvern starfsmann. Reglulega sé einn starfsmaður með hóp barna og dæmi um að ung börn hafi verið skilin eftir eftirlitslaus þegar starfsmaður þurfi að skipta á barni í öðru rými. Þá er staðhæft að matur sé oft af skornum skammti, bæði fyrir börn og starfsmenn, og börn fái mjólkurafurðir þrátt fyrir að þau sýni ofnæmisviðbrögð og skólinn sé auglýstur sem vegan leikskóli. Bréfið er meðal annars stílað á mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og barnamálaráðherra, barnavernd Reykjavíkur, Barnaverndarstofu og Umboðsmann barna. Þar segir að starfsmenn leikskólans hafi á síðustu árum komið kvörtuðum áleiðis til Kumari Kundan Singh, rekstraraðila skólans og setið fundi með henni. Til að mynda hafi meginþorri starfsmanna skrifað undir bréf til Singh í maí síðastliðnum þar sem verulegum áhyggjum var lýst. Þá hafi starfsmenn leitað ítrekað með kvartanir sínar til Reykjavíkurborgar og fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots fundað með skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar um stöðuna á leikskólanum. Þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af börnum og starfsfólki leikskólans. Enginn leikskólakennari sagður starfandi Leikskólastjórinn fyrrverandi hóf störf í ágúst 2020 og segir að fljótlega hafi ekki verið hægt að koma einföldustu skilaboðum áleiðis til rekstraraðila án árekstra. Honum var sagt fyrirvaralaust upp eftir áðurnefnt bréf starfsmanna. „Þó svo að ég ætti að heita leikskólastjóri voru orð mín oftar en ekki hundsuð og lítið gert úr þeim. Auk þess var ýmsum málum haldið frá mér eða ég ekki sett inn í þau.“ Þá bætir hann við að faglegt starf hafi verið í lágmarki, námsskrá í skötulíki og enginn leikskólakennari starfandi á meðan hann starfaði þar. Leikskólastjórinn hafi auk þess einungis verið ráðinn í 40 prósenta starfshlutfall. Skólinn er rekinn af indverskum samtökum sem kallast Ananda Marga og kenna sig einna helst við húmanisma. Í bréfinu er hreinlæti og sóttvarnir sagt ábótavant á leikskólanum, og brotið sé á kjarasamningum starfsmanna. Enginn starfsmannaaðstaða sé til staðar og nýjum starfsmönnum veitt lítil sem engin starfsþjálfun. Skólinn sé ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Núverandi leikskólastjóri Sælukots gat ekki tjáð sig um málefni leikskólans að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Skóla - og menntamál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Eins og sakir standa lítum við svo á að börnin séu í hættu hvern dag,“ segir í bréfi til yfirvalda sem fimmtán fyrrverandi starfsmenn og aðstandendur skrifa undir. Þeirra á meðal er fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots. Gagnrýnir hópurinn Reykjavíkurborg harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum leikskólans. Gagnrýnir hópurinn meðal annars hvernig stjórnendur leikskólans brugðust við þegar starfsmaður var sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna. „Þrátt fyrir ásakanirnar var hann oft látinn vera einn með börnunum, meðal annars til þess að skipta á þeim.“ Þá hafi aðrir starfsmenn ekki verið upplýstir um málið fyrr en það birtist í fjölmiðlum löngu síðar. Börn sögð eftirlitslaus og brotið á starfsmönnum Slysatíðni barna er sögð óvenjuhá á Sælukoti „vegna vangetu starfsmanna til að sinna þeim“ þar sem of mörg börn séu á hvern starfsmann. Reglulega sé einn starfsmaður með hóp barna og dæmi um að ung börn hafi verið skilin eftir eftirlitslaus þegar starfsmaður þurfi að skipta á barni í öðru rými. Þá er staðhæft að matur sé oft af skornum skammti, bæði fyrir börn og starfsmenn, og börn fái mjólkurafurðir þrátt fyrir að þau sýni ofnæmisviðbrögð og skólinn sé auglýstur sem vegan leikskóli. Bréfið er meðal annars stílað á mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og barnamálaráðherra, barnavernd Reykjavíkur, Barnaverndarstofu og Umboðsmann barna. Þar segir að starfsmenn leikskólans hafi á síðustu árum komið kvörtuðum áleiðis til Kumari Kundan Singh, rekstraraðila skólans og setið fundi með henni. Til að mynda hafi meginþorri starfsmanna skrifað undir bréf til Singh í maí síðastliðnum þar sem verulegum áhyggjum var lýst. Þá hafi starfsmenn leitað ítrekað með kvartanir sínar til Reykjavíkurborgar og fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots fundað með skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar um stöðuna á leikskólanum. Þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af börnum og starfsfólki leikskólans. Enginn leikskólakennari sagður starfandi Leikskólastjórinn fyrrverandi hóf störf í ágúst 2020 og segir að fljótlega hafi ekki verið hægt að koma einföldustu skilaboðum áleiðis til rekstraraðila án árekstra. Honum var sagt fyrirvaralaust upp eftir áðurnefnt bréf starfsmanna. „Þó svo að ég ætti að heita leikskólastjóri voru orð mín oftar en ekki hundsuð og lítið gert úr þeim. Auk þess var ýmsum málum haldið frá mér eða ég ekki sett inn í þau.“ Þá bætir hann við að faglegt starf hafi verið í lágmarki, námsskrá í skötulíki og enginn leikskólakennari starfandi á meðan hann starfaði þar. Leikskólastjórinn hafi auk þess einungis verið ráðinn í 40 prósenta starfshlutfall. Skólinn er rekinn af indverskum samtökum sem kallast Ananda Marga og kenna sig einna helst við húmanisma. Í bréfinu er hreinlæti og sóttvarnir sagt ábótavant á leikskólanum, og brotið sé á kjarasamningum starfsmanna. Enginn starfsmannaaðstaða sé til staðar og nýjum starfsmönnum veitt lítil sem engin starfsþjálfun. Skólinn sé ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Núverandi leikskólastjóri Sælukots gat ekki tjáð sig um málefni leikskólans að svo stöddu þegar eftir því var leitað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16