Umfjöllun og viðtöl: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Árni Gísli Magnússon skrifar 21. nóvember 2021 19:20 Haukar gerðu góða ferð norður. vísir/hulda margrét KA og Haukar mættust í KA-heimilinu fyrr í dag og endaði leikurinn með naumum sigri Hauka eftir æsispennandi lokamínútur. KA hafði elt allan leikinn en komust yfir þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Það var svo lokamínútan sem fór illa hjá heimamönnum og fögnuðu Haukar að lokum þriggja marka sigri, 29-32. Mikill hraði var í byrjun en Haukar sigu fljótlega fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 8-9 í 9-12 og héldu forskotinu í kringum þrjú til fjögur mörk út hálfleikinn. Staðan í hálfleik 14-18 gestunum í vil. Markvarslan hjá KA var nær engin í fyrri hálfleik en þeir Nicholas Satchwell og Bruno Bernat markmenn KA vörðu sitt hvort skotið á meðan Aron Rafn var með 11 bolta varða fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukar fóru að spila lengri sóknir þegar líða fór á leikinn og voru að ljúka þeim oftar en ekki með marki sem er alltaf pirrandi fyrir lið sem er búið að standa vörn í nær heila sókn með nokkrum stoppum. Áfram var markavarslan döpur hjá KA og vörðu þeir Bruno og Nicholas einungis sitt hvort skotið í viðbót í síðari hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks voru Haukar fjórum mörkum yfir en þá kom góður kafli hjá KA sem minnkuðu muninn niður í eitt mark og var munurinn eitt til tvö mörk þangað til að KA jafnaði leikinn og komst loks yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Staðan þá 29-28. Haukar skoruðu í næstu sókn og næsta sókn KA þar á eftir fór forgörðum og staðan því jöfn þegar ein og hálf mínúta var eftir, 29-29, og Haukar með boltann. Ólafur Ægir fékk þá boltann á línunni þar sem að Ólafur Gústafsson braut á honum og fékk tveggja mínútna brottvísun. Brynjólfur Snær skoraði úr vítinu og kom Haukum einu marki yfir. KA tapaði svo boltanum í næstu sókn og refsuðu Haukar þeim þegar Jón Karl Einarsson kom þeim tveimur mörkum yfir með marki úr horninu þegar rúm hálf mínúta var eftir. Úrslitin í raun ráðin og það var svo Heimir Óli sem sá til þess að leikurinn endaði með þriggja marka mun þegar hann kastaði boltanum í yfir allan völlinn í autt markið rétt áður en lokaflautið gall. Lokatölur 29-32 fyrir Haukum. Af hverju unnu Haukar? Þeir voru mikið betri aðlinn í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigri. Þeir slökuðu full mikið á í seinni háfleik og á öðrum degi hefðu stigin geta dottið hinu megin. Skot úr erfiðum færum frá Tjörva og Atla Báru þegar sóknirnar virtust vera fjara út telja mikið í svona leik. Hverjir stóðu upp úr? Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði leik Hauka í dag ásamt því að vera markahæstur með 8 mörk úr 11 skotum. Þá var Atli Báruson með 6 mörk úr jafnmörgum skötum og Heimir Óli með 5 mörk úr 5 skotum. Hjá KA var Óðinn Þór með 7 mörk úr 9 skötum. Þá mæddi mikið á Patreki Stefánssyni (5 mörk) og Einari Rafni (4 mörk) sem tóku oft erfið skot fyrir utan þegar vörn Hauka gaf engin færi á sér. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá KA. Í fyrri hálfleik verja Bruno Bernat og Nicholas Satchwell eitt skot hvor og það sama var uppi á teningum í seinni hálfleik. Það er í raun ótrúlegt að lið sem er einungis með fjóra bolta varða sé í leik við Hauka fram á lokamínútu. Hvað gerist næst? KA sækir Selfoss heim í leik sem fer fram í Set höllinni kl. 17:00 þann 28. nóvember. Haukar halda út til Rúmeníu þar sem þeir mæta liði Focsani laugardaginn 27. nóvember í fyrri leik liðanna í Evrópubikar karla. Þeir fara svo í Kaplakrika og mæta þar FH í Hafnafjarðarslag þann 1. desember kl. 19:30. Jónatan: Við þurfum meiri markvörslu Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var heilt yfir ánægður með leik sinna manna eftir naumt tap gegn Haukum. „Við vorum mjög nálægt því, það eru síðustu tvær sóknirnar sem skilja að þannig að þetta var grátlegt og mjög svekktir að hafa ekki fengið neitt út úr þessu því að frammistaðan í dag heilt yfir var mjög góð fannst mér.” Haukar voru að spila sinn þriðja leik á einungis sex dögum sökum þátttöku í Evrópukeppni. Jónatan var vel meðvitaður um það en sagði að KA liðið þyrfi samt sem áður bara að spila sinn leik. „Við vissum það að þeir voru á þriðja leik en það breytti því ekki að við vorum að elta þá og það vantaði fleiri varða bolta en seinni hálfleikurinn var góður og við komum okkur með góðri frammistöðu í þá stöðu að geta unnið þetta en því miður förum við svolítið illa með síðustu sóknirnar okkar.” „Ég sit með svona tilfinningu núna að það voru ákveðin atriði í dómgæslu sem mér fannst ekki góð en auðvitað þarf maður að sjá það aftur en það eru ákveðin atriði þar sem mér finnst dómararnir klikka en auðvitað gera þeir mistök og allt það en við erum svona pínu svekktir yfir því að hafa ekki fengið neitt út úr þessu því að frammistaðan og varnarleikurinn okkar var góður og þess vegna finnst mér svekkjandi að fá ekki neitt úr úr þessu, ég verð bara að segja það”, sagði Jóntan og virtist nokkuð ósáttur með dómgæsluna í dag og vísar m.a. í atvik á lokamínútum þar sem Óðinn Þór er að fara inn úr horninu en dómararnir flauta of snemma og KA missir svo í framhaldinu boltann og fá mark í bakið. Jónatan var sáttur við sóknarleikinn og karakterinn í dag en segir það ekki hafa dugað og minnist þá aftur aðeins á dómgæsluna. „Auðvitað snýst þetta um að ná í tvö stig og til þess að vinna Hauka þá þarf topp frammistöðu og við vorum mjög nálægt því að ná frammistöðu til þess að vinna. Sóknarleikurinn heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik, var góður þannig að það eru alveg hlutir sem voru góðir en þegar maður tapar og þetta ræðst á smáatriðum í restina þá er maður að hugsa um það. Við fáum á okkur brottvísun sem er rosa dýr sem ég sé ekki nógu vel. Maður er pínu svona heitur og finnst við vera í smá mótlæti en frammistaðan og karakterinn og allt þetta er það sem við tökum í næsta leik.” Nicholas Satchwell og Bruno Bernat vörðu aðeins fjóra bolta í dag á meðan að markmenn Hauka vörðu 13. Með svona markvörslu er alltaf erfitt að vinna, hvað þá þegar Haukar eru andstæðingurinn. „Þeir ætluðu sér að sjálfsögðu ekki að verja fjóra bolta. Þetta snýst um það að hjálpa þeim og allt þetta. Við þurfum meiri markvörslu og það er alveg ljóst af því að varnarleikurinn var það góður.” Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. 21. nóvember 2021 18:54
KA og Haukar mættust í KA-heimilinu fyrr í dag og endaði leikurinn með naumum sigri Hauka eftir æsispennandi lokamínútur. KA hafði elt allan leikinn en komust yfir þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Það var svo lokamínútan sem fór illa hjá heimamönnum og fögnuðu Haukar að lokum þriggja marka sigri, 29-32. Mikill hraði var í byrjun en Haukar sigu fljótlega fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 8-9 í 9-12 og héldu forskotinu í kringum þrjú til fjögur mörk út hálfleikinn. Staðan í hálfleik 14-18 gestunum í vil. Markvarslan hjá KA var nær engin í fyrri hálfleik en þeir Nicholas Satchwell og Bruno Bernat markmenn KA vörðu sitt hvort skotið á meðan Aron Rafn var með 11 bolta varða fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukar fóru að spila lengri sóknir þegar líða fór á leikinn og voru að ljúka þeim oftar en ekki með marki sem er alltaf pirrandi fyrir lið sem er búið að standa vörn í nær heila sókn með nokkrum stoppum. Áfram var markavarslan döpur hjá KA og vörðu þeir Bruno og Nicholas einungis sitt hvort skotið í viðbót í síðari hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks voru Haukar fjórum mörkum yfir en þá kom góður kafli hjá KA sem minnkuðu muninn niður í eitt mark og var munurinn eitt til tvö mörk þangað til að KA jafnaði leikinn og komst loks yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Staðan þá 29-28. Haukar skoruðu í næstu sókn og næsta sókn KA þar á eftir fór forgörðum og staðan því jöfn þegar ein og hálf mínúta var eftir, 29-29, og Haukar með boltann. Ólafur Ægir fékk þá boltann á línunni þar sem að Ólafur Gústafsson braut á honum og fékk tveggja mínútna brottvísun. Brynjólfur Snær skoraði úr vítinu og kom Haukum einu marki yfir. KA tapaði svo boltanum í næstu sókn og refsuðu Haukar þeim þegar Jón Karl Einarsson kom þeim tveimur mörkum yfir með marki úr horninu þegar rúm hálf mínúta var eftir. Úrslitin í raun ráðin og það var svo Heimir Óli sem sá til þess að leikurinn endaði með þriggja marka mun þegar hann kastaði boltanum í yfir allan völlinn í autt markið rétt áður en lokaflautið gall. Lokatölur 29-32 fyrir Haukum. Af hverju unnu Haukar? Þeir voru mikið betri aðlinn í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigri. Þeir slökuðu full mikið á í seinni háfleik og á öðrum degi hefðu stigin geta dottið hinu megin. Skot úr erfiðum færum frá Tjörva og Atla Báru þegar sóknirnar virtust vera fjara út telja mikið í svona leik. Hverjir stóðu upp úr? Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði leik Hauka í dag ásamt því að vera markahæstur með 8 mörk úr 11 skotum. Þá var Atli Báruson með 6 mörk úr jafnmörgum skötum og Heimir Óli með 5 mörk úr 5 skotum. Hjá KA var Óðinn Þór með 7 mörk úr 9 skötum. Þá mæddi mikið á Patreki Stefánssyni (5 mörk) og Einari Rafni (4 mörk) sem tóku oft erfið skot fyrir utan þegar vörn Hauka gaf engin færi á sér. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá KA. Í fyrri hálfleik verja Bruno Bernat og Nicholas Satchwell eitt skot hvor og það sama var uppi á teningum í seinni hálfleik. Það er í raun ótrúlegt að lið sem er einungis með fjóra bolta varða sé í leik við Hauka fram á lokamínútu. Hvað gerist næst? KA sækir Selfoss heim í leik sem fer fram í Set höllinni kl. 17:00 þann 28. nóvember. Haukar halda út til Rúmeníu þar sem þeir mæta liði Focsani laugardaginn 27. nóvember í fyrri leik liðanna í Evrópubikar karla. Þeir fara svo í Kaplakrika og mæta þar FH í Hafnafjarðarslag þann 1. desember kl. 19:30. Jónatan: Við þurfum meiri markvörslu Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var heilt yfir ánægður með leik sinna manna eftir naumt tap gegn Haukum. „Við vorum mjög nálægt því, það eru síðustu tvær sóknirnar sem skilja að þannig að þetta var grátlegt og mjög svekktir að hafa ekki fengið neitt út úr þessu því að frammistaðan í dag heilt yfir var mjög góð fannst mér.” Haukar voru að spila sinn þriðja leik á einungis sex dögum sökum þátttöku í Evrópukeppni. Jónatan var vel meðvitaður um það en sagði að KA liðið þyrfi samt sem áður bara að spila sinn leik. „Við vissum það að þeir voru á þriðja leik en það breytti því ekki að við vorum að elta þá og það vantaði fleiri varða bolta en seinni hálfleikurinn var góður og við komum okkur með góðri frammistöðu í þá stöðu að geta unnið þetta en því miður förum við svolítið illa með síðustu sóknirnar okkar.” „Ég sit með svona tilfinningu núna að það voru ákveðin atriði í dómgæslu sem mér fannst ekki góð en auðvitað þarf maður að sjá það aftur en það eru ákveðin atriði þar sem mér finnst dómararnir klikka en auðvitað gera þeir mistök og allt það en við erum svona pínu svekktir yfir því að hafa ekki fengið neitt út úr þessu því að frammistaðan og varnarleikurinn okkar var góður og þess vegna finnst mér svekkjandi að fá ekki neitt úr úr þessu, ég verð bara að segja það”, sagði Jóntan og virtist nokkuð ósáttur með dómgæsluna í dag og vísar m.a. í atvik á lokamínútum þar sem Óðinn Þór er að fara inn úr horninu en dómararnir flauta of snemma og KA missir svo í framhaldinu boltann og fá mark í bakið. Jónatan var sáttur við sóknarleikinn og karakterinn í dag en segir það ekki hafa dugað og minnist þá aftur aðeins á dómgæsluna. „Auðvitað snýst þetta um að ná í tvö stig og til þess að vinna Hauka þá þarf topp frammistöðu og við vorum mjög nálægt því að ná frammistöðu til þess að vinna. Sóknarleikurinn heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik, var góður þannig að það eru alveg hlutir sem voru góðir en þegar maður tapar og þetta ræðst á smáatriðum í restina þá er maður að hugsa um það. Við fáum á okkur brottvísun sem er rosa dýr sem ég sé ekki nógu vel. Maður er pínu svona heitur og finnst við vera í smá mótlæti en frammistaðan og karakterinn og allt þetta er það sem við tökum í næsta leik.” Nicholas Satchwell og Bruno Bernat vörðu aðeins fjóra bolta í dag á meðan að markmenn Hauka vörðu 13. Með svona markvörslu er alltaf erfitt að vinna, hvað þá þegar Haukar eru andstæðingurinn. „Þeir ætluðu sér að sjálfsögðu ekki að verja fjóra bolta. Þetta snýst um það að hjálpa þeim og allt þetta. Við þurfum meiri markvörslu og það er alveg ljóst af því að varnarleikurinn var það góður.”
Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. 21. nóvember 2021 18:54
Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. 21. nóvember 2021 18:54
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti