Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Árni Gísli Magnússon skrifar 21. nóvember 2021 18:54 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember. Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember.
Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20