Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 07:41 Útgöngubann fyrir þá sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn kórónuveirunni tók gildi í Austurríki aðfaranótt mánudagsins síðasta. AP Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44
Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59