Óðagot þegar peningum rigndi yfir hraðbrautina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 14:17 Fjöldi fólks stoppaði á hraðbrautinni og hirti upp talsverða fjármuni. Skjáskot Seðlum hreinlega rigndi á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, sem olli því að hraðbrautin lokaðist þegar ökumenn námu staðar og freistuðu þess að ná sér í skjótfenginn gróða. Peningarnir komu úr sendiferðabíl sem virðist ekki hafa verið nægilega vel lokaður. Myndbönd af vettvangi sýna vel það óðagot sem greip um sig meðal ökumanna, sem olli því að umferðarteppa myndaðist. Lögregla kom á vettvang og handtók einhverja, meðan öðrum var gert að skila fjármununum, enda ekki þeirra eign. „Af einhverri ástæðu flæddu peningar út úr brynvörðum bíl,“ hefur BBC eftir lögreglumanni. „Það voru seðlar svífandi um allt.“ Upphæðir sem ekki verða teknar upp af götunni Bandaríski heilsuáhrifavaldurinn Demi Bagby var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað og birti myndband frá vettvangi. „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef séð,“ heyrist Bagby meðal annars segja. Idk but someone def getting fired 😅(via @DemiBagby) pic.twitter.com/wvxEfyLZBw— Overtime (@overtime) November 19, 2021 BBC greinir frá því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sé komin í málið. Fólk sem hafi hirt seðla af hraðbrautinni og stungið af sé þá hvatt til þess að stíga fram og skila peningunum. Að öðrum kosti gæti það átt á hættu að vera ákært. „Ef fjöldinn allur af sjónvörpum myndi detta úr flutningabíl á hraðbrautinni, þá máttu ekkert bara taka þau,“ er haft eftir hraðbrautarlögreglumanninum Jim Bettencourt. Þá er greint frá því að yfir tíu manns hafi þegar séð að sér og skilað fjármunum sem það tók. Sumir hafi náð að hafa á brott umtalsverða fjármuni í reiðufé, þó nákvæm upphæð liggi ekki fyrir. „Fólk er að koma til baka með háar upphæðir. Þetta voru miklir peningar,“ er haft eftir lögreglumanni sem hefur unnið að málinu. Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Myndbönd af vettvangi sýna vel það óðagot sem greip um sig meðal ökumanna, sem olli því að umferðarteppa myndaðist. Lögregla kom á vettvang og handtók einhverja, meðan öðrum var gert að skila fjármununum, enda ekki þeirra eign. „Af einhverri ástæðu flæddu peningar út úr brynvörðum bíl,“ hefur BBC eftir lögreglumanni. „Það voru seðlar svífandi um allt.“ Upphæðir sem ekki verða teknar upp af götunni Bandaríski heilsuáhrifavaldurinn Demi Bagby var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað og birti myndband frá vettvangi. „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef séð,“ heyrist Bagby meðal annars segja. Idk but someone def getting fired 😅(via @DemiBagby) pic.twitter.com/wvxEfyLZBw— Overtime (@overtime) November 19, 2021 BBC greinir frá því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sé komin í málið. Fólk sem hafi hirt seðla af hraðbrautinni og stungið af sé þá hvatt til þess að stíga fram og skila peningunum. Að öðrum kosti gæti það átt á hættu að vera ákært. „Ef fjöldinn allur af sjónvörpum myndi detta úr flutningabíl á hraðbrautinni, þá máttu ekkert bara taka þau,“ er haft eftir hraðbrautarlögreglumanninum Jim Bettencourt. Þá er greint frá því að yfir tíu manns hafi þegar séð að sér og skilað fjármunum sem það tók. Sumir hafi náð að hafa á brott umtalsverða fjármuni í reiðufé, þó nákvæm upphæð liggi ekki fyrir. „Fólk er að koma til baka með háar upphæðir. Þetta voru miklir peningar,“ er haft eftir lögreglumanni sem hefur unnið að málinu.
Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent