Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2021 21:41 Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi og leiðsögumaður á Mjóeyri við Eskifjörð. Arnar Halldórsson Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var Mjóeyri heimsótt en hún er í jaðri byggðarinnar á Eskifirði. Þar er leiði Eiríks Þorlákssonar, sem fæddur var á Þorgrímsstöðum í Breiðdal árið 1765 en hálshöggvinn 21 árs gamall. Eskifjörður árið 1836. Myndin er eftir franska teiknarann Auguste Mayer, sem var í Íslandsleiðangri Paul Gaimards.Teikning/Auguste Mayer „Þetta er síðasta aftaka á Austurlandi og með þeim síðustu á Íslandi,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri, og vísar okkur á leiðið. Á Berufjarðarströnd hafði Eiríkur drepið pilt sem hafði verið með honum í gengi þriggja pilta í Breiðdal sem lögðust út og stálu sér til matar á tíma móðuharðindanna þegar hungursneyð var í landinu. Úr Breiðdal. Eiríkur Þorláksson var fæddur á Þorgrímsstöðum árið 1765.Friðrik Þór Halldórsson Aftakan fór fram árið 1786, sama ár og Eskifjörður og Reykjavík hlutu kaupstaðarréttindi. „Og settur hér upp höggstokkur og hann leiddur í járnum hér út þorpið og hálshöggvinn hér á Mjóeyri.“ Böðullinn var bóndi í Norðfirði, Björn að nafni, að sögn Sævars. Sá átti sjálfur eitthvað sökótt við yfirvaldið en gat unnið sér sakaruppgjöf með því að hálshöggva Eirík. Lýsingar á aftökunni eru óhugnanlegar en sagan segir að höfuðið hafi farið af í sjöunda höggi. Leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri.Arnar Halldórsson „Öxin var bitlaus og Björn að sjálfsögðu draugfullur við þetta verkefni. Og einhverjar sögur segja að það hafi verið hérna danskur skipstjóri sem hafi nú ekki getað horft upp á þetta en klárað verkið,“ segir Sævar. Fleiri sögur frá Eskifirði eru sagðar í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Mjóeyri heimsótt en hún er í jaðri byggðarinnar á Eskifirði. Þar er leiði Eiríks Þorlákssonar, sem fæddur var á Þorgrímsstöðum í Breiðdal árið 1765 en hálshöggvinn 21 árs gamall. Eskifjörður árið 1836. Myndin er eftir franska teiknarann Auguste Mayer, sem var í Íslandsleiðangri Paul Gaimards.Teikning/Auguste Mayer „Þetta er síðasta aftaka á Austurlandi og með þeim síðustu á Íslandi,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri, og vísar okkur á leiðið. Á Berufjarðarströnd hafði Eiríkur drepið pilt sem hafði verið með honum í gengi þriggja pilta í Breiðdal sem lögðust út og stálu sér til matar á tíma móðuharðindanna þegar hungursneyð var í landinu. Úr Breiðdal. Eiríkur Þorláksson var fæddur á Þorgrímsstöðum árið 1765.Friðrik Þór Halldórsson Aftakan fór fram árið 1786, sama ár og Eskifjörður og Reykjavík hlutu kaupstaðarréttindi. „Og settur hér upp höggstokkur og hann leiddur í járnum hér út þorpið og hálshöggvinn hér á Mjóeyri.“ Böðullinn var bóndi í Norðfirði, Björn að nafni, að sögn Sævars. Sá átti sjálfur eitthvað sökótt við yfirvaldið en gat unnið sér sakaruppgjöf með því að hálshöggva Eirík. Lýsingar á aftökunni eru óhugnanlegar en sagan segir að höfuðið hafi farið af í sjöunda höggi. Leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri.Arnar Halldórsson „Öxin var bitlaus og Björn að sjálfsögðu draugfullur við þetta verkefni. Og einhverjar sögur segja að það hafi verið hérna danskur skipstjóri sem hafi nú ekki getað horft upp á þetta en klárað verkið,“ segir Sævar. Fleiri sögur frá Eskifirði eru sagðar í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09