Hrekkirnir geti valdið fólki miklu hugarangri Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 14:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, biðlar til fólks að gera alls ekki símaat í aðra. Nokkuð hefur verið um símahrekki víða á landinu undanfarið en lögreglan telur að rekja megi símtölin til smáforrits þar sem finna má tilbúnar upptökur á íslensku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir símtölin geta valdið fólki miklu hugarangri og hvetur eindregið gegn notkun forritsins. Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16