Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Bresku-Kólumbíu og tveggja saknað

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikil rigning fylgdi óveðrinu og á einum degi féll jafn mikið regn og á venjulegum mánuði.
Mikil rigning fylgdi óveðrinu og á einum degi féll jafn mikið regn og á venjulegum mánuði. epa

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bresku-Kólumbíu í Kanada eftir óveðrið mikla sem gekk yfir um síðustu helgi. Vegir eru enn ófærir víða og lestarteinar skemmdir þannig að mikil röskun hefur orðið á samgöngum á svæðinu.

Kanadíski herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar en þúsundir komast hvorki lönd né strönd og hafa verið innlyksa á heimilum sínum síðan á sunnudag. 

Justin Trudeau forsætisráðherra hefur lofað frekari aðstoð og að ráðist verði fljótt í endurreisn innviða sem löskuðust í veðrinu, sem kallað hefur verið versti stormur á svæðinu í heila öld. 

Eitt dauðsfall hefur verið staðfest þar sem kona fórst í aurskriðu en tveggja annarra er saknað hið minnsta. Gríðarlegar rigningar fylgdu óveðrinu og á einum sólarhring var úrkoman eins og í meðal mánuði.

Heilu svæðin hafa farið undir vatn.epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×