Landsliðskona setti saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins til Wales Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 17:01 Margrét Lea Kristinsdóttir náði bestum árangri íslenska hópsins með því að vinna silfurverðlaun í gólfæingum. Fimleikasamband Íslands Ísland átti góða fulltrúa á Norður Evrópumótinu í fimleikum sem var haldið um helgina í Cardiff í Wales um helgina. Nú er hægt að fá góða innsýn í ferðalagið til Bretlands. Íslenska fimleikalandsliðin hafa lokið keppni á Norður Evrópumótinu í ár en íslenski hópurinn kom alls sex keppendum í úrslit á áhöldum og þau Margrét Lea Kristinsdóttir og Jónas Ingi Þórisson unnu bæði verðlaun á mótinu í ár. Jónas Ingi Þórisson vann brons.Skjámynd/Youtube Margrét Lea nældi sér í silfur í gólfæfingum með 12.550 stig en Jónas Ingi sótti sér brons í gólfæfingum með því að ná í 13.750 stig. Jónas Ingi keppti einnig til úrslita á stökki, þar sem hann hafnaði í sjötta sæti og á svifrá þar sem hann hafnaði í sjöunda sæti. Landsliðskonan Agnes Suto tók saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins og má sjá hana hér fyrir neðan. Þar má sjá bæði myndir frá ferðalaginu sem og lífinu í Carfiff þessa daga sem mótið stóð yfir. Það er gaman að fá að skyggnast aðeins á bak við tjöldin í keppnisferð sem þessari. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rny78v56POU">watch on YouTube</a> Landsliðin okkar höfnuðu bæði í fimmta sæti, karlarnir enduðu rétt á eftir sænska landsliðinu og konurnar á eftir danska liðinu. Margrét Lea Kristinsdóttir var með besta árangur kvenna í fjölþraut með 46.550 stig en karlamegin var það Valgarð Reinhardsson með 77.100 stig sem skilaði honum níunda sætinu ásamt Marchus Stenberg frá Svíþjóð. Upprunalega átti ísland fimm keppendur í úrslitum en þegar keppandi dróg sig úr keppni á svifrá bættist Martin Bjarni Guðmundsson í úrslit, íslenskir keppendur í úrslitum voru því sex talsins. Margrét Lea Kristinsdóttir með silfrið sitt.Skjámynd/Youtube Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita á hringjum og hafnaði í fjórða sæti. Martin Bjarni Guðmundsson kom inn sem varamaður á svifrá en hann endaði í sjötta sæti. Guðrún Edda Min Harðardóttir keppti á tvíslá og Valgarð Reinhardsson hafnaði í fjórða sæti á tvíslá. Kvennalandslið Íslands skipuðu þær Agnes Suto, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Kristín Sara Jónsdóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir. Karlalandslið Íslands skipuðu þeir Dagur Kári Ólafsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson. Fimleikar Íslendingar erlendis Wales Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Íslenska fimleikalandsliðin hafa lokið keppni á Norður Evrópumótinu í ár en íslenski hópurinn kom alls sex keppendum í úrslit á áhöldum og þau Margrét Lea Kristinsdóttir og Jónas Ingi Þórisson unnu bæði verðlaun á mótinu í ár. Jónas Ingi Þórisson vann brons.Skjámynd/Youtube Margrét Lea nældi sér í silfur í gólfæfingum með 12.550 stig en Jónas Ingi sótti sér brons í gólfæfingum með því að ná í 13.750 stig. Jónas Ingi keppti einnig til úrslita á stökki, þar sem hann hafnaði í sjötta sæti og á svifrá þar sem hann hafnaði í sjöunda sæti. Landsliðskonan Agnes Suto tók saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins og má sjá hana hér fyrir neðan. Þar má sjá bæði myndir frá ferðalaginu sem og lífinu í Carfiff þessa daga sem mótið stóð yfir. Það er gaman að fá að skyggnast aðeins á bak við tjöldin í keppnisferð sem þessari. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rny78v56POU">watch on YouTube</a> Landsliðin okkar höfnuðu bæði í fimmta sæti, karlarnir enduðu rétt á eftir sænska landsliðinu og konurnar á eftir danska liðinu. Margrét Lea Kristinsdóttir var með besta árangur kvenna í fjölþraut með 46.550 stig en karlamegin var það Valgarð Reinhardsson með 77.100 stig sem skilaði honum níunda sætinu ásamt Marchus Stenberg frá Svíþjóð. Upprunalega átti ísland fimm keppendur í úrslitum en þegar keppandi dróg sig úr keppni á svifrá bættist Martin Bjarni Guðmundsson í úrslit, íslenskir keppendur í úrslitum voru því sex talsins. Margrét Lea Kristinsdóttir með silfrið sitt.Skjámynd/Youtube Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita á hringjum og hafnaði í fjórða sæti. Martin Bjarni Guðmundsson kom inn sem varamaður á svifrá en hann endaði í sjötta sæti. Guðrún Edda Min Harðardóttir keppti á tvíslá og Valgarð Reinhardsson hafnaði í fjórða sæti á tvíslá. Kvennalandslið Íslands skipuðu þær Agnes Suto, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Kristín Sara Jónsdóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir. Karlalandslið Íslands skipuðu þeir Dagur Kári Ólafsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson.
Fimleikar Íslendingar erlendis Wales Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira