Enski boltinn

Fetar í fót­spor for­vera síns: Vill þrjá frá Manchester United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eddie Howe er mættur á æfingasvæðið en vill fá nýja leikmenn í janúar.
Eddie Howe er mættur á æfingasvæðið en vill fá nýja leikmenn í janúar. Serena Taylor/Getty Images

Eddie Howe ætlar að feta í fótspor forvera síns hjá Newcastle United er janúarglugginn opnar. Hann vill þrjá leikmenn Manchester United til að styrkja lið Newcastle sem er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Howe tók við stjórnartaumunum af Steve Bruce en sá var þekktur að leita til Man United er honum vantaði leikmenn. Allavega snemma á ferli sínum sem þjálfari.

Talið er að Howe vilji fá þá Dean Henderson, Dony Van de Beek og Jesse Lingard til liðs við sig í norður Englandi. Man United virðist tilbúið að leyfa markverðinum Henderson að fara á láni í allt að 18 mánuði og gæti Newcastle því heillað.

Van de Beek hefur fengið nóg af bekkjarsetunni og það sama er að segja af Lingard. Báður myndi hressa allverulega upp á miðju Newcastle sem hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er tímabili.

Newcastle United er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig að loknum 11 leikjum. Manchester United er á sama tíma í 6. sæti með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×