Stuðningsmaður kærður fyrir líkamsárás en leikmaðurinn fékk rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 09:30 Funso Ojo var hissa á rauða spjaldinu og hann var ekki sá eini. Getty/Scott Baxter Þau geta stundum verið frekar ósanngjörn rauðu spjöldin sem knattspyrnuleikmenn fá og gott dæmi um það var í leik Aberdeen og Dundee United í skosku deildinni um helgina. Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Skoski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Skoski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira