Tengir innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Aðstandendur sýningarinnar ROF, sem frumsýnt verður um helgina. Saga Sig Nýtt dansverk eftir danshöfundinn Sveinbjörgu Þórhallsdóttur verður frumsýnt á Reykavík Dance Festival í Tjarnarbíói 20. nóvember 2021. Verkið nefnist Rof. Verkið er fyrsti afrakstur dansrannsóknar hennar „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ sem leitast eftir því að tengja innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans. Um er að ræða sólóverk dansað af Höllu Þórðardóttur. „Í rannsókn minni „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ hef ég leitast við að kjarna vinnu mína frekar og dýpka, byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef þegar öðlast og fylgja innsæinu með það að markmiði að þróa aðferðir mínar,“ segir Sveinbjörg um verkið Rof. Saga Sig „Það er sérstök tilfinning að í dag nokkrum mánuðum eftir að ég byrjaði að þróa rannsóknina stakk Covid-19 veiran sér niður og umturnaði heimsmynd okkar allra. Mannkynið stendur á tímamótum og reynir að aðlaga sig að breyttri heimsmynd. Samhliða þeim öru breytingum sem heimurinn allur gengur í gegnum, byltingum og nýjum áskorunum breytast manns eigin faglegu áherslur. Í heimi hraða, áreitis og samkeppni þar sem gildi og ímynd ráðast af persónulegum árangri finn ég sterka löngun til að hægja á, skynja og skoða nýjar leiðir, nýjar aðferðir í listsköpun þar sem samkennd, skynjun, hlustun og dýpt ræður ferð. Gefa handverkinu, tækninni og smáatriðunum betri gaum. Staldra við og skoða fegurðina í smáatriðunum og leita tilgangsins.“ Sveinbjörg Þórhallsdóttir er prófessor við Listaháskóla Íslands. Saga Sig Tónlistin í verkinu er eftir Valgeir Sigurðsson og leikmynd og búningar eftir Júliönnu Láru Steingrímsdóttur. Ljósahönnuður er Jóhann Friðrik Ágústsson. Hreyfistýrð hljóðhönnun er eftir Mari Garrigue. Dansari verksins, Halla Þórðardóttir, ber tvo wave snjallhringa sem hún notar til að framkalla hljóð eða hafa áhrif á áferð tónlistarinnar með hreyfingu í rauntíma. Saga Sig „Í rannsókninni hef ég verið að rannsaka frekar líkama dansarans, tækni dansarans og þeirri viðamiklu óorðuðu þekkingu sem líkami dansarans býr yfir. Ég hef áhuga á því að rannsaka hvernig hægt sé að hámarka meðvitund líkamans á sviði. Rannsaka hvernig þekking og reynsla á innri kerfum líkamans og innra hugarástandi getur haft áhrif á hreyfingu? Hvernig er hægt að hámarka virkni líkamans á sviði þannig að það hreyfi við áhorfendum? Hvaða saga eða reynsla býr í hreyfingu líkamans? Hvernig kem ég því til skila án þess að skapa rof á milli dansarans sem er á sviðinu og áhorfenda? Hvernig get ég notað hugmynd um tímann og tilfinningu fyrir tímanum í að skapa aðferð til að búa rannsókninni form? Til að koma ásetningi verks til áhorfenda?“ segir Sveinbjörg. Saga Sig Allt hreyfiefni verksins er unnið út frá spunaaðferð þar sem hugleiðsla spilar stórt hlutverk. Í gegnum hugleiðsluna fer dansarinn í ákveðið hugarástand þar sem hann skynjar ákveðna líðan og tilfinningar út frá reynslu og þekkingu sem býr í líkamanum. Út frá þessum þáttum er spunnið með hreyfingu sem síðar er unnið með til að hanna dansverkið. Saga Sig Leikhús Dans Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Verkið er fyrsti afrakstur dansrannsóknar hennar „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ sem leitast eftir því að tengja innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans. Um er að ræða sólóverk dansað af Höllu Þórðardóttur. „Í rannsókn minni „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ hef ég leitast við að kjarna vinnu mína frekar og dýpka, byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef þegar öðlast og fylgja innsæinu með það að markmiði að þróa aðferðir mínar,“ segir Sveinbjörg um verkið Rof. Saga Sig „Það er sérstök tilfinning að í dag nokkrum mánuðum eftir að ég byrjaði að þróa rannsóknina stakk Covid-19 veiran sér niður og umturnaði heimsmynd okkar allra. Mannkynið stendur á tímamótum og reynir að aðlaga sig að breyttri heimsmynd. Samhliða þeim öru breytingum sem heimurinn allur gengur í gegnum, byltingum og nýjum áskorunum breytast manns eigin faglegu áherslur. Í heimi hraða, áreitis og samkeppni þar sem gildi og ímynd ráðast af persónulegum árangri finn ég sterka löngun til að hægja á, skynja og skoða nýjar leiðir, nýjar aðferðir í listsköpun þar sem samkennd, skynjun, hlustun og dýpt ræður ferð. Gefa handverkinu, tækninni og smáatriðunum betri gaum. Staldra við og skoða fegurðina í smáatriðunum og leita tilgangsins.“ Sveinbjörg Þórhallsdóttir er prófessor við Listaháskóla Íslands. Saga Sig Tónlistin í verkinu er eftir Valgeir Sigurðsson og leikmynd og búningar eftir Júliönnu Láru Steingrímsdóttur. Ljósahönnuður er Jóhann Friðrik Ágústsson. Hreyfistýrð hljóðhönnun er eftir Mari Garrigue. Dansari verksins, Halla Þórðardóttir, ber tvo wave snjallhringa sem hún notar til að framkalla hljóð eða hafa áhrif á áferð tónlistarinnar með hreyfingu í rauntíma. Saga Sig „Í rannsókninni hef ég verið að rannsaka frekar líkama dansarans, tækni dansarans og þeirri viðamiklu óorðuðu þekkingu sem líkami dansarans býr yfir. Ég hef áhuga á því að rannsaka hvernig hægt sé að hámarka meðvitund líkamans á sviði. Rannsaka hvernig þekking og reynsla á innri kerfum líkamans og innra hugarástandi getur haft áhrif á hreyfingu? Hvernig er hægt að hámarka virkni líkamans á sviði þannig að það hreyfi við áhorfendum? Hvaða saga eða reynsla býr í hreyfingu líkamans? Hvernig kem ég því til skila án þess að skapa rof á milli dansarans sem er á sviðinu og áhorfenda? Hvernig get ég notað hugmynd um tímann og tilfinningu fyrir tímanum í að skapa aðferð til að búa rannsókninni form? Til að koma ásetningi verks til áhorfenda?“ segir Sveinbjörg. Saga Sig Allt hreyfiefni verksins er unnið út frá spunaaðferð þar sem hugleiðsla spilar stórt hlutverk. Í gegnum hugleiðsluna fer dansarinn í ákveðið hugarástand þar sem hann skynjar ákveðna líðan og tilfinningar út frá reynslu og þekkingu sem býr í líkamanum. Út frá þessum þáttum er spunnið með hreyfingu sem síðar er unnið með til að hanna dansverkið. Saga Sig
Leikhús Dans Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira