„Á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hann tæki sitt eigið líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2021 10:30 Jón Gautur var lagður í mikið einelti upp á Akranesi í grunnskóla. Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands birti á dögunum pistil á Vísi um einelti sem sonur hans Jón Gautur varð fyrir í grunnskóla. Rætt var við Hannes í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að eineltið hafi staðið yfir í fleiri ár og að lokum svo slæmt að allur árgangur Jóns í skólanum hafi verið farin að taka þátt í eineltinu. „Við flytjum hingað upp á Skaga fyrir um sjö til átta árum síðan. Höfðum verið í Grafarvoginum fyrstu tíu ár ævi Jóns og þar er hann í leikskóla og grunnskóla og gengur bara vel. Við vissum að hann væri með lesblindu og sáum það mjög snemma í ferlinu þrátt fyrir að hann væri okkar frumburður,“ segir Hannes en þegar þau flytja upp á Skaga byrjar Jón í fimmta bekk og yngri stelpan þeirra í fyrsta bekk. Þá hófst eineltið strax og í rauninni án þess að foreldrar hans hefðu áttað sig á stöðunni. „Stríðni og einelti er ekki það sama. Það eru allir að stríða hvor öðrum annað slagið og við megum aldrei taka það út. Stríðni og gleði og hvað annað, það er ekki einelti. Einelti er allt annað því einelti er ofbeldi. Þegar þetta byrjar fer hann alltaf í svona trúðslæti sem er svona hans fyrsta vörn. En á endanum þegar hann er búinn að vera hérna í tvö til þrjú ár er hann dæmdur fyrir að vera lesblindur og fékk að heyra að hann væri heimskur og gæti ekki gert neitt. Að það væri ekki gaman að vera í kringum hann og hann gæti ekki fengið að taka þátt. Í byrjun var þetta andlegt og hann fékk að heyra það. Svo þegar hann er að klára áttunda bekk er þetta komið út í líkamlegt einelti og líka komið út í það að hlutur eins og hjólið hans hvarf alveg ótrúlega oft eða það loftlaust og það sprakk dekk.“ Verður ekki mikið ógeðslegra Hannes segir að þau hjónin hafi oft hugsað að þetta væri bara tilviljanir. „Við trúðum því ekki að þetta gæti orðið svona illt en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur þá hringja einhverjar bjöllur. Það er verið að sitja fyrir honum fyrir fram íþróttahúsið og einhverjir gaurar eru að ýta við honum og reyna fá hann í einhvern slag. Kannski eitt það ljótasta sem við höfum ekki rætt mjög mikið. Á einum tímapunkti langaði hann aldrei í sund og við áttuðum okkur á því að það var vegna þess að hausinn á honum var einu sinni settur ofan í hlandskálina. Krakkar sem eru þarna þrettán, fjórtán ára eiga alveg að vita betur. Þetta er svona það ógeðslegasta og ég held að það gerist varla mikið ógeðslegra.“ Foreldrarnir ræddu málið við kennara hans. Jón og yngri systir hans á góðri stundu. „Þeir höfðu nefnt að þetta væri ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. Síðan fer hann í níunda bekk og þá er okkur sagt að það sé verið að taka á þessu,“ segir Hannes og ástandið var slæmt allan áttunda bekkinn og allan níunda bekkinn. „Síðan kemur inn nýr umsjónarkennari þegar hann er að fara í tíunda bekk. Við erum varla byrjuð að ræða við hana og eftir örfáa daga hefur hún samband. Þá sér hún að það er eitthvað mikið að. Það er alveg magnað og við höfum sagt það að hún er í rauninni bjargvætturinn að því hann fer út úr tíunda bekk með pínu gleði og aðeins góðar minningar.“ Kennarinn gekk vel á eftir því að eitthvað yrði gert og gekk í skugga um að talað yrði við foreldra gerenda. Sumir létu ekki í sér heyra „Sumir foreldrar tóku þetta til sín og við fundum mjög sterk viðbrögð frá nokkrum foreldrum. Svo voru líka foreldrar sem létu aldrei í sér heyra og töluðu aldrei við okkur. Maður finnur alveg að sumum foreldrum fannst þetta nánast bara vera vitleysa í okkur. Það eru enn þá foreldrar í dag sem trúa því innilega að sitt barn hafi ekki tekið neitt þátt í þessu,“ segir Hannes. Hann segist vera stoltur af syni sínum hvernig hann fór að því að komast í gegnum þetta tímabil. Hann fór alltaf í skólann þrátt fyrir að langa ekkert og tók aldrei veikindadag. „Á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hann tæki sitt eigið líf. Það var eitt af því sem við sögðum á þessum fundum og við höfðum áhyggjur af því. Við erum heppin að hafa verið meðvituð um þetta og getað tekið utan um hann.“ Hannes segir að Jón Gautur hafi átt einn góðan vin í Grafarvoginum og þegar hann fékk bílpróf var hann ekki lengi að leita mikið í hann. „Hann græddi á því að eiga þennan vin. Hér á Akranesi komu tveir til þrír strákar í tíunda bekk og tóku svolítið utan um hann og þeim erum við ævinlega þakklát fyrir og við létum foreldra þeirra vita af því þegar tíunda bekk var lokið. Til dæmis eitt kvöldið lét hann okkur vita að hann væri að fara fá sér pítsu með strákunum í kvöld. Þetta hafði bara aldrei gerst áður,“ segir Hannes en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Hann segir að eineltið hafi staðið yfir í fleiri ár og að lokum svo slæmt að allur árgangur Jóns í skólanum hafi verið farin að taka þátt í eineltinu. „Við flytjum hingað upp á Skaga fyrir um sjö til átta árum síðan. Höfðum verið í Grafarvoginum fyrstu tíu ár ævi Jóns og þar er hann í leikskóla og grunnskóla og gengur bara vel. Við vissum að hann væri með lesblindu og sáum það mjög snemma í ferlinu þrátt fyrir að hann væri okkar frumburður,“ segir Hannes en þegar þau flytja upp á Skaga byrjar Jón í fimmta bekk og yngri stelpan þeirra í fyrsta bekk. Þá hófst eineltið strax og í rauninni án þess að foreldrar hans hefðu áttað sig á stöðunni. „Stríðni og einelti er ekki það sama. Það eru allir að stríða hvor öðrum annað slagið og við megum aldrei taka það út. Stríðni og gleði og hvað annað, það er ekki einelti. Einelti er allt annað því einelti er ofbeldi. Þegar þetta byrjar fer hann alltaf í svona trúðslæti sem er svona hans fyrsta vörn. En á endanum þegar hann er búinn að vera hérna í tvö til þrjú ár er hann dæmdur fyrir að vera lesblindur og fékk að heyra að hann væri heimskur og gæti ekki gert neitt. Að það væri ekki gaman að vera í kringum hann og hann gæti ekki fengið að taka þátt. Í byrjun var þetta andlegt og hann fékk að heyra það. Svo þegar hann er að klára áttunda bekk er þetta komið út í líkamlegt einelti og líka komið út í það að hlutur eins og hjólið hans hvarf alveg ótrúlega oft eða það loftlaust og það sprakk dekk.“ Verður ekki mikið ógeðslegra Hannes segir að þau hjónin hafi oft hugsað að þetta væri bara tilviljanir. „Við trúðum því ekki að þetta gæti orðið svona illt en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur þá hringja einhverjar bjöllur. Það er verið að sitja fyrir honum fyrir fram íþróttahúsið og einhverjir gaurar eru að ýta við honum og reyna fá hann í einhvern slag. Kannski eitt það ljótasta sem við höfum ekki rætt mjög mikið. Á einum tímapunkti langaði hann aldrei í sund og við áttuðum okkur á því að það var vegna þess að hausinn á honum var einu sinni settur ofan í hlandskálina. Krakkar sem eru þarna þrettán, fjórtán ára eiga alveg að vita betur. Þetta er svona það ógeðslegasta og ég held að það gerist varla mikið ógeðslegra.“ Foreldrarnir ræddu málið við kennara hans. Jón og yngri systir hans á góðri stundu. „Þeir höfðu nefnt að þetta væri ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. Síðan fer hann í níunda bekk og þá er okkur sagt að það sé verið að taka á þessu,“ segir Hannes og ástandið var slæmt allan áttunda bekkinn og allan níunda bekkinn. „Síðan kemur inn nýr umsjónarkennari þegar hann er að fara í tíunda bekk. Við erum varla byrjuð að ræða við hana og eftir örfáa daga hefur hún samband. Þá sér hún að það er eitthvað mikið að. Það er alveg magnað og við höfum sagt það að hún er í rauninni bjargvætturinn að því hann fer út úr tíunda bekk með pínu gleði og aðeins góðar minningar.“ Kennarinn gekk vel á eftir því að eitthvað yrði gert og gekk í skugga um að talað yrði við foreldra gerenda. Sumir létu ekki í sér heyra „Sumir foreldrar tóku þetta til sín og við fundum mjög sterk viðbrögð frá nokkrum foreldrum. Svo voru líka foreldrar sem létu aldrei í sér heyra og töluðu aldrei við okkur. Maður finnur alveg að sumum foreldrum fannst þetta nánast bara vera vitleysa í okkur. Það eru enn þá foreldrar í dag sem trúa því innilega að sitt barn hafi ekki tekið neitt þátt í þessu,“ segir Hannes. Hann segist vera stoltur af syni sínum hvernig hann fór að því að komast í gegnum þetta tímabil. Hann fór alltaf í skólann þrátt fyrir að langa ekkert og tók aldrei veikindadag. „Á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hann tæki sitt eigið líf. Það var eitt af því sem við sögðum á þessum fundum og við höfðum áhyggjur af því. Við erum heppin að hafa verið meðvituð um þetta og getað tekið utan um hann.“ Hannes segir að Jón Gautur hafi átt einn góðan vin í Grafarvoginum og þegar hann fékk bílpróf var hann ekki lengi að leita mikið í hann. „Hann græddi á því að eiga þennan vin. Hér á Akranesi komu tveir til þrír strákar í tíunda bekk og tóku svolítið utan um hann og þeim erum við ævinlega þakklát fyrir og við létum foreldra þeirra vita af því þegar tíunda bekk var lokið. Til dæmis eitt kvöldið lét hann okkur vita að hann væri að fara fá sér pítsu með strákunum í kvöld. Þetta hafði bara aldrei gerst áður,“ segir Hannes en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira