Erlent

Bandaríski blaðamaðurinn leystur úr haldi í Búrma

Kjartan Kjartansson skrifar
Danny Fenster í Yangon í Búrma í fyrra.
Danny Fenster í Yangon í Búrma í fyrra. AP

Herforingjastjórnin í Búrma (Mjanmar) sleppti Danny Fenster, bandarískum blaðamanni, úr fangelsi í dag. Herdómstóll dæmdi Fenster í ellefu ára fangelsi fyrir helgi en Fenster verður nú leyft að yfirgefa landið.

Fenster er ritstjóri vefsíðunnar Frontier Mjanmar en hann var handtekinn þegar hann hugðist snúa heim til Bandaríkjanna í maí. Hann var ákærður fyrir að brjóta innflytjendalög, samkomutakmarkanir og að hvetja til andófs gegn hernum. 

Hann átti auk þess yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisnaráróður og hryðuverk sem allt að lífstíðarfangelsi lá við.

Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki ljóst hvers vegna yfirvöld í Búrma ákváðu að sleppa Fenster. Talið er að Bill Richardson, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna, hafi samið um lausn hans en hann er nú staddur í Búrma.

Tugir blaðamanna eru enn í haldi herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í landinu í febrúar.


Tengdar fréttir

Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma

Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×