Telur íblöndunarefni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 15:41 Drulla sem safnast hefur upp í hráolíusíum dísilvéla hefur haft gríðarleg fjárhagslegt tjón í för með sér fyrir marga flutningabílstjóra. Vísir Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir. Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason er einn þeirra sem lent hefur í miklum vandræðum vegna þessa. Ívar hefur á þessu ári þurft að skipta sjö sinnum um olíusíu í bílum sínum en vanalega þarf að skipta um síuna um þrisvar á ári. Ívar keypti sér nýjan bíl fyrir sjö vikum síðan, glænýjan Scania-bíl af árgerð 2021, en eftir sex vikna keyrslu fór bíllinn að hökta og skipta þurfti um síuna. Ívar hafði þá keyrt bílinn fjórtán þúsund kílómetra, sem þrátt fyrir að hljóma mjög mikil vegalengd, er smáspotti fyrir þá sem keyra um landið á hverjum degi. Áður en þessi vandræði fóru að herja á hann hafi hann komist fjörutíu þúsund kílómetra fyrir síuskipti. „Við erum að keyra þessa bíla 120 til 140 þúsund kílómetra á ári þannig að þetta er fljótt að safnast upp,“ segir Ívar. „Þetta byrjar í raun bara á þessu ári. Það byrjar strax hjá mér í febrúar að ég þarf að skipta um síu. Þá bilar hjá mér trukkurinn og er látandi öllum illum látum. Þá eru félagar mínir í bransanum búnir að lenda í þessu fyrr í mánuðinum og benda mér á þetta. Ég ríf þá úr trukknum hráolíusíuna, sem síar dísilinn áður en hann fer inn á vélina, þá kom í ljós að sían var stífluð og full af drullu,“ segir Ívar. Þurft að skipta fjórum sinnum um síu umfram það sem eðlilegt telst Olían hafi virst vera eldgömul, sem hún var auðvitað ekki. Ívar segist hafa verið allt árið að glíma við svona erfiðleika. Fjórum sinnum hafi hann þurft að skipta sjálfur um síu eftir að bíllinn hans fór að hökta en skipt hafi verið þrisvar sinnum um síuna eftir almenna skoðun, sem teljist nokkuð eðlilegt. Klippa: Stíflaðar hráolíusíur vegna bíódísilblöndunar „Þær hafa verið að koma mjög svartar úr bílnum og þetta sem er blandað í olíuna er að mynda vax utan á síurnar sem stíflar þær. Þetta er þunnt lag af vaxi sem leggst utan á hana. Svo finnur maður bara þegar maður strýkur af henni, þá sérðu að þetta er einhver vaxmyndun af þessum lífdísil sem þeir eru að setja út í,“ segir Ívar. Jurtaolíurnar fari illa í vélarnar Svokallað lífeldsneyti er blandað saman við dísilolíu hér á landi vegna Evrópureglugerðar sem var innleidd hér árið 2013. Samkvæmt lögunum, sem voru sett í apríl 2013, er markmið þeirra að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Vegna þessa þurfa söluaðilar að selja dísilolíu sem blönduð er með lífeldsneyti, eða lífdísilolíu svokallaðri og blanda þarf bensín við metanól. Upprunalega var notast við vetnismeðhöndlaða dísilolíu, sem er framleidd úr pálmaolíu, en því svo hætt. Undanfarin ár hefur jurtaolíum verið blandað saman við dísilolíuna sem reynst hefur eigendum dísilökutækja illa. Innleiðing þessarar blönduðu dísilolíu hefur lengi verið deilumál og vakti það athygli árið 2013 að hagsmunaaðilinn Carbon Recycling skrifaði að stórum hluta drögin að lagafrumvarpinu um málið sem síðar var samþykkt af Alþingi. Mikil umræða fór af stað málið á Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar nýlega. Þar deildi einn myndbandi af olíusíu úr Scania 650 vörubílnum sínum. Sjá má á myndbandinu að olía hafði safnast upp í síunni. Eftir 14 þúsund kílómetra keyrslu hafi hann þurft að skipta um síu en bíllinn hafi farið að missa afl og sían verið vandamálið. Meira en hundrað athugasemdir eru undir færslunni þar sem fleiri hafa sömu sögu að segja. Það sé alveg nýtt á nálinni, ef marka má umræðuna, að skipta þurfi um þessar síur eftir bara 14 þúsund kílómetra keyrslu. Eins og þeim sé refsað fyrir að eiga bíl sem uppfylli mengunarstaðla Ívar segist sjálfur hafa heyrt frá félögum sínum sem starfi sem bifvélavirkjar að þeir hafi orðið þess varir að dísil-fólksbílar hafi verið að bila oftar undanfarið en áður. „Spíssarnir, sem dæla olíunni inn á vélina, í fólksbílum eru að skemmast. Spíssarnir eru mjög viðkvæmur hlutur og dýr hlutur. Það er miklu meira um þessa ónýtu spíssa núna en ella væri en fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað er vandamálið,“ segir Ívar. Á olíutönkum dísilbílanna er sérstaklega varað við því af framleiðanda að ekki skuli notuð dísilolía blönduð við lífeldsneyti.Vísir „Sorglegasta er að þetta er bara að gerast í háþróuðum dísilvélum sem eru bara í nýjustu bílunum og eru með háþróaðan mengunarbúnað. Gömlum dísilbílum er alveg sama, þeir finna ekki fyrir svona, en þessir nýju eru miklu viðkvæmari út af mengunarstöðlum og þola ekki svona drulluolíu.“ „Það er eins og manni sé refsað fyrir að vera með nýjan bíl sem uppfyllir alla mengunarstaðla.“ Geti skapað hættulegar aðstæður þegar síurnar bili á þjóðvegum Tvær hráolíusíur eru í bílnum hans Ívars og kostar hver sía um tólf þúsund krónur og hafa þessar aukasíur því kostað um fimmtíu þúsund krónur fyrir Ívar á þessu ári. Láti menn skipta um síurnar í umboðinu kostar það rúm tuttugu þúsund. Hefði Ívar látið skipta um þær í umboðinu hefði það hlaupið á um hundrað þúsund krónum á einu ári. Ívar segir olíuna, þessa lífdísilolíu, ekki bara fara illa með síurnar sjálfar. Eftir nokkurn tíma geti komið til þess að aðrir bílpartar fari að bila vegna olíunnar. „Nú er ég með nýjan bíl sem uppfyllir alla nýjustu Euro-staðlana, þetta er Euro6 bíll með svakalega mikinn mengunarbúnað. Er í alvöru umhverfisvænna að renna einhverju svona í gegn um bílinn heldur en að vera með hreina olíu og leyfa mengunarbúnaðinum bara að virka? Af því að þetta er líka að stífla mengunarbúnaðinn í bílnum.“ Oft geti skapast hættulegar aðstæður þegar olíusían stíflast og bíllinn fer að láta öllum illum látum. Bíllinn komist þá ekki jafn hratt og til dæmis ekki upp langar brekkur, sérstaklega ekki á veturna. Ívar segist sjálfur hafa lent í því að þurfa að stoppa úti í kanti á Vestfjörðum til að skipta þar um síu. „Við erum flestir farnir að byrgja okkur upp og vera bara með síur í nýjum bílum til að skipta sjálfir úti í vegkanti. Það er heldur ekki umhverfisvænt, það er bara ógeðslegt, maður sullar olíu út um allt. En ég er tilneyddur til að gera þetta. Mér finnst ekkert gaman að fara út í snjógallanum og skipta um síu í skítaveðri.“ Ívar segist bara hafa lent í vandræðum með síurnar í nýjustu bílunum sínum. Þeir eldri ráði mun betur við olíublönduna.Vísir Tjón fyrir heimilin gríðarlegt Ívar segir mikið fjárhagstjón fólgið í þessum aukakostnaði. Hann er aðeins með einn bíl og er sjálfur eini starfsmaður fyrirtækisins síns. „Þetta er auðvitað rosalegt fjárhagslegt tjón, það er rosalega súrt að þurfa að vera alltaf að skipta um síur sem eiga að endast fjörutíu þúsund kílómetra en gefast upp eftir ellefu til sautján þúsund kílómetra,“ segir Ívar. Eitthvað sé ekki verið að gera rétt að mati Ívars, fyrir utan það að til lengri tíma geti olían haft enn meira tjón í för með sér. „Til dæmis ef spíssar og margt annað í svona dísilvél fer að gefa sig. Sían í flutningabílnum mínum sigtar drulluna út, svo hún sendi olíuna hreina inn á vélina en auðvitað kemst alltaf eitthvað í gegn. Það fer ekki vel með spíssana og spíssar í svona nýjan flutningabíl kosta á við einbýlishús á Kópaskeri. Þetta eru fleiri milljónir ef spíssarnir skemmast.“ Enn hafi hann sjálfur ekki heyrt af því að spíssar hafi skemmst í vörubílum vegna svona olíuvandræða en mikið sé um það í fólksbílum. „Fólk kannski áttar sig ekki á því eins og maður sjálfur sem er með rekstur utan um þetta og veit hvernig þetta á að haga sér, þetta getur valdið gríðarlegu fjárhagstjóni fyrir heimilin líka.“ Bensín og olía Loftslagsmál Neytendur Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason er einn þeirra sem lent hefur í miklum vandræðum vegna þessa. Ívar hefur á þessu ári þurft að skipta sjö sinnum um olíusíu í bílum sínum en vanalega þarf að skipta um síuna um þrisvar á ári. Ívar keypti sér nýjan bíl fyrir sjö vikum síðan, glænýjan Scania-bíl af árgerð 2021, en eftir sex vikna keyrslu fór bíllinn að hökta og skipta þurfti um síuna. Ívar hafði þá keyrt bílinn fjórtán þúsund kílómetra, sem þrátt fyrir að hljóma mjög mikil vegalengd, er smáspotti fyrir þá sem keyra um landið á hverjum degi. Áður en þessi vandræði fóru að herja á hann hafi hann komist fjörutíu þúsund kílómetra fyrir síuskipti. „Við erum að keyra þessa bíla 120 til 140 þúsund kílómetra á ári þannig að þetta er fljótt að safnast upp,“ segir Ívar. „Þetta byrjar í raun bara á þessu ári. Það byrjar strax hjá mér í febrúar að ég þarf að skipta um síu. Þá bilar hjá mér trukkurinn og er látandi öllum illum látum. Þá eru félagar mínir í bransanum búnir að lenda í þessu fyrr í mánuðinum og benda mér á þetta. Ég ríf þá úr trukknum hráolíusíuna, sem síar dísilinn áður en hann fer inn á vélina, þá kom í ljós að sían var stífluð og full af drullu,“ segir Ívar. Þurft að skipta fjórum sinnum um síu umfram það sem eðlilegt telst Olían hafi virst vera eldgömul, sem hún var auðvitað ekki. Ívar segist hafa verið allt árið að glíma við svona erfiðleika. Fjórum sinnum hafi hann þurft að skipta sjálfur um síu eftir að bíllinn hans fór að hökta en skipt hafi verið þrisvar sinnum um síuna eftir almenna skoðun, sem teljist nokkuð eðlilegt. Klippa: Stíflaðar hráolíusíur vegna bíódísilblöndunar „Þær hafa verið að koma mjög svartar úr bílnum og þetta sem er blandað í olíuna er að mynda vax utan á síurnar sem stíflar þær. Þetta er þunnt lag af vaxi sem leggst utan á hana. Svo finnur maður bara þegar maður strýkur af henni, þá sérðu að þetta er einhver vaxmyndun af þessum lífdísil sem þeir eru að setja út í,“ segir Ívar. Jurtaolíurnar fari illa í vélarnar Svokallað lífeldsneyti er blandað saman við dísilolíu hér á landi vegna Evrópureglugerðar sem var innleidd hér árið 2013. Samkvæmt lögunum, sem voru sett í apríl 2013, er markmið þeirra að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Vegna þessa þurfa söluaðilar að selja dísilolíu sem blönduð er með lífeldsneyti, eða lífdísilolíu svokallaðri og blanda þarf bensín við metanól. Upprunalega var notast við vetnismeðhöndlaða dísilolíu, sem er framleidd úr pálmaolíu, en því svo hætt. Undanfarin ár hefur jurtaolíum verið blandað saman við dísilolíuna sem reynst hefur eigendum dísilökutækja illa. Innleiðing þessarar blönduðu dísilolíu hefur lengi verið deilumál og vakti það athygli árið 2013 að hagsmunaaðilinn Carbon Recycling skrifaði að stórum hluta drögin að lagafrumvarpinu um málið sem síðar var samþykkt af Alþingi. Mikil umræða fór af stað málið á Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar nýlega. Þar deildi einn myndbandi af olíusíu úr Scania 650 vörubílnum sínum. Sjá má á myndbandinu að olía hafði safnast upp í síunni. Eftir 14 þúsund kílómetra keyrslu hafi hann þurft að skipta um síu en bíllinn hafi farið að missa afl og sían verið vandamálið. Meira en hundrað athugasemdir eru undir færslunni þar sem fleiri hafa sömu sögu að segja. Það sé alveg nýtt á nálinni, ef marka má umræðuna, að skipta þurfi um þessar síur eftir bara 14 þúsund kílómetra keyrslu. Eins og þeim sé refsað fyrir að eiga bíl sem uppfylli mengunarstaðla Ívar segist sjálfur hafa heyrt frá félögum sínum sem starfi sem bifvélavirkjar að þeir hafi orðið þess varir að dísil-fólksbílar hafi verið að bila oftar undanfarið en áður. „Spíssarnir, sem dæla olíunni inn á vélina, í fólksbílum eru að skemmast. Spíssarnir eru mjög viðkvæmur hlutur og dýr hlutur. Það er miklu meira um þessa ónýtu spíssa núna en ella væri en fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað er vandamálið,“ segir Ívar. Á olíutönkum dísilbílanna er sérstaklega varað við því af framleiðanda að ekki skuli notuð dísilolía blönduð við lífeldsneyti.Vísir „Sorglegasta er að þetta er bara að gerast í háþróuðum dísilvélum sem eru bara í nýjustu bílunum og eru með háþróaðan mengunarbúnað. Gömlum dísilbílum er alveg sama, þeir finna ekki fyrir svona, en þessir nýju eru miklu viðkvæmari út af mengunarstöðlum og þola ekki svona drulluolíu.“ „Það er eins og manni sé refsað fyrir að vera með nýjan bíl sem uppfyllir alla mengunarstaðla.“ Geti skapað hættulegar aðstæður þegar síurnar bili á þjóðvegum Tvær hráolíusíur eru í bílnum hans Ívars og kostar hver sía um tólf þúsund krónur og hafa þessar aukasíur því kostað um fimmtíu þúsund krónur fyrir Ívar á þessu ári. Láti menn skipta um síurnar í umboðinu kostar það rúm tuttugu þúsund. Hefði Ívar látið skipta um þær í umboðinu hefði það hlaupið á um hundrað þúsund krónum á einu ári. Ívar segir olíuna, þessa lífdísilolíu, ekki bara fara illa með síurnar sjálfar. Eftir nokkurn tíma geti komið til þess að aðrir bílpartar fari að bila vegna olíunnar. „Nú er ég með nýjan bíl sem uppfyllir alla nýjustu Euro-staðlana, þetta er Euro6 bíll með svakalega mikinn mengunarbúnað. Er í alvöru umhverfisvænna að renna einhverju svona í gegn um bílinn heldur en að vera með hreina olíu og leyfa mengunarbúnaðinum bara að virka? Af því að þetta er líka að stífla mengunarbúnaðinn í bílnum.“ Oft geti skapast hættulegar aðstæður þegar olíusían stíflast og bíllinn fer að láta öllum illum látum. Bíllinn komist þá ekki jafn hratt og til dæmis ekki upp langar brekkur, sérstaklega ekki á veturna. Ívar segist sjálfur hafa lent í því að þurfa að stoppa úti í kanti á Vestfjörðum til að skipta þar um síu. „Við erum flestir farnir að byrgja okkur upp og vera bara með síur í nýjum bílum til að skipta sjálfir úti í vegkanti. Það er heldur ekki umhverfisvænt, það er bara ógeðslegt, maður sullar olíu út um allt. En ég er tilneyddur til að gera þetta. Mér finnst ekkert gaman að fara út í snjógallanum og skipta um síu í skítaveðri.“ Ívar segist bara hafa lent í vandræðum með síurnar í nýjustu bílunum sínum. Þeir eldri ráði mun betur við olíublönduna.Vísir Tjón fyrir heimilin gríðarlegt Ívar segir mikið fjárhagstjón fólgið í þessum aukakostnaði. Hann er aðeins með einn bíl og er sjálfur eini starfsmaður fyrirtækisins síns. „Þetta er auðvitað rosalegt fjárhagslegt tjón, það er rosalega súrt að þurfa að vera alltaf að skipta um síur sem eiga að endast fjörutíu þúsund kílómetra en gefast upp eftir ellefu til sautján þúsund kílómetra,“ segir Ívar. Eitthvað sé ekki verið að gera rétt að mati Ívars, fyrir utan það að til lengri tíma geti olían haft enn meira tjón í för með sér. „Til dæmis ef spíssar og margt annað í svona dísilvél fer að gefa sig. Sían í flutningabílnum mínum sigtar drulluna út, svo hún sendi olíuna hreina inn á vélina en auðvitað kemst alltaf eitthvað í gegn. Það fer ekki vel með spíssana og spíssar í svona nýjan flutningabíl kosta á við einbýlishús á Kópaskeri. Þetta eru fleiri milljónir ef spíssarnir skemmast.“ Enn hafi hann sjálfur ekki heyrt af því að spíssar hafi skemmst í vörubílum vegna svona olíuvandræða en mikið sé um það í fólksbílum. „Fólk kannski áttar sig ekki á því eins og maður sjálfur sem er með rekstur utan um þetta og veit hvernig þetta á að haga sér, þetta getur valdið gríðarlegu fjárhagstjóni fyrir heimilin líka.“
Bensín og olía Loftslagsmál Neytendur Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira