Lífið

Stjörnulífið: Helgarferðir, afmæli og útihlaup

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Íslendingum leiðist ekki í heimsfaraldrinum.
Íslendingum leiðist ekki í heimsfaraldrinum. Samsett/Instagram

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga.

Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður og Sóli Hólm skemmtikraftur skelltu sér með yngsta fjölskyldumeðliminn til Napólí á Suður-Ítalíu. Wizz Air flýgur nú beint til ítölsku borgarinnar og hafa margir nýtt sér tækifærið á meðan aðrir hafa því miður lent í því að flug þangað séu felld niður. Viktoría og Sóli virðast hafa notið vel í veðurblíðu og auðvitað fengið sér gómsæta pítsu.

Aron Can varð 22 ára um helgina og birti af því tilefni mynd af sér í svítunni á Hótel Geysi, í baðkarinu.

„Varð 22 í gær, risa ár að baki. Ábyggilega mitt stærsta hingað til. Næsta ár verður samt stærra, líka næsta eftir það.“

Sjónvarpskonan Hugrún Halldórsdóttir nýtur lífsins á Spáni þessa dagana. Þar virðist jóga og vellíðan vera í fyrsta sæti.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýtti tækifærið um helgina og skellti sér út að hlaupa. Hún virðist hafa stoppað á Hjarðarhaganum til að taka mynd af sér í hlaupagallanum og skrifaði með: „Allir tímar eru hlaupatímar“.

At­hafn­a­kon­an Frið­rik­a Hjör­dís Geirs­dótt­ir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði á fjárfestingabankans JP Morgan í London gengu í það heilaga í síðasta mánuði. Rikka sagði frá þessum gleðifréttum á Instagram í gær. Á brúðkaupsmyndunum má sjá brúðhjónin, syni þeirra og hundana í sínu fínasta pússi. 

Söngvarinn Birkir Blær er kominn í fimm manna úrslit í sænska Idolinu. Kappinn hefur slegið í gegn ytra og ætlar sér stóra hluti.

Það fór fram hjá fáum fylgjendum Sunnevu Einars um helgina að hún skellti sér til Kaupmannahafnar. Þar naut hún vel í mat og drykk og skellti sér í alls konar flott föt. Af því tilefni voru fjölmargar myndir teknar og birtar samviskusamlega á Instagram. Sunneva keppti í Kviss á Stöð 2 um helgina ásamt Ástrósu Rut dansara. 

Eliza Reid forsetafrú var á meðal gesta í Kassanum hjá Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöldið þar sem Jólaboðið í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar var frumsýnt. Salka Sól, sem semur tónlistina við verkið, var að sjálfsögðu mætt ásamt Arnari Frey Frostasyni, eiginmanni sínum og tónlistarmanni. Með í för var bumbubúi þeirra hjóna sem óðum styttist í að láti sjá sig.

Mæðgurnar Björk Eiðsdóttir ritstjóri og Blær Bjarkar skemmtu sér konunglega og sömuleiðis leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. Ofurparið Birkir Kristinsson og Ragga Gísla eru miklir leikhúsunnendur og létu sig ekki vanta. Þá var Guðmundur í Brim mættur ásamt Helgu Stefánsdóttur konu sinni sem er búningahöfundur við leikhúsið. Magnús Geir leikhússtjóri stóð í dyragættinni og bauð fólk velkomið.

Goddur og Lilja Pálma fóru í fjölskylduferð um helgina. Fóru meðal annars á Reykjanesið og í Bláa lónið. 

Fagurkerinn og vörumerkjastjórinn Erna Hrund á von á sínu þriðja barni, stúlku, á næstu vikum. Fyrir á hún tvo stráka úr fyrra sambandi. Ernu var komið á óvart með bleikri barnasturtu um helgina (e.babyshower) og sofnaði á bleiku skýi. 

Fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran var að gefa út nýja uppskriftabók, Bakað með Evu. Hún bakaði í beinni á Instagram um helgina ásamt dætrum sínum og gekk á ýmsu.

Fegurðardrottningin Hugrún Egilsdóttir, sem var valin Miss World Iceland í ár, er lögð af stað í Miss World ævintýrið sitt. ugrún mun í desember keppa fyrir Íslands hönd í Miss World í Puerto Rico.

Leikarinn Siggi Sigurjóns hefur tekið að sér nýtt hlutverk, sem einlæga gamalmennið Rögnvaldur í nýjustu sýningu Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði. 

Brynja Dan varaþingmaður Framsóknar og eigandi Extra loppunnar í Smáralind er komin í jólaskap. 

Svala Björgvins birti skemmtilegar tónleikamyndir af sér í bleiku dressi. 

Rúrik Gíslason er komin á dansferðalag með efstu keppendunum í þýsku útgáfunni af Allir geta dansað. Rúrik og dansdama hans, Renata Lusin, stóðu uppi sem sigurvegarar keppninnar og eiga marga aðdáendur í Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Rikka og Kári gengin í það heilaga

At­hafn­a­kon­an Frið­rik­a Hjör­dís Geirs­dótt­ir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði á fjárfestingabankans JP Morgan í London, giftu sig í byrjun október. 

Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara.

Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar

Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.