Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. nóvember 2021 08:00 Grettir Rúnarsson og Ólöf Ása Guðmundsdóttir keyptu Skíðaskálann í Hveradölum árið 2013 og giftu sig þar, þótt ætlunin hafi verið önnur. Grettir er sveitastrákur, alinn upp við rætur Heklu en Ólöf er borgarbarn sem varla hafði farið austar en Selfoss þegar skötuhjúin tóku saman á sínum tíma. En ástin mættist á miðri leið: Í Skíðaskálanum. Með þeim á mynd er hundurinn Flóki en frá því í vor hafa hjónin smátt og smátt verið að byggja upp rekstur í skálanum með margar tengingar við sjarmerandi sögur gamalla tíma. Vísir/Vilhelm „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. „En þetta var rigningasumarið mikla 2013 og útibrúðkaup endaði með að verða vonlaust. Þannig að einn, tveir og bingó: Við giftum okkur í Skíðaskálanum sem við vorum þá nýbúin að kaupa, presturinn gaf okkur saman og á meðan við vorum úti í myndatöku var stóri salurinn dúkkaður upp fyrir veislu,“ segir Ólöf. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Skíðaskálans í Hveradölum, sem hjónin Ólöf og Grettir keyptu árið 2013 og hófu rekstur í síðastliðið vor. Þegar Hekla gaus Það hefur farið framhjá fáum sem keyra reglulega yfir Hellisheiðina að líf hefur fæðst á ný í Skíðaskálanum í Hveradölum. Víkinga-reiðhjólamót síðastliðið sumar, Helga Braga og Októberfestgleði í haust og margt fleira. Ljós loga í gluggum og inni fyrir mætir gestum rómantískt andrúmsloft þar sem gamall og nýr tími mætast af einskærri smekkvísi. Loksins loksins! segja margir sem keyra oft um Hellisheiðina og hafa undanfarna mánuði séð ljósin loga í öllum gluggum Skíðaskálans í Hveradölum. Gönguleiðirnar eru fallegar á svæðinu og þar skarta Norðurljósin oft sínu fegursta yfir vetrartímann. Veitingahús staðarins hefur opnað og á næstu dögum opnar þar lítil verslun með tilvísun í afar sjarmerandi sögu. Fyrir stuttu var reist við skálann göngubrú sem gerir allt aðgengi auðveldara að útivistarsvæðinu í kringum skálann.Vísir/Pétur Már Gunnarsson Þegar blaðamanni ber að garði eru Grettir og Ólöf í óðaönn að skreyta þennan 900 fermetra skála. Æskuvinur Grettis, Davíð Guðmundsson, er á staðnum, í klæddur smíðagalla eins og Grettir og í nægu er að snúast. Davíð er frá Hellu, en lærði kokkinn á hótel Óðinsvé. „Davíð vinnur hjá okkur en gerir svo miklu meira en starfsmaður gæti skilað. Davíð er okkur hreinlega ómetanlegur,“ segir Grettir og Ólöf tekur undir. Í skálanum er líka yngsti sonurinn Benedikt sem er sex ára. En að verða sjö ára. Hann, auk eldri bræðranna; Óðinn 26 ára og Ásmundur 14 ára, hafa verið duglegir að hjálpa foreldrum sínum frá því í vor. Kveikt er upp í arninum og ekki hægt annað en að dást að gömlum og fallegum húsgögnum og munum sem einkenna þetta glæsilega hús. Til dæmis fallegu sófasetti og stórri mottu sem Ólöf fékk frá ömmu sinni og afa. Svo stór er mottan reyndar að heil Baggalúts-sería var eitt sinn tekin upp á mottunni. En eldurinn í arninum minnir líka á annað. Stórbrunan sunnudagskvöldið 20.janúar árið 1991, þegar Skíðaskálinn brann til kaldra kola. Svo ekkert stóð eftir. Sömu helgi hafði Hekla farið að gjósa. Héldu margir höfuðborgarbúar að bjarminn frá Hellisheiðinni, væri bjarmi frá Heklu. Hér má sjá myndband af eldsvoðanum sem Steingrímur Erlendsson tók. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yc9_Sh-p2YM">watch on YouTube</a> Skíðafélag, borgin og veitingamenn Skíðafélag Reykjavíkur reisti Skíðaskálann árið 1934 og lengst af var það í eigu félagsins, eða allt þar til árið 1971 þegar Reykjavíkurborg keypti húsið. Skíðaskálinn var byggður árið 1934 og lengst af í eigu Skíðafélags Reykjavíkur. Á svæðinu má enn sjá leifar af gömlum skíðastökkpalli en á fyrri hluta síðustu aldar voru þar oft haldin stórmót sem jafnvel heimskunnir skíðaíþróttamenn sóttu á sínum tíma. Fyrirhugað er að setja upp litla skíðalyftu á svæðinu. Hún er einkum ætluð fólki með börn og öðrum sem langar að njóta útiverunnar í snjó og hafa gaman að.Vísir/Mynd úr safni Skíðaskálans Á fyrstu hæð Skíðaskálans má einmitt sjá timburskíði og skíðastafi hengd upp á vegg. Þessi skíði voru í eigu og smíðuð af einum helsta brautryðjanda skíðaíþrótta á Íslandi og fyrsta formanni Skíðafélags Reykjavíkur, hinum norskættaða L.H. Müller. M üller þessi var pabbi Leifs Müller sem skrifað er um í ævisögunni Býr Íslendingur hér? Áhrifamikil ævisaga kaupmannsonar úr Reykjavík sem á tímum seinni heimstyrjaldar var svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingarbúðir nasista. Árið 1983 voru umræður um framtíð skálans allnokkrar í borgarstjórn Reykjavíkur. Gerður Steinþórsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi, ritaði þá grein í DV þar sem hún leggur áherslu á að húsinu verði áfram haldið að íþróttahreyfingunni og í eigu borgarinnar. Segir Gerður meðal annars í umræddri grein: „Það er dýrt að halda við gömlum húsum. En það er líka dýrt að byggja Gullinbrú yfir Grafarvoginn.“ Áratugum saman iðaði allt svæðið í kringum Skíðaskálann í Hveradölum. Ekki síst þegar mikill snjór var og margir lögðu leið sína á svæðið til að njóta útivista á skíðum. Á gönguleiðum í grennd við Skíðaskálann má sjá margar áhugaverðar rústir gamalla húsa. Til dæmis rústir sérkennilega hússins sem vefararnir Blómey og Óskar reistu en þau bjuggu á Hellisheiðinni í níu ár. Á þeim slóðum er ætlunin að vera með zip-línu en Grettir og Ólöf segja líka að aukinn áhugi Íslendinga á útivist allt árið um kring, fyrir bæði börn og fullorðna, geri svæðið og skálann sérstaklega spennandi fyrir sístækkandi markhóp hér á landi. Vísir/Mynd úr safni Skíðaskálans Árið 1985 eignaðist Carl Johansen veitingamaður og fjölskyldan hans skálann og hóf þar veitingarekstur. Ári eftir brunann, endurbyggði Carl húsið í svipaðri mynd og það upprunalega. Árið 1995 tók Svavar Helgason við húsinu og rekstrinum. Svavar er vel þekkt nafn í veitingageiranum, átti veitingahúsin Lækjarbrekku og Ask svo eitthvað sé nefnt. Af Svavari keyptu Ólöf og Grettir skálann 2013 og segja hjónin Svavar eiga mikinn heiður skilið fyrir að hafa hugsað vel um húsið og allt sem því fylgdi. „Það héldu margir að skálinn væri löngu orðið draugahús þegar að við keyptum. Hið rétta er að Svavar lokaði aldrei og hélt rekstrinum alltaf réttu megin við núllið. Það gerði hann með því að leggja áherslu á jólahlaðborðin, veislur og viðburði en hann var aldrei með skálann opinn daglega,“ segir Grettir. Sveitarstrákurinn og borgarskvísan Grettir er sveitastrákur. Alinn upp við rætur Heklu, á jörðinni Svínhagi. Sextán ára flutti hann til Reykjavíkur til að læra járnsmíði. En síðustu tuttugu árin hefur hans helsta starf falist í að byggja upp Heklubyggð í gömlu sveitinni sinni; sumarhúsalóðir og landspildur í gegnum fyrirtæki þeirra hjóna, Heklubyggð ehf. „Eins og sést á þessum nöfnum held ég mikið uppá Heklu enda þykir mér gaman að sjá hana héðan frá Reykjafelli,“ segir Grettir. Ólöf er hins vegar borgarbarn. Alin upp í Kópavogi þar sem þau hjónin búa nú. Ólöf er Uppeldis- og menntunarfræðingur sem hefur starfað lengi innan fjármálageirans. Til dæmis hjá Borgun og Reiknistofu bankans. Hjónin kynntust á Skuggabarnum fyrir 22 árum síðan. Einn af vinsælustu skemmtistöðum þess tíma og án efa staður sem fæddi af sér mörg samböndin. Í mörg ár keyrðu hjónin Hellisheiðina til að fara austur í sveitina sína, Heklubyggð. Oft horfðu þau á Skíðaskálann og hugsuðu: „Hvers vegna er ekkert að gerast hérna?“ Það var líf og fjör í Skíðaskálanum í október, ekki síst þann stutta tíma þar sem sóttvörnum hafði verið aflétt. Helga Braga sló þá í gegn ásamt fleirum á Októberfesthátið en þá fylltist húsið af gestum sem tóku virkan þátt í dagskránni. Söngur, dans og kannski eilítið af öli var einkennandi en fyrst og fremst gleði og gaman segja Grettir og Ólöf.Vísir/Mynd úr safni Skíðaskálans Aftur í upprunann: Þar sem hjartað slær Árið 2013 keyptu hjónin Skíðaskálann og sáu strax fyrir sér ótal tækifæri. Í þenslu síðustu ára fóru hugmyndirnar þó sístækkandi: Ferðaþjónustan var í blóma og allt gekk út á erlenda ferðamanninn. Fór svo að hjónin tóku saman við sterka fjárfesta ráðist var í að móta hugmyndir um baðlón og milljarðafjárfestingar. Félagið Hveradalir ehf. var stofnað í kringum verkefnið en að félaginu stóðu ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og fyrirtæki hjónanna, Heklubyggð. Lóðin var stækkuð með nýjum samningum og áætlað að byggja 8500 fermetra baðlón auk gistingar í Stóra dal. Allt strandaði þó í kerfinu. „Því flóknasta í heimi að mér skilst,“ segir Grettir og vísar þar til þess að verkefnið hafi endað í umhverfismati og er þar enn. „Það liðu vikur, síðan mánuðir síðan ár. Allt í einu voru komin fimm ár. Síðan sjö ár,“ segir Grettir og viðurkennir að tafirnar hafi tekið á. Sem betur fer hefur samstarfið við aðra fjárfesta alltaf verið gott. Í vor var ákveðið skipta upp verkefninu: Grettir og Ólöf tóku helming lóðarinnar, þann hluta sem Skíðaskálinn stendur. Hinn helmingur lóðarinnar er áfram í umhverfismati og herma nýjustu fregnir að mögulega skýrist málin næsta vor. En hvernig líður ykkur með þessi skipti? „Vel,“ svara hjónin í kór. Hjartað okkar slær með skálanum og okkur finnst eins og við séum komin til baka í okkar eigin kjarna,“ segir Grettir. Síðasta sumar var haldið Víkinga-reiðhjólamót við Skíðaskálann sem sló í gegn og er ætlunin að endurtaka það mót og fleiri, næsta sumar. Einar Bárðason skipulagði Víkingamótið og margt var um manninn. Grettir og Ólöf sjá líka fyrir sér að nýta borholuna betur sem er við Skíðaskálann og auðvelda með rafmagnsframleiðslu alla rafvæðingu fyrir svæðið, bæði fyrir rafbíla og rafhjól. „Man-made Geysir“ slær í gegn Úti fyrir má sjá að heilmargt er framundan og nýverið var reist þar göngubrú yfir lítið vatn eða lón, sem styrkt var af Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða. Göngubrúin opnaði auðvelt aðgengi að mörgum fallegum gönguleiðum. Fyrir utan húsið má líka sjá þrjá steypta heita potta og kyndihús, sem ætlunin er síðar að nota sem gufubað. Enda hafa margir löngum talað fyrir því að gufuböð í Hveradölum og í Hveragerði séu meinholl. Það er ágætt að rýna í þessa mynd af þeim æskufélögum Gretti og Davíð því þeir standa þarna við forláta ofn sem Grettir fékk gefins og breytti í gufuofn með því að vera með gufulögn beint í borholuna við skálann og inn í ofninn. Þar hafa félagarnir verið að prófa fyrir sér nútímabakstur á gömlu hvera-rúgbrauðunum. Á bakvið félagana er kyndiklefi sem ætlunin er að breyta í gufubað eins og svæðið var eitt sinn þekkt fyrir. En fyrir framan félagana má sjá glitta í einn af þremur steyptu heitu pottum sem þarna eru. Vísir/Vilhelm Árið 1938 birtist til dæmis grein í Vísi með fyrirsögninni „Lækningakraftur hveragufunnar og hveraleirsins.“ Þar er sagt frá því að ýmsir þjóðþekktir menn hafi nýtt sér hveragufuna og hreinlega læknast af meinum og kvillum. Til dæmis gigt eða skertri hreyfigetu. Grettir segir reyndar skiptar skoðanir á því, hversu heilsusamleg gufuböðin eru þar sem hveragufan er úr brennisteinshverum. „Sumir segja að þetta sé hollt á meðan aðrir eru því ósammála. Við ætlum að leyfa fólki að velja um það sjálft, hvorri kenningunni það kýs að trúa,“ segir Grettir. Þá er ætlunin að opna leirböð að nýju en þau voru lengi þekkt á svæðinu. Halldór Laxness var til dæmis einn þeirra sem stundaði leirböðin hefur einn hverinn verið kallaður Laxnesshverinn æ síðan. Enn er ótalin borhola fyrir utan Skíðaskálann. Hún kyndir upp húsið en getan hennar er svo mikil að aðeins er verið að nýta um 1% af borholunni fyrir húshitunina. Ætlunin síðar er að skoða jafnvel rafmagnsframleiðslu þannig að auðveldara verði að rafvæða svæðið fyrir rafbíla, rafhjól og fleira. Fyrir tilviljun sló borholan í gegn í sumar og er sagan af því gott dæmi um hvernig ný tækifæri í ferðaþjónustu geta orðið til fyrir tilviljun. Þannig var að síðastliðið sumar heimsóttu Skíðaskálann fjölmargir hópar úr skemmtiferðaskipum. Til gamans fór Grettir að opna borholuna fyrir túristana. Þegar það er gert, heyrist mikill hávaði. Eins og sprengja. Síðan gýs holan. „Man-made Geysir,“ hrópuðu ferðamennirnir uppnumdir. Grettir gat þó ekki alltaf stokkið til þegar hópar komu. En svo vinsæl var borholan að fyrir næsta sumar er búið að lofa ferðaþjónustuaðilum að borholan verði opin í reglulegri dagskrá. „Enda held ég að Íslendingum finnist gaman að sjá þetta líka,“ segir Grettir. Davíð æskufélagi Grettis frá Hellu er allt í öllu hjá Skíðaskálanum. Lærður kokkur sem var í smíðagalla þegar blaðamaður mætti til að taka viðtal en er á þessari mynd að prófa hvera-rúgbrauð sem skálinn býður nú gestum upp á. Í mörg ár var það þekkt á þessu svæði að fólk var með holur á heiðinni, kom við og stakk ofan í þær rúgbrauðsdeigi. Daginn eftir var brauðið síðan sótt úr holunum: Hvera-rúgbrauðið var þá tilbúið. Sjarmerandi sögur og reksturinn „Það vita það ekki margir en hér á árum áður stundaði fólk það að stoppa á heiðinni og stinga rúgbrauðsdeigum niður í holur sem voru hérna um allt,“ segir Grettir. Jarðvarminn í holunum hæg-bakaði síðan rúgbrauðið á 15- 22 klukkustundum. Síðan kom fólk bara daginn eftir og sótti nýbakaða rúgbrauðið sitt. Fólk átti jafnvel sínar eigin holur á svæðinu,“ segir Grettir. Að endurvekja hvera-rúgbrauðið er eitt af því Skíðaskálinn er að gera. Enda hverjum finnst ekki nýbakað rúgbrauð með smjöri gott? Næstu daga opnar verslunin A.C. Höyer í skálanum. A.C. Höyer? „Já árið 1927 var garðyrkjubýli byggt hér upp í Hveradölum af hjónunum Anders C. Höyer frá Danmörku og Ericu Hartmann eiginkonu hans, sem var frá Lettlandi. Þau voru í alls kyns ylrækt, nýttu jarðvarmann, brugguðu öl úr íslenskum jurtum, buðu upp á leirböð og hverabökuð brauð og starfræktu hér verslun sem hét A.C. Höyer,“ segir Ólöf en í versluninni verða seldar fallegar gjafavörur eins og kerti, jólaskraut og fleira. Ólöf leggur mikla áherslu á að andrúmsloftið í Skíðaskálanum sé í tengingu við sögu hússins og svæðisins. Verslunin A.C. Höyer opnar í skálanum á næstu dögum. Þar verður hægt að kaupa alls kyns gjafavörur, kerti og jólaskraut. Nafn búðarinnar er endurvakið frá verslun Anders C. Höyer og eiginkonu hans, sem fluttu á Hellisheiðina árið 1927, stunduðu þar ýmsa ylrækt, brugguðu öl úr íslenskum jurtum, bökuðu hverabrauð og fleira sem þau síðan seldu vegfarendum.Vísir/Vilhelm Árið 1975, birtist fyrirsögn í Vísi „Býlið þeirra er byggt úr torfi og kassafjölum – vefa og ala geitur á Hellisheiði.“ Í þeirri grein er talað við hjónin Óskar og Blómey. Sem þóttu búa í afar sérkennilegu húsi á Hellisheiði. Áður en þau reistu það, bjuggu þau í tjaldi. Til félagsskapar voru þau með geitur og ketti. Óskar og Blómey voru þekktir vefarar og á Hellisheiðinni bjuggu þau í níu ár. Blómey var amma Ásdísar Höllu Bragadóttur og hefur sú síðarnefnda sagt frá því að amma hennar hafi frekar verið „fangi“ á Hellisheiði en ábúandi. Enda segir sagan að Blómey hafi oft komið í Skíðaskálann til að borða og hlýja sér þegar Óskar var ekki heima . En aðeins þegar að frost var því annars hefði karlinn séð á sporum í snjónum að hún hefði farið þangað,“ segir Ólöf. Grettir segir frá fyrirhugaðri zip-línu sem stefnt er að því að setja upp á einni gönguleiðinni og enda þá zip-línuferðina við rústirnar af húsi Blómeyjar og Óskars. Margt annað frá gömlum tíma má einnig sjá á gönguleiðum. Til dæmis rústir gamals skíðastökkpalls frá fyrri hluta síðustu aldar. Því stórmót voru þá haldin á skíðum í Hveradal og þangað sóttu jafnvel heimskunnir skíðamenn. „Við ætlum að vera með litla skíðalyftu síðar meir sem verður ætluð fjölskyldufólki sem vill njóta útivista í snjónum og hafa gaman af,“ segir Grettir. Skíðaskálinn: Þar sem ástin mættist á miðri leið En hvernig ætli það sé að opna fjölskyldufyrirtæki í miðjum heimsfaraldri? „Um 600 gestir voru bókaðir í jólahlaðborð um helgina, þar af standa innan við þrjátíu bókanir eftir. Fyrirtækin hafa verið að afbóka og við skiljum það alveg,“ segir Grettir og bætir við: En ég viðurkenni að þetta er þungt högg. Sérstaklega vegna þess að við lögðum í jólahlaðborðin líf og sál til að hafa þetta allt hið glæsilegasta. En við verðum að vera bjartsýn og muna að það koma jól eftir þessi jól.“ Ólöf og Grettir ásamt yngsta syninum Benedikt sem er sex ára, en að verða sjö ára og Flóka. Þegar komið er í Skíðaskálann blasir við glæsilegur stigi upp á aðra hæð. Innanstokksmunir eru margir sérstaklega fallegir. Til dæmis sófasett sem Ólöf fékk frá ömmu sinni og afa og stór motta. Ólöf hefur líka verið dugleg að fara í Góða hirðirinn og á aðra nytjamarkaði og er útkoman einstaklega sjarmerandi á að líta í skálanum. Á myndina vantar tvo eldri syni Ólafar og Grettis, Ásmundur sem er 14 ára og Óðinn sem er 26 ára.Vísir/Vilhelm Þá segjast hjónin vongóð um að hóparnir sem hafi afboðað sig nú, reyni að koma fljótlega þótt tilefnið verði annað en jólahlaðborð. Til dæmis árshátíðir, þorrablót eða annað. Skíðaskálinn er í samstarfi við Snær veitingar og segja hjónin kokkana þar svo frábæra að þeir geti hreinlega galdrað fram hvað sem er. Ólöf bendir líka á að Skíðaskálinn sé langtímaverkefni og að þau hafi þrátt fyrir Covid, ákveðið að taka þetta verkefni svolítið á gleðinni. Sjálf segist hún reyndar svo heilluð af húsinu og svæðinu að hún geti ekki ímyndað sér annað en að þarna verði þau hjónin hreinlega gömul. „Við munum eflaust aldrei tíma að selja skálann,“ segir hún og brosir. Enda er Skíðaskálinn svo sannarlega örlagavaldur í þeirra lífi. Við komum frá svo ólíku umhverfi. Ég sveitalubbi sem hafði varla komið til Reykjavíkur sextán ára en Ólöf borgarbarn sem varla hafði farið lengra en Selfoss. Oft höfum við því grínast með að við séum að mætast á miðri leið hér í Skíðaskálanum,“ segir Grettir og hlær. Helgarviðtal Atvinnulífsins Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Skíðasvæði Ölfus Tengdar fréttir „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„En þetta var rigningasumarið mikla 2013 og útibrúðkaup endaði með að verða vonlaust. Þannig að einn, tveir og bingó: Við giftum okkur í Skíðaskálanum sem við vorum þá nýbúin að kaupa, presturinn gaf okkur saman og á meðan við vorum úti í myndatöku var stóri salurinn dúkkaður upp fyrir veislu,“ segir Ólöf. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Skíðaskálans í Hveradölum, sem hjónin Ólöf og Grettir keyptu árið 2013 og hófu rekstur í síðastliðið vor. Þegar Hekla gaus Það hefur farið framhjá fáum sem keyra reglulega yfir Hellisheiðina að líf hefur fæðst á ný í Skíðaskálanum í Hveradölum. Víkinga-reiðhjólamót síðastliðið sumar, Helga Braga og Októberfestgleði í haust og margt fleira. Ljós loga í gluggum og inni fyrir mætir gestum rómantískt andrúmsloft þar sem gamall og nýr tími mætast af einskærri smekkvísi. Loksins loksins! segja margir sem keyra oft um Hellisheiðina og hafa undanfarna mánuði séð ljósin loga í öllum gluggum Skíðaskálans í Hveradölum. Gönguleiðirnar eru fallegar á svæðinu og þar skarta Norðurljósin oft sínu fegursta yfir vetrartímann. Veitingahús staðarins hefur opnað og á næstu dögum opnar þar lítil verslun með tilvísun í afar sjarmerandi sögu. Fyrir stuttu var reist við skálann göngubrú sem gerir allt aðgengi auðveldara að útivistarsvæðinu í kringum skálann.Vísir/Pétur Már Gunnarsson Þegar blaðamanni ber að garði eru Grettir og Ólöf í óðaönn að skreyta þennan 900 fermetra skála. Æskuvinur Grettis, Davíð Guðmundsson, er á staðnum, í klæddur smíðagalla eins og Grettir og í nægu er að snúast. Davíð er frá Hellu, en lærði kokkinn á hótel Óðinsvé. „Davíð vinnur hjá okkur en gerir svo miklu meira en starfsmaður gæti skilað. Davíð er okkur hreinlega ómetanlegur,“ segir Grettir og Ólöf tekur undir. Í skálanum er líka yngsti sonurinn Benedikt sem er sex ára. En að verða sjö ára. Hann, auk eldri bræðranna; Óðinn 26 ára og Ásmundur 14 ára, hafa verið duglegir að hjálpa foreldrum sínum frá því í vor. Kveikt er upp í arninum og ekki hægt annað en að dást að gömlum og fallegum húsgögnum og munum sem einkenna þetta glæsilega hús. Til dæmis fallegu sófasetti og stórri mottu sem Ólöf fékk frá ömmu sinni og afa. Svo stór er mottan reyndar að heil Baggalúts-sería var eitt sinn tekin upp á mottunni. En eldurinn í arninum minnir líka á annað. Stórbrunan sunnudagskvöldið 20.janúar árið 1991, þegar Skíðaskálinn brann til kaldra kola. Svo ekkert stóð eftir. Sömu helgi hafði Hekla farið að gjósa. Héldu margir höfuðborgarbúar að bjarminn frá Hellisheiðinni, væri bjarmi frá Heklu. Hér má sjá myndband af eldsvoðanum sem Steingrímur Erlendsson tók. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yc9_Sh-p2YM">watch on YouTube</a> Skíðafélag, borgin og veitingamenn Skíðafélag Reykjavíkur reisti Skíðaskálann árið 1934 og lengst af var það í eigu félagsins, eða allt þar til árið 1971 þegar Reykjavíkurborg keypti húsið. Skíðaskálinn var byggður árið 1934 og lengst af í eigu Skíðafélags Reykjavíkur. Á svæðinu má enn sjá leifar af gömlum skíðastökkpalli en á fyrri hluta síðustu aldar voru þar oft haldin stórmót sem jafnvel heimskunnir skíðaíþróttamenn sóttu á sínum tíma. Fyrirhugað er að setja upp litla skíðalyftu á svæðinu. Hún er einkum ætluð fólki með börn og öðrum sem langar að njóta útiverunnar í snjó og hafa gaman að.Vísir/Mynd úr safni Skíðaskálans Á fyrstu hæð Skíðaskálans má einmitt sjá timburskíði og skíðastafi hengd upp á vegg. Þessi skíði voru í eigu og smíðuð af einum helsta brautryðjanda skíðaíþrótta á Íslandi og fyrsta formanni Skíðafélags Reykjavíkur, hinum norskættaða L.H. Müller. M üller þessi var pabbi Leifs Müller sem skrifað er um í ævisögunni Býr Íslendingur hér? Áhrifamikil ævisaga kaupmannsonar úr Reykjavík sem á tímum seinni heimstyrjaldar var svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingarbúðir nasista. Árið 1983 voru umræður um framtíð skálans allnokkrar í borgarstjórn Reykjavíkur. Gerður Steinþórsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi, ritaði þá grein í DV þar sem hún leggur áherslu á að húsinu verði áfram haldið að íþróttahreyfingunni og í eigu borgarinnar. Segir Gerður meðal annars í umræddri grein: „Það er dýrt að halda við gömlum húsum. En það er líka dýrt að byggja Gullinbrú yfir Grafarvoginn.“ Áratugum saman iðaði allt svæðið í kringum Skíðaskálann í Hveradölum. Ekki síst þegar mikill snjór var og margir lögðu leið sína á svæðið til að njóta útivista á skíðum. Á gönguleiðum í grennd við Skíðaskálann má sjá margar áhugaverðar rústir gamalla húsa. Til dæmis rústir sérkennilega hússins sem vefararnir Blómey og Óskar reistu en þau bjuggu á Hellisheiðinni í níu ár. Á þeim slóðum er ætlunin að vera með zip-línu en Grettir og Ólöf segja líka að aukinn áhugi Íslendinga á útivist allt árið um kring, fyrir bæði börn og fullorðna, geri svæðið og skálann sérstaklega spennandi fyrir sístækkandi markhóp hér á landi. Vísir/Mynd úr safni Skíðaskálans Árið 1985 eignaðist Carl Johansen veitingamaður og fjölskyldan hans skálann og hóf þar veitingarekstur. Ári eftir brunann, endurbyggði Carl húsið í svipaðri mynd og það upprunalega. Árið 1995 tók Svavar Helgason við húsinu og rekstrinum. Svavar er vel þekkt nafn í veitingageiranum, átti veitingahúsin Lækjarbrekku og Ask svo eitthvað sé nefnt. Af Svavari keyptu Ólöf og Grettir skálann 2013 og segja hjónin Svavar eiga mikinn heiður skilið fyrir að hafa hugsað vel um húsið og allt sem því fylgdi. „Það héldu margir að skálinn væri löngu orðið draugahús þegar að við keyptum. Hið rétta er að Svavar lokaði aldrei og hélt rekstrinum alltaf réttu megin við núllið. Það gerði hann með því að leggja áherslu á jólahlaðborðin, veislur og viðburði en hann var aldrei með skálann opinn daglega,“ segir Grettir. Sveitarstrákurinn og borgarskvísan Grettir er sveitastrákur. Alinn upp við rætur Heklu, á jörðinni Svínhagi. Sextán ára flutti hann til Reykjavíkur til að læra járnsmíði. En síðustu tuttugu árin hefur hans helsta starf falist í að byggja upp Heklubyggð í gömlu sveitinni sinni; sumarhúsalóðir og landspildur í gegnum fyrirtæki þeirra hjóna, Heklubyggð ehf. „Eins og sést á þessum nöfnum held ég mikið uppá Heklu enda þykir mér gaman að sjá hana héðan frá Reykjafelli,“ segir Grettir. Ólöf er hins vegar borgarbarn. Alin upp í Kópavogi þar sem þau hjónin búa nú. Ólöf er Uppeldis- og menntunarfræðingur sem hefur starfað lengi innan fjármálageirans. Til dæmis hjá Borgun og Reiknistofu bankans. Hjónin kynntust á Skuggabarnum fyrir 22 árum síðan. Einn af vinsælustu skemmtistöðum þess tíma og án efa staður sem fæddi af sér mörg samböndin. Í mörg ár keyrðu hjónin Hellisheiðina til að fara austur í sveitina sína, Heklubyggð. Oft horfðu þau á Skíðaskálann og hugsuðu: „Hvers vegna er ekkert að gerast hérna?“ Það var líf og fjör í Skíðaskálanum í október, ekki síst þann stutta tíma þar sem sóttvörnum hafði verið aflétt. Helga Braga sló þá í gegn ásamt fleirum á Októberfesthátið en þá fylltist húsið af gestum sem tóku virkan þátt í dagskránni. Söngur, dans og kannski eilítið af öli var einkennandi en fyrst og fremst gleði og gaman segja Grettir og Ólöf.Vísir/Mynd úr safni Skíðaskálans Aftur í upprunann: Þar sem hjartað slær Árið 2013 keyptu hjónin Skíðaskálann og sáu strax fyrir sér ótal tækifæri. Í þenslu síðustu ára fóru hugmyndirnar þó sístækkandi: Ferðaþjónustan var í blóma og allt gekk út á erlenda ferðamanninn. Fór svo að hjónin tóku saman við sterka fjárfesta ráðist var í að móta hugmyndir um baðlón og milljarðafjárfestingar. Félagið Hveradalir ehf. var stofnað í kringum verkefnið en að félaginu stóðu ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og fyrirtæki hjónanna, Heklubyggð. Lóðin var stækkuð með nýjum samningum og áætlað að byggja 8500 fermetra baðlón auk gistingar í Stóra dal. Allt strandaði þó í kerfinu. „Því flóknasta í heimi að mér skilst,“ segir Grettir og vísar þar til þess að verkefnið hafi endað í umhverfismati og er þar enn. „Það liðu vikur, síðan mánuðir síðan ár. Allt í einu voru komin fimm ár. Síðan sjö ár,“ segir Grettir og viðurkennir að tafirnar hafi tekið á. Sem betur fer hefur samstarfið við aðra fjárfesta alltaf verið gott. Í vor var ákveðið skipta upp verkefninu: Grettir og Ólöf tóku helming lóðarinnar, þann hluta sem Skíðaskálinn stendur. Hinn helmingur lóðarinnar er áfram í umhverfismati og herma nýjustu fregnir að mögulega skýrist málin næsta vor. En hvernig líður ykkur með þessi skipti? „Vel,“ svara hjónin í kór. Hjartað okkar slær með skálanum og okkur finnst eins og við séum komin til baka í okkar eigin kjarna,“ segir Grettir. Síðasta sumar var haldið Víkinga-reiðhjólamót við Skíðaskálann sem sló í gegn og er ætlunin að endurtaka það mót og fleiri, næsta sumar. Einar Bárðason skipulagði Víkingamótið og margt var um manninn. Grettir og Ólöf sjá líka fyrir sér að nýta borholuna betur sem er við Skíðaskálann og auðvelda með rafmagnsframleiðslu alla rafvæðingu fyrir svæðið, bæði fyrir rafbíla og rafhjól. „Man-made Geysir“ slær í gegn Úti fyrir má sjá að heilmargt er framundan og nýverið var reist þar göngubrú yfir lítið vatn eða lón, sem styrkt var af Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða. Göngubrúin opnaði auðvelt aðgengi að mörgum fallegum gönguleiðum. Fyrir utan húsið má líka sjá þrjá steypta heita potta og kyndihús, sem ætlunin er síðar að nota sem gufubað. Enda hafa margir löngum talað fyrir því að gufuböð í Hveradölum og í Hveragerði séu meinholl. Það er ágætt að rýna í þessa mynd af þeim æskufélögum Gretti og Davíð því þeir standa þarna við forláta ofn sem Grettir fékk gefins og breytti í gufuofn með því að vera með gufulögn beint í borholuna við skálann og inn í ofninn. Þar hafa félagarnir verið að prófa fyrir sér nútímabakstur á gömlu hvera-rúgbrauðunum. Á bakvið félagana er kyndiklefi sem ætlunin er að breyta í gufubað eins og svæðið var eitt sinn þekkt fyrir. En fyrir framan félagana má sjá glitta í einn af þremur steyptu heitu pottum sem þarna eru. Vísir/Vilhelm Árið 1938 birtist til dæmis grein í Vísi með fyrirsögninni „Lækningakraftur hveragufunnar og hveraleirsins.“ Þar er sagt frá því að ýmsir þjóðþekktir menn hafi nýtt sér hveragufuna og hreinlega læknast af meinum og kvillum. Til dæmis gigt eða skertri hreyfigetu. Grettir segir reyndar skiptar skoðanir á því, hversu heilsusamleg gufuböðin eru þar sem hveragufan er úr brennisteinshverum. „Sumir segja að þetta sé hollt á meðan aðrir eru því ósammála. Við ætlum að leyfa fólki að velja um það sjálft, hvorri kenningunni það kýs að trúa,“ segir Grettir. Þá er ætlunin að opna leirböð að nýju en þau voru lengi þekkt á svæðinu. Halldór Laxness var til dæmis einn þeirra sem stundaði leirböðin hefur einn hverinn verið kallaður Laxnesshverinn æ síðan. Enn er ótalin borhola fyrir utan Skíðaskálann. Hún kyndir upp húsið en getan hennar er svo mikil að aðeins er verið að nýta um 1% af borholunni fyrir húshitunina. Ætlunin síðar er að skoða jafnvel rafmagnsframleiðslu þannig að auðveldara verði að rafvæða svæðið fyrir rafbíla, rafhjól og fleira. Fyrir tilviljun sló borholan í gegn í sumar og er sagan af því gott dæmi um hvernig ný tækifæri í ferðaþjónustu geta orðið til fyrir tilviljun. Þannig var að síðastliðið sumar heimsóttu Skíðaskálann fjölmargir hópar úr skemmtiferðaskipum. Til gamans fór Grettir að opna borholuna fyrir túristana. Þegar það er gert, heyrist mikill hávaði. Eins og sprengja. Síðan gýs holan. „Man-made Geysir,“ hrópuðu ferðamennirnir uppnumdir. Grettir gat þó ekki alltaf stokkið til þegar hópar komu. En svo vinsæl var borholan að fyrir næsta sumar er búið að lofa ferðaþjónustuaðilum að borholan verði opin í reglulegri dagskrá. „Enda held ég að Íslendingum finnist gaman að sjá þetta líka,“ segir Grettir. Davíð æskufélagi Grettis frá Hellu er allt í öllu hjá Skíðaskálanum. Lærður kokkur sem var í smíðagalla þegar blaðamaður mætti til að taka viðtal en er á þessari mynd að prófa hvera-rúgbrauð sem skálinn býður nú gestum upp á. Í mörg ár var það þekkt á þessu svæði að fólk var með holur á heiðinni, kom við og stakk ofan í þær rúgbrauðsdeigi. Daginn eftir var brauðið síðan sótt úr holunum: Hvera-rúgbrauðið var þá tilbúið. Sjarmerandi sögur og reksturinn „Það vita það ekki margir en hér á árum áður stundaði fólk það að stoppa á heiðinni og stinga rúgbrauðsdeigum niður í holur sem voru hérna um allt,“ segir Grettir. Jarðvarminn í holunum hæg-bakaði síðan rúgbrauðið á 15- 22 klukkustundum. Síðan kom fólk bara daginn eftir og sótti nýbakaða rúgbrauðið sitt. Fólk átti jafnvel sínar eigin holur á svæðinu,“ segir Grettir. Að endurvekja hvera-rúgbrauðið er eitt af því Skíðaskálinn er að gera. Enda hverjum finnst ekki nýbakað rúgbrauð með smjöri gott? Næstu daga opnar verslunin A.C. Höyer í skálanum. A.C. Höyer? „Já árið 1927 var garðyrkjubýli byggt hér upp í Hveradölum af hjónunum Anders C. Höyer frá Danmörku og Ericu Hartmann eiginkonu hans, sem var frá Lettlandi. Þau voru í alls kyns ylrækt, nýttu jarðvarmann, brugguðu öl úr íslenskum jurtum, buðu upp á leirböð og hverabökuð brauð og starfræktu hér verslun sem hét A.C. Höyer,“ segir Ólöf en í versluninni verða seldar fallegar gjafavörur eins og kerti, jólaskraut og fleira. Ólöf leggur mikla áherslu á að andrúmsloftið í Skíðaskálanum sé í tengingu við sögu hússins og svæðisins. Verslunin A.C. Höyer opnar í skálanum á næstu dögum. Þar verður hægt að kaupa alls kyns gjafavörur, kerti og jólaskraut. Nafn búðarinnar er endurvakið frá verslun Anders C. Höyer og eiginkonu hans, sem fluttu á Hellisheiðina árið 1927, stunduðu þar ýmsa ylrækt, brugguðu öl úr íslenskum jurtum, bökuðu hverabrauð og fleira sem þau síðan seldu vegfarendum.Vísir/Vilhelm Árið 1975, birtist fyrirsögn í Vísi „Býlið þeirra er byggt úr torfi og kassafjölum – vefa og ala geitur á Hellisheiði.“ Í þeirri grein er talað við hjónin Óskar og Blómey. Sem þóttu búa í afar sérkennilegu húsi á Hellisheiði. Áður en þau reistu það, bjuggu þau í tjaldi. Til félagsskapar voru þau með geitur og ketti. Óskar og Blómey voru þekktir vefarar og á Hellisheiðinni bjuggu þau í níu ár. Blómey var amma Ásdísar Höllu Bragadóttur og hefur sú síðarnefnda sagt frá því að amma hennar hafi frekar verið „fangi“ á Hellisheiði en ábúandi. Enda segir sagan að Blómey hafi oft komið í Skíðaskálann til að borða og hlýja sér þegar Óskar var ekki heima . En aðeins þegar að frost var því annars hefði karlinn séð á sporum í snjónum að hún hefði farið þangað,“ segir Ólöf. Grettir segir frá fyrirhugaðri zip-línu sem stefnt er að því að setja upp á einni gönguleiðinni og enda þá zip-línuferðina við rústirnar af húsi Blómeyjar og Óskars. Margt annað frá gömlum tíma má einnig sjá á gönguleiðum. Til dæmis rústir gamals skíðastökkpalls frá fyrri hluta síðustu aldar. Því stórmót voru þá haldin á skíðum í Hveradal og þangað sóttu jafnvel heimskunnir skíðamenn. „Við ætlum að vera með litla skíðalyftu síðar meir sem verður ætluð fjölskyldufólki sem vill njóta útivista í snjónum og hafa gaman af,“ segir Grettir. Skíðaskálinn: Þar sem ástin mættist á miðri leið En hvernig ætli það sé að opna fjölskyldufyrirtæki í miðjum heimsfaraldri? „Um 600 gestir voru bókaðir í jólahlaðborð um helgina, þar af standa innan við þrjátíu bókanir eftir. Fyrirtækin hafa verið að afbóka og við skiljum það alveg,“ segir Grettir og bætir við: En ég viðurkenni að þetta er þungt högg. Sérstaklega vegna þess að við lögðum í jólahlaðborðin líf og sál til að hafa þetta allt hið glæsilegasta. En við verðum að vera bjartsýn og muna að það koma jól eftir þessi jól.“ Ólöf og Grettir ásamt yngsta syninum Benedikt sem er sex ára, en að verða sjö ára og Flóka. Þegar komið er í Skíðaskálann blasir við glæsilegur stigi upp á aðra hæð. Innanstokksmunir eru margir sérstaklega fallegir. Til dæmis sófasett sem Ólöf fékk frá ömmu sinni og afa og stór motta. Ólöf hefur líka verið dugleg að fara í Góða hirðirinn og á aðra nytjamarkaði og er útkoman einstaklega sjarmerandi á að líta í skálanum. Á myndina vantar tvo eldri syni Ólafar og Grettis, Ásmundur sem er 14 ára og Óðinn sem er 26 ára.Vísir/Vilhelm Þá segjast hjónin vongóð um að hóparnir sem hafi afboðað sig nú, reyni að koma fljótlega þótt tilefnið verði annað en jólahlaðborð. Til dæmis árshátíðir, þorrablót eða annað. Skíðaskálinn er í samstarfi við Snær veitingar og segja hjónin kokkana þar svo frábæra að þeir geti hreinlega galdrað fram hvað sem er. Ólöf bendir líka á að Skíðaskálinn sé langtímaverkefni og að þau hafi þrátt fyrir Covid, ákveðið að taka þetta verkefni svolítið á gleðinni. Sjálf segist hún reyndar svo heilluð af húsinu og svæðinu að hún geti ekki ímyndað sér annað en að þarna verði þau hjónin hreinlega gömul. „Við munum eflaust aldrei tíma að selja skálann,“ segir hún og brosir. Enda er Skíðaskálinn svo sannarlega örlagavaldur í þeirra lífi. Við komum frá svo ólíku umhverfi. Ég sveitalubbi sem hafði varla komið til Reykjavíkur sextán ára en Ólöf borgarbarn sem varla hafði farið lengra en Selfoss. Oft höfum við því grínast með að við séum að mætast á miðri leið hér í Skíðaskálanum,“ segir Grettir og hlær.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Skíðasvæði Ölfus Tengdar fréttir „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00
„Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00