Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. nóvember 2021 13:01 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. KLAPP kerfið svokallaða var tekið í notkun í morgun en hingað til hefur verið notast við venjuleg Strætókort, Strætó appið, og pappamiða. „Við byrjum svona smátt í sniðum þannig við erum svona annars vegar plastkort þar sem þú getur keypt mánuð eða ár, eða bara mánuð í einu sem endurnýjast sjálfkrafa eða þegar að þú vilt. Við erum líka að selja pappamiða með tíu miðum á og síðan er hægt að nota nýtt app sem kom út og þar eru þá þessir sömu vöruflokkar í því,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. KLAPP kortið er skannað um borð í Strætó til að greiða fargjaldið og er fyllt á það í gegnum mínar síður á vef Strætó. KLAPP appið er hægt að sækja í snjallsíma og er þar hægt að kaupa staka miða eða tímabilskort. KLAPP tía er síðan pappaspjald með kóða sem skannað er um borð strætisvagna. Fjallað var um kerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Síðan stefnum við bara á að þróa þetta í framtíðinni og kynna til sögunnar vonandi á næsta ári snertilaus greiðslukort og Apple pay og Samsung pay. Samhliða þessu þá einfölduðum við gjaldskránna mjög mikið og við fækkuðum svokölluðum afsláttarflokkum,“ segir Jóhannes. Almennt mánaðarverð lækkaði þannig um 5300 krónur en á móti hækkuðu ungmennakort um 15 þúsund á ári. Þá var felld niður gjaldskylda fyrir börn 11 ára og yngri. „Þarna erum við svona dálítið að eyða út áhrifunum sem voru hér áður og var kvartað mjög mikið yfir, að menn hafi þurft að kaupa árskort til að fá einhvern afslátt ef þú ert góður notandi, þannig núna getur þú bara keypt þér mánaðarkort á þessu lága verði,“ segir Jóhannes. Einfaldara og sveigjanlegra að ferðast með Strætó Líkt og áður segir tók nýja greiðslukerfið við í morgun en notendur sem eiga enn gamla miða eða kort í Strætó appinu geta enn nýtt það. Hægt verður að nota tímabilskort í appinu þar til þau renna út og verður hægt að nota gömlu pappamiðana til 1. mars en einnig er hægt að skipta þeim út fyrir inneign í nýja kerfinu. „Þannig þetta verður allt svona miklu einfaldara og sveigjanlegra og gagnsærra eins og við segjum. Síðan einföld gjaldskrá, hún býður upp á svona ákveðna þróun og möguleika í framtíðinni. Við erum bara að stíga okkar fyrstu skref í þessu stafræna greiðslukerfi,“ segir Jóhannes. Hann segir daginn í dag hafa gengið frekar vel og að vel hafi verið tekið í nýja greiðslukerfið. „Við eigum auðvitað alltaf von á að eitthvað komi upp á fyrstu dögum og vikum nýs kerfis en í morgun hefur þetta gengið alveg þokkalega og stóráfallalaust þannig við erum bara bjartsýn,“ segir Jóhannes. „Við vonum bara að á næsta ári getum við kynnt fullt af nýjungum sem að henta vonandi sem flestum,“ segir Jóhannes. „Þetta er framtíðargreiðslukerfi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi bara öllu landinu. Borgarlínan og landsbyggðarstrætó koma síðan bara vonandi þegar fram líða stundir.“ Strætó Samgöngur Stafræn þróun Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
KLAPP kerfið svokallaða var tekið í notkun í morgun en hingað til hefur verið notast við venjuleg Strætókort, Strætó appið, og pappamiða. „Við byrjum svona smátt í sniðum þannig við erum svona annars vegar plastkort þar sem þú getur keypt mánuð eða ár, eða bara mánuð í einu sem endurnýjast sjálfkrafa eða þegar að þú vilt. Við erum líka að selja pappamiða með tíu miðum á og síðan er hægt að nota nýtt app sem kom út og þar eru þá þessir sömu vöruflokkar í því,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. KLAPP kortið er skannað um borð í Strætó til að greiða fargjaldið og er fyllt á það í gegnum mínar síður á vef Strætó. KLAPP appið er hægt að sækja í snjallsíma og er þar hægt að kaupa staka miða eða tímabilskort. KLAPP tía er síðan pappaspjald með kóða sem skannað er um borð strætisvagna. Fjallað var um kerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Síðan stefnum við bara á að þróa þetta í framtíðinni og kynna til sögunnar vonandi á næsta ári snertilaus greiðslukort og Apple pay og Samsung pay. Samhliða þessu þá einfölduðum við gjaldskránna mjög mikið og við fækkuðum svokölluðum afsláttarflokkum,“ segir Jóhannes. Almennt mánaðarverð lækkaði þannig um 5300 krónur en á móti hækkuðu ungmennakort um 15 þúsund á ári. Þá var felld niður gjaldskylda fyrir börn 11 ára og yngri. „Þarna erum við svona dálítið að eyða út áhrifunum sem voru hér áður og var kvartað mjög mikið yfir, að menn hafi þurft að kaupa árskort til að fá einhvern afslátt ef þú ert góður notandi, þannig núna getur þú bara keypt þér mánaðarkort á þessu lága verði,“ segir Jóhannes. Einfaldara og sveigjanlegra að ferðast með Strætó Líkt og áður segir tók nýja greiðslukerfið við í morgun en notendur sem eiga enn gamla miða eða kort í Strætó appinu geta enn nýtt það. Hægt verður að nota tímabilskort í appinu þar til þau renna út og verður hægt að nota gömlu pappamiðana til 1. mars en einnig er hægt að skipta þeim út fyrir inneign í nýja kerfinu. „Þannig þetta verður allt svona miklu einfaldara og sveigjanlegra og gagnsærra eins og við segjum. Síðan einföld gjaldskrá, hún býður upp á svona ákveðna þróun og möguleika í framtíðinni. Við erum bara að stíga okkar fyrstu skref í þessu stafræna greiðslukerfi,“ segir Jóhannes. Hann segir daginn í dag hafa gengið frekar vel og að vel hafi verið tekið í nýja greiðslukerfið. „Við eigum auðvitað alltaf von á að eitthvað komi upp á fyrstu dögum og vikum nýs kerfis en í morgun hefur þetta gengið alveg þokkalega og stóráfallalaust þannig við erum bara bjartsýn,“ segir Jóhannes. „Við vonum bara að á næsta ári getum við kynnt fullt af nýjungum sem að henta vonandi sem flestum,“ segir Jóhannes. „Þetta er framtíðargreiðslukerfi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi bara öllu landinu. Borgarlínan og landsbyggðarstrætó koma síðan bara vonandi þegar fram líða stundir.“
Strætó Samgöngur Stafræn þróun Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19
Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent