Innlent

Þingmenn sem voru ekki í framboði fengu 1,6 milljón í greiðslur í september

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fimm fráfarandi þingmenn fengu áberandi hærri greiðslur en aðrir en í flestum tilvikum var um að ræða kostnað vegna funda erlendis.
Fimm fráfarandi þingmenn fengu áberandi hærri greiðslur en aðrir en í flestum tilvikum var um að ræða kostnað vegna funda erlendis.

Aðrar kostnaðargreiðslur, utan fastra launa og kostnaðar, til þingmanna sem ekki voru í framboði í Alþingiskosningunum nam tæpri 1,6 milljón króna fyrir septembermánuð.

Um er að ræða sautján þingmenn en sumir fengu ekkert greitt aukalega fyrir mánuðinn, á meðan fimm fráfarandi þingmenn fengu greiðslur sem námu yfir 25 þúsund krónur.

Langhæstu upphæðina fékk Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, eða 699.142 krónur. Þar af voru 259.305 krónur vegna flugferða utanlands, 223.351 krónur vegna gisti og fæðiskostnaðar utanlands og 213.633 krónur í dagpeninga.

Steingrímur ferðaðist í september til Vínarborgar, þar sem hann tók þátt í heimsráðstefnu þingforseta og þingmannaráðstefnu IPU, og til Kaupmannahafnar vegna 50 ára afmæli félagsstarfs í Jónshúsi.

Næsthæstu upphæðina fékk Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samtals 420.608 krónur. Þar af voru 145.028 krónur vegna flugferða utanlands og 216.596 krónur í dagpeninga. 

Ágúst Ólafur sótti áðurnefnda þingmannaráðstefnu í Vínarborg og norrænan samráðsfund IPU í Helsinki.

Greiðslur til Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, námu 221.595 krónum en þar var meðal annars um að ræða 72.905 krónur vegna flugverða utanlands og 108.690 krónur í dagpeninga. Sigríður sótti varnarmálaráðstefnu forsætisnefndar Norðurlandaráðs.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk 112.745 krónur greiddar í annan kostnað vegna septembermánaðar, meðal annars vegna bílaleigubíla. Þá fékk Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, 80.000 krónur í símastyrk.

Hér má finna upplýsingar um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×