Versnandi verðbólguhorfur Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 13:14 Seðlabankinn reiknar með að verðbólga verði komin í 4,7 prósent undir lok þessa árs en verðbólgumarkmið bankans er 2,5 prósent. Hún verði ekki komin niður fyrir 3 prósent fyrr en undir lok næsta árs. Vísir/Vilhelm Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 1,5 prósentum í tvö prósent í morgun og er þetta fjórða vaxtahækkun bankans á árinu. Vextirnir voru lægstir í 0,75 prósentum í maí á þessu ári. Mikil hækkun á íbúðarhúsnæði hefur verið aðal orskavaldur aukinnar verðbólgu undanfarna mánuði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að viðvarandi hækkun á hrávörum í útlöndum, svo sem eins og eldsneyti, hafi einnig vaxandi áhrif á verðbólguna. „Og líka tiltölulega miklar launahækkanir sem koma til meðal annars af þessum hagvaxtarauka sem kallaður er og verður greiddur út. Á sama tíma eru hækkanir á fasteignamarkaði. Þannig að við verðum að bregðast við. Samt eru stýrivextir enn þá ekki háir. Þeir eru núna tvö prósent,“ segir Ásgeir. Þarna vísaði seðlabankastjóri í ákvæði lífskjarasamniganna um hlutdeild launafólks í auknum hagvexti sem greiddur verður út á þessu ári. Þá sýna nýjustu útreikningar Þjóðskrár Íslands að fasteignaverð hafi hækkað um 17,1 prósent á síðustu tólf mánuðum. Ásgeir segir að Seðlabankinn verði að bregðast við samanlögðum áhrifum þessarar þróunar. „Við viljum tryggja verðstöðugleika. Við viljum tryggja að krónan haldi verðgildi sínu. Að launin haldi verðgildi sínu. Þetta verðum við að gera,“ segir seðlabankastjóri. Gríðarleg hækkun á verði íbúðarhúsnæðis á undanförnum mánuðum og viðvarandi hækkanir hrávöru í útlöndum drífa verðbólguna áfram. Húnsæðisverð hefur hækkað um 17,1 prósent undanfarna 12 mánuði.Vísir/Vilhelm Gleðitíðindin væru hins vegar þau að atvinnuleysi minnki mjög hratt. Vinnumarkaðurinn væri að koma miklu betur út úr farsóttinni en menn hefðu gert sér vonir um. Atvinnuþátttaka væri að aukast mjög mikið öfugt miðað við þróun í mörgum öðrum ríkjum. Horfur væru á um eða yfir fimm prósenta hagvexti á næsta ári. „Það var það sem við hér vildum sjá og var ástæðan fyrir mörgum þessarra aðgerða sem við gripum til á sínum tíma. Við gripum til mjög skarpra vaxtalækkana og skarpra aðgerða til þess í rauninni að taka fallið af heimilunum í landinu. Taka fallið af vinnumarkaðnum,“ segir Ásgeir Jónsson. Það teygist stöðugt úr væntingum Seðlabankans um lækkun verðbólgunnar. Hún hækkaði úr 4,2 prósentum í 4,5 prósent frá október til nóvember og nú spáir peningastefnunefndin að hún verði 4,7 prósent á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Verðbólga muni haldast yfir fjórum prósentum lengur en áður hafi verið spáð og verði ekki komin niður fyrir þrjú prósent fyrr en á síðasta ársfjórðungi næsta árs. Það er þó mikilli óvissu háð eins og flest í efnahagshorfum um þessar mundir. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Horfast þurfi í augu við efnahagslegar afleiðingar kjarasamninga Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins situr nú í forstjórastóli BM Vallár og horfir á pólítíkina og vinnumarkaðinn utan frá. Hann segir íslenska vinnumarkaðslíkanið ónýtt. Ekki hjálpi til að aukin harka hafi færst í samskipti milli aðila vinnumarkaðarins undanfarin ár, ekki síst með tilkomu nýrrar forystu í verkalýðsfélögunum. 16. nóvember 2021 09:30 Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins. 10. nóvember 2021 23:58 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 1,5 prósentum í tvö prósent í morgun og er þetta fjórða vaxtahækkun bankans á árinu. Vextirnir voru lægstir í 0,75 prósentum í maí á þessu ári. Mikil hækkun á íbúðarhúsnæði hefur verið aðal orskavaldur aukinnar verðbólgu undanfarna mánuði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að viðvarandi hækkun á hrávörum í útlöndum, svo sem eins og eldsneyti, hafi einnig vaxandi áhrif á verðbólguna. „Og líka tiltölulega miklar launahækkanir sem koma til meðal annars af þessum hagvaxtarauka sem kallaður er og verður greiddur út. Á sama tíma eru hækkanir á fasteignamarkaði. Þannig að við verðum að bregðast við. Samt eru stýrivextir enn þá ekki háir. Þeir eru núna tvö prósent,“ segir Ásgeir. Þarna vísaði seðlabankastjóri í ákvæði lífskjarasamniganna um hlutdeild launafólks í auknum hagvexti sem greiddur verður út á þessu ári. Þá sýna nýjustu útreikningar Þjóðskrár Íslands að fasteignaverð hafi hækkað um 17,1 prósent á síðustu tólf mánuðum. Ásgeir segir að Seðlabankinn verði að bregðast við samanlögðum áhrifum þessarar þróunar. „Við viljum tryggja verðstöðugleika. Við viljum tryggja að krónan haldi verðgildi sínu. Að launin haldi verðgildi sínu. Þetta verðum við að gera,“ segir seðlabankastjóri. Gríðarleg hækkun á verði íbúðarhúsnæðis á undanförnum mánuðum og viðvarandi hækkanir hrávöru í útlöndum drífa verðbólguna áfram. Húnsæðisverð hefur hækkað um 17,1 prósent undanfarna 12 mánuði.Vísir/Vilhelm Gleðitíðindin væru hins vegar þau að atvinnuleysi minnki mjög hratt. Vinnumarkaðurinn væri að koma miklu betur út úr farsóttinni en menn hefðu gert sér vonir um. Atvinnuþátttaka væri að aukast mjög mikið öfugt miðað við þróun í mörgum öðrum ríkjum. Horfur væru á um eða yfir fimm prósenta hagvexti á næsta ári. „Það var það sem við hér vildum sjá og var ástæðan fyrir mörgum þessarra aðgerða sem við gripum til á sínum tíma. Við gripum til mjög skarpra vaxtalækkana og skarpra aðgerða til þess í rauninni að taka fallið af heimilunum í landinu. Taka fallið af vinnumarkaðnum,“ segir Ásgeir Jónsson. Það teygist stöðugt úr væntingum Seðlabankans um lækkun verðbólgunnar. Hún hækkaði úr 4,2 prósentum í 4,5 prósent frá október til nóvember og nú spáir peningastefnunefndin að hún verði 4,7 prósent á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Verðbólga muni haldast yfir fjórum prósentum lengur en áður hafi verið spáð og verði ekki komin niður fyrir þrjú prósent fyrr en á síðasta ársfjórðungi næsta árs. Það er þó mikilli óvissu háð eins og flest í efnahagshorfum um þessar mundir.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Horfast þurfi í augu við efnahagslegar afleiðingar kjarasamninga Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins situr nú í forstjórastóli BM Vallár og horfir á pólítíkina og vinnumarkaðinn utan frá. Hann segir íslenska vinnumarkaðslíkanið ónýtt. Ekki hjálpi til að aukin harka hafi færst í samskipti milli aðila vinnumarkaðarins undanfarin ár, ekki síst með tilkomu nýrrar forystu í verkalýðsfélögunum. 16. nóvember 2021 09:30 Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins. 10. nóvember 2021 23:58 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Horfast þurfi í augu við efnahagslegar afleiðingar kjarasamninga Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins situr nú í forstjórastóli BM Vallár og horfir á pólítíkina og vinnumarkaðinn utan frá. Hann segir íslenska vinnumarkaðslíkanið ónýtt. Ekki hjálpi til að aukin harka hafi færst í samskipti milli aðila vinnumarkaðarins undanfarin ár, ekki síst með tilkomu nýrrar forystu í verkalýðsfélögunum. 16. nóvember 2021 09:30
Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins. 10. nóvember 2021 23:58