Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 12:32 Lýst var eftir Cleo Smith en hún fannst heil á húfi átján dögum eftir að hún hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar á tjaldsvæði í október. Vísir/EPA Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38
Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03