Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 23:47 Adele á sviði Wembley í júní 2017. Getty/Gareth Cattermole Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021 Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021
Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið