Fótbolti

Gefa milljón evra HM-bónus til veikra barna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serbar fögnuðu HM-sætinu vel og innilega.
Serbar fögnuðu HM-sætinu vel og innilega. getty/Pedro Fiúza

Leikmenn serbneska karlalandsliðsins í fótbolta hafa ákveðið að gefa veglegan bónus sem þeir fá fyrir að komast á HM 2022 til góðs málefnis.

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hafði lofað leikmönnum fótboltalandsliðsins einnar milljóna evra bónusi fyrir að komast á HM í Katar. Og það tókst Serbum á eftirminnilegan hátt.

Á sunnudaginn unnu þeir Portúgali í hreinum úrslitaleik um toppsætið í A-riðli undankeppni HM, og þar með farseðilinn til Katar. Renato Sanches kom Portúgal yfir strax á 2. mínútu en Dusan Tadic jafnaði fyrir Serbíu eftir rúman hálftíma. Á lokamínútunni skoraði svo Aleksandar Mitrovic sigurmark Serba og tryggði þeim sæti á HM í Katar.

Mitrovic og félagar fá því bónusinn sem forsetinn hafði lofað þeim. Hann nemur rúmlega 150 milljónum íslenskra króna. Serbar hafa nú ákveðið að láta gott af sér leiða og hafa ákveðið að gefa bónusinn veglega til umönnunar veikra barna í Serbíu. 

Gamla hetjan Dragan Stojkovic tók við serbneska liðinu eftir að því mistókst að komast á EM 2020. Serbía hefur unnið átta af tólf leikjum undir stjórn Stojkovic, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×