Smartland segir frá því að Kristján Þór hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum í dag að „breytingar væru að verða á hans högum“.
Kristján sagðist hlakka til að mæta aftur til starfa um áramótin. Hann hefur verið í leyfi frá störfum um nokkuð skeið.
Þá segir að Gunna Dís, sem naut vinsælda í morgunþáttunum Virkum morgnum á Rás 2 auk þess að stýra spurningaþáttunum Útsvari, ætli að flytja aftur til höfuðborgarsvæðisins.