Teitur með sjö mörk í sjö skotum í seinni hálfleik í mikilvægum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Teitur Örn Einarsson var í miklum ham í seinni hálfleiknum í leik Flensburg og Dinamo Búkarest í Meistaradeild Evrópu. getty/Axel Heimken Teitur Örn Einarsson átti frábæran leik þegar Flensburg vann góðan sigur á Dinamo Búkarest, 37-30, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Selfyssingurinn skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur hjá Flensburg ásamt sænska hornamanninum Hampus Wanne. Öll mörk Teits komu í seinni hálfleik. Hann tók eitt skot í fyrri hálfleik sem geigaði. Í þeim seinni var svo bókstaflega allt inni hjá Teiti en öll sjö skotin hans enduðu í netinu. Teitur hefur leikið vel fyrir Flensburg síðan hann kom til liðsins frá Kristianstad í síðasta mánuði. Selfyssingurinn hefur fundið sig sérstaklega vel í Meistaradeildinni og var til að mynda valinn í lið 6. umferðar fyrir frammistöðu sína gegn Motor Zaporozhye. Teitur skoraði þá sjö mörk eins og í gær. Outstanding performances from those 7 players Which one impressed you the most = _______? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/D8xyZinOV6— EHF Champions League (@ehfcl) October 30, 2021 Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað þrjá leiki í Meistaradeildinni hefur Teitur skorað nítján mörk, sjö gegn Motor Zaporozhye og Dinamo Búkarest og fimm gegn Veszprém. Flensburg er í 6. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar. „Ég er ánægður með vikuna þar sem við unnum þrjá leiki. Þetta var mjög erfitt í Búkarest og því var þeim mun mikilvægara að við kláruðum dæmið,“ sagði Teitur eftir leikinn í gær. Flensburg fékk Teit vegna mikilla meiðsla hægri skyttanna Magnus Rød og Franz Semper. Hann skrifaði undir samning við Flensburg til loka tímabilsins en miðað við frammistöðu hans undanfarnar vikur er ekki ólíklegt að hann fái áframhaldandi samning við félagið. Flensburg er ósigrað í síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum, unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Næsti leikur liðsins er gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
Selfyssingurinn skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur hjá Flensburg ásamt sænska hornamanninum Hampus Wanne. Öll mörk Teits komu í seinni hálfleik. Hann tók eitt skot í fyrri hálfleik sem geigaði. Í þeim seinni var svo bókstaflega allt inni hjá Teiti en öll sjö skotin hans enduðu í netinu. Teitur hefur leikið vel fyrir Flensburg síðan hann kom til liðsins frá Kristianstad í síðasta mánuði. Selfyssingurinn hefur fundið sig sérstaklega vel í Meistaradeildinni og var til að mynda valinn í lið 6. umferðar fyrir frammistöðu sína gegn Motor Zaporozhye. Teitur skoraði þá sjö mörk eins og í gær. Outstanding performances from those 7 players Which one impressed you the most = _______? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/D8xyZinOV6— EHF Champions League (@ehfcl) October 30, 2021 Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað þrjá leiki í Meistaradeildinni hefur Teitur skorað nítján mörk, sjö gegn Motor Zaporozhye og Dinamo Búkarest og fimm gegn Veszprém. Flensburg er í 6. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar. „Ég er ánægður með vikuna þar sem við unnum þrjá leiki. Þetta var mjög erfitt í Búkarest og því var þeim mun mikilvægara að við kláruðum dæmið,“ sagði Teitur eftir leikinn í gær. Flensburg fékk Teit vegna mikilla meiðsla hægri skyttanna Magnus Rød og Franz Semper. Hann skrifaði undir samning við Flensburg til loka tímabilsins en miðað við frammistöðu hans undanfarnar vikur er ekki ólíklegt að hann fái áframhaldandi samning við félagið. Flensburg er ósigrað í síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum, unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Næsti leikur liðsins er gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira