Gagnrýnir seinagang ríkisstjórnarmyndunar og skort á fjárlögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 20:52 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir seinagang Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna við stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Friðrik Þór Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir seinagang ríkisstjórnarmyndunar vekja upp spurningar um verkstjórn. Verkefnin framundan séu brýn og ríkið megi ekki við því að fjárlög frestist fram í desember. „Þingi var slitið 13. júní. Kosningar fóru fram 25. september. Í tæpar 8 vikur hefur stjórnin verið í viðræðum um það hvernig þau geta hugsað sér að starfa áfram. Og greinilega er þungur ágreiningur um mál enda hefur allur þessi tími ekki dugað til. Fjárlögin verða ekki tilbúin fyrr en í desember,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu sem hún birtir á Facebook. Hún bendir á að fjárlög séu stærsta verkefni haustþings og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts. Þá rammi þau inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. „Sem sagt sýn stórnarinnar um hvaða verkefni á að verja fjórmunum í. Pólitíkin sjálf. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjár til málaflokka og þær áherslur sem ríkisstjórn boðar. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun.“ Hún segir að við aðstæður eins og þær sem ríki nú skipti miklu máli að vanda til verka. Það sé að hennar mati hins vegar með ólíkindum að flokkarnir þrír, sem fyrir kosningar tilkynntu að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess, skuli tæpum átta vikum eftir kosningar ekki vera tilbúnir. Hún veltir fyrir sér hvernig það megi vera. „Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranir blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimili og fyrirtæki finna fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar,“ skrifar Þorbjörg. „Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil.“ Hún segir þann mikla tíma sem ríkisstjórnin hafi tekið sér í viðræður muni bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlög. Um leið muni hann bitna á þeim mikilvægu verkefnum sem bíði. „Þessi byrjun vekur upp spurningar um verkstjórn. Að geta farið svona illa með tíma þegar verkefnin framundan eru svo brýn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
„Þingi var slitið 13. júní. Kosningar fóru fram 25. september. Í tæpar 8 vikur hefur stjórnin verið í viðræðum um það hvernig þau geta hugsað sér að starfa áfram. Og greinilega er þungur ágreiningur um mál enda hefur allur þessi tími ekki dugað til. Fjárlögin verða ekki tilbúin fyrr en í desember,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu sem hún birtir á Facebook. Hún bendir á að fjárlög séu stærsta verkefni haustþings og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts. Þá rammi þau inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. „Sem sagt sýn stórnarinnar um hvaða verkefni á að verja fjórmunum í. Pólitíkin sjálf. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjár til málaflokka og þær áherslur sem ríkisstjórn boðar. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun.“ Hún segir að við aðstæður eins og þær sem ríki nú skipti miklu máli að vanda til verka. Það sé að hennar mati hins vegar með ólíkindum að flokkarnir þrír, sem fyrir kosningar tilkynntu að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess, skuli tæpum átta vikum eftir kosningar ekki vera tilbúnir. Hún veltir fyrir sér hvernig það megi vera. „Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranir blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimili og fyrirtæki finna fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar,“ skrifar Þorbjörg. „Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil.“ Hún segir þann mikla tíma sem ríkisstjórnin hafi tekið sér í viðræður muni bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlög. Um leið muni hann bitna á þeim mikilvægu verkefnum sem bíði. „Þessi byrjun vekur upp spurningar um verkstjórn. Að geta farið svona illa með tíma þegar verkefnin framundan eru svo brýn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38
Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04
Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00